Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 08:01 Guðmundur Guðmundsson hefur verið að gera frábæra hluti með lið Fredericia í Danmörku. Vísir/Vilhelm Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. Frederica hefur verið að ganga í gegnum mjög góða tíma undir stjórn Guðmundar. Vann bronsverðlaun dönsku deildarinnar í fyrra, hefur nú tryggt sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil í fyrsta skipti í sögu félagsins og heldur inn í komandi úrslitakeppni dönsku deildarinnar með von um fleiri medalíur. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Arnór, sem var eftirsóttur af mörgum liðum og hefur gert góða hluti með liði ÍBV, frá því að símtal frá Guðmundi hefði skipt sköpum fyrir sig þegar að hann ákvað að ganga til liðs við Fredericia og taka sitt fyrsta skref út í atvinnumennsku. „Hann hringdi í mig í desember og seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Í hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var Guðmundur inntur eftir svörum í tengslum við það hvað hann hafi eiginlega sagt við Arnór í þessu örlagaríka símtali. „Ég sagði honum bara sannleikann um Fredericia,“ svaraði Guðmundur. „Það þarf ekkert annað til en að segja bara sannleikann um það hvernig staðið er að málum hér. Við fengum Einar Þorstein Ólafsson til okkar á sínum tíma. Hann er orðinn landsliðsmaður í dag. Hefur tekið stórstigum framförum sem leikmaður. Nú erum við að fara taka inn annan ungan Íslending hingað. Hvað sé ég í Arnóri? Ég tel hann búa yfir mörgum hæfileikum. Hann getur spilað vörn. Bæði í miðju varnarinnar sem og sem bakvörður. Hann er góður maður á móti manni og hefur góð skot bæði af gólfi sem og í uppstökki. Þá fer gott orð af honum sem topp karakter. Þannig menn vilji hann fá inn í liðið. „Við höfum skoðað þetta mjög vel og fórum gaumgæfilega yfir stöðuna varðandi Arnór. Enda skiptir hver ákvörðun sem við tökum, um hvaða leikmenn við náum í, mjög miklu máli.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Danski handboltinn ÍBV Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Frederica hefur verið að ganga í gegnum mjög góða tíma undir stjórn Guðmundar. Vann bronsverðlaun dönsku deildarinnar í fyrra, hefur nú tryggt sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil í fyrsta skipti í sögu félagsins og heldur inn í komandi úrslitakeppni dönsku deildarinnar með von um fleiri medalíur. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Arnór, sem var eftirsóttur af mörgum liðum og hefur gert góða hluti með liði ÍBV, frá því að símtal frá Guðmundi hefði skipt sköpum fyrir sig þegar að hann ákvað að ganga til liðs við Fredericia og taka sitt fyrsta skref út í atvinnumennsku. „Hann hringdi í mig í desember og seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Í hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var Guðmundur inntur eftir svörum í tengslum við það hvað hann hafi eiginlega sagt við Arnór í þessu örlagaríka símtali. „Ég sagði honum bara sannleikann um Fredericia,“ svaraði Guðmundur. „Það þarf ekkert annað til en að segja bara sannleikann um það hvernig staðið er að málum hér. Við fengum Einar Þorstein Ólafsson til okkar á sínum tíma. Hann er orðinn landsliðsmaður í dag. Hefur tekið stórstigum framförum sem leikmaður. Nú erum við að fara taka inn annan ungan Íslending hingað. Hvað sé ég í Arnóri? Ég tel hann búa yfir mörgum hæfileikum. Hann getur spilað vörn. Bæði í miðju varnarinnar sem og sem bakvörður. Hann er góður maður á móti manni og hefur góð skot bæði af gólfi sem og í uppstökki. Þá fer gott orð af honum sem topp karakter. Þannig menn vilji hann fá inn í liðið. „Við höfum skoðað þetta mjög vel og fórum gaumgæfilega yfir stöðuna varðandi Arnór. Enda skiptir hver ákvörðun sem við tökum, um hvaða leikmenn við náum í, mjög miklu máli.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Danski handboltinn ÍBV Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira