Allskonar byssur til sýnis á Stokkseyri um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. mars 2024 13:05 Páll Reynisson, eigandi Veiðisafnsins á Stokkseyri en þar verður byssusýning um helgina. Aðsend Það verður mikið um að vera á Stokkseyri um helgina því þar verður Veiðisafnið með byssusýningu um leið og því verður fagnað að nú eru tuttugu ár frá því að safnið hóf starfsemi sína á staðnum. Páll Reynisson, eigandi Veiðisafnsins hefur verið með byssusýningu alltaf á þessum árstíma síðustu ár og nú er komið að sýningu þessa helgina sem er opin í dag til klukkan sex og svo á morgun frá ellefu til sex. Sýningin er haldin í samvinnu við verslunina HLAÐ í Reykjavík og PRS, sem er mótasería þar sem keppt er með nákvæmisrifflum og skotið á stálskotmörk á lengri færum. Á sýningunni er úrval skotvopna og búnaður til skotveiða, ásamt sjónaukum og aukabúnaði ýmiskonar. „Svo er það þessi félagsskapur, sem kallar sig PRS Ísland og stendur fyrir „Precision Rifle Series “, en það er keppnisgrein sem er að vinna mikið á í Skandinavíu en kemur frá Ameríku. Þar er keppt með stórum og litlum rifflum á stálskotmörk á lengri færum. Þetta er mjög athyglisvert og gífurlega flottir og miklir rifflar, sem strákarnir sýna okkur hér,“ segir Páll. Og er almenningur áhugi á byssusýningu sem þessari? „Já, mikill áhugi. Svo er gaman að segja frá því að konum er að fjölga mikið í sportinu og að koma mikið inn í veiðina og í keppnisíþróttunum,“ segir Páll. 20 ára afmælis byssusýningin verður opin til 18:00 í dag, laugardag og á morgun frá klukkan 11:00 til 18:00 í húsakynnum Veiðisafnsins við Eyrarbraut 49 á Stokkseyri.Aðsend Og Páll segist varla trúa því að hann sé búin að vera með Veiðisafnið á Stokkseyri í 20 ár, tíminn líði svo hratt. „Tuttugu ár núna í maí já og stóð aldrei til, þetta bara gerðist.“ Árborg Söfn Skotvopn Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Páll Reynisson, eigandi Veiðisafnsins hefur verið með byssusýningu alltaf á þessum árstíma síðustu ár og nú er komið að sýningu þessa helgina sem er opin í dag til klukkan sex og svo á morgun frá ellefu til sex. Sýningin er haldin í samvinnu við verslunina HLAÐ í Reykjavík og PRS, sem er mótasería þar sem keppt er með nákvæmisrifflum og skotið á stálskotmörk á lengri færum. Á sýningunni er úrval skotvopna og búnaður til skotveiða, ásamt sjónaukum og aukabúnaði ýmiskonar. „Svo er það þessi félagsskapur, sem kallar sig PRS Ísland og stendur fyrir „Precision Rifle Series “, en það er keppnisgrein sem er að vinna mikið á í Skandinavíu en kemur frá Ameríku. Þar er keppt með stórum og litlum rifflum á stálskotmörk á lengri færum. Þetta er mjög athyglisvert og gífurlega flottir og miklir rifflar, sem strákarnir sýna okkur hér,“ segir Páll. Og er almenningur áhugi á byssusýningu sem þessari? „Já, mikill áhugi. Svo er gaman að segja frá því að konum er að fjölga mikið í sportinu og að koma mikið inn í veiðina og í keppnisíþróttunum,“ segir Páll. 20 ára afmælis byssusýningin verður opin til 18:00 í dag, laugardag og á morgun frá klukkan 11:00 til 18:00 í húsakynnum Veiðisafnsins við Eyrarbraut 49 á Stokkseyri.Aðsend Og Páll segist varla trúa því að hann sé búin að vera með Veiðisafnið á Stokkseyri í 20 ár, tíminn líði svo hratt. „Tuttugu ár núna í maí já og stóð aldrei til, þetta bara gerðist.“
Árborg Söfn Skotvopn Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira