Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 08:01 Guðmundur Guðmundsson hefur verið að gera frábæra hluti með lið Fredericia í Danmörku. Vísir/Vilhelm Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. Frederica hefur verið að ganga í gegnum mjög góða tíma undir stjórn Guðmundar. Vann bronsverðlaun dönsku deildarinnar í fyrra, hefur nú tryggt sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil í fyrsta skipti í sögu félagsins og heldur inn í komandi úrslitakeppni dönsku deildarinnar með von um fleiri medalíur. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Arnór, sem var eftirsóttur af mörgum liðum og hefur gert góða hluti með liði ÍBV, frá því að símtal frá Guðmundi hefði skipt sköpum fyrir sig þegar að hann ákvað að ganga til liðs við Fredericia og taka sitt fyrsta skref út í atvinnumennsku. „Hann hringdi í mig í desember og seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Í hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var Guðmundur inntur eftir svörum í tengslum við það hvað hann hafi eiginlega sagt við Arnór í þessu örlagaríka símtali. „Ég sagði honum bara sannleikann um Fredericia,“ svaraði Guðmundur. „Það þarf ekkert annað til en að segja bara sannleikann um það hvernig staðið er að málum hér. Við fengum Einar Þorstein Ólafsson til okkar á sínum tíma. Hann er orðinn landsliðsmaður í dag. Hefur tekið stórstigum framförum sem leikmaður. Nú erum við að fara taka inn annan ungan Íslending hingað. Hvað sé ég í Arnóri? Ég tel hann búa yfir mörgum hæfileikum. Hann getur spilað vörn. Bæði í miðju varnarinnar sem og sem bakvörður. Hann er góður maður á móti manni og hefur góð skot bæði af gólfi sem og í uppstökki. Þá fer gott orð af honum sem topp karakter. Þannig menn vilji hann fá inn í liðið. „Við höfum skoðað þetta mjög vel og fórum gaumgæfilega yfir stöðuna varðandi Arnór. Enda skiptir hver ákvörðun sem við tökum, um hvaða leikmenn við náum í, mjög miklu máli.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Danski handboltinn ÍBV Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Frederica hefur verið að ganga í gegnum mjög góða tíma undir stjórn Guðmundar. Vann bronsverðlaun dönsku deildarinnar í fyrra, hefur nú tryggt sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil í fyrsta skipti í sögu félagsins og heldur inn í komandi úrslitakeppni dönsku deildarinnar með von um fleiri medalíur. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Arnór, sem var eftirsóttur af mörgum liðum og hefur gert góða hluti með liði ÍBV, frá því að símtal frá Guðmundi hefði skipt sköpum fyrir sig þegar að hann ákvað að ganga til liðs við Fredericia og taka sitt fyrsta skref út í atvinnumennsku. „Hann hringdi í mig í desember og seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Í hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var Guðmundur inntur eftir svörum í tengslum við það hvað hann hafi eiginlega sagt við Arnór í þessu örlagaríka símtali. „Ég sagði honum bara sannleikann um Fredericia,“ svaraði Guðmundur. „Það þarf ekkert annað til en að segja bara sannleikann um það hvernig staðið er að málum hér. Við fengum Einar Þorstein Ólafsson til okkar á sínum tíma. Hann er orðinn landsliðsmaður í dag. Hefur tekið stórstigum framförum sem leikmaður. Nú erum við að fara taka inn annan ungan Íslending hingað. Hvað sé ég í Arnóri? Ég tel hann búa yfir mörgum hæfileikum. Hann getur spilað vörn. Bæði í miðju varnarinnar sem og sem bakvörður. Hann er góður maður á móti manni og hefur góð skot bæði af gólfi sem og í uppstökki. Þá fer gott orð af honum sem topp karakter. Þannig menn vilji hann fá inn í liðið. „Við höfum skoðað þetta mjög vel og fórum gaumgæfilega yfir stöðuna varðandi Arnór. Enda skiptir hver ákvörðun sem við tökum, um hvaða leikmenn við náum í, mjög miklu máli.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Danski handboltinn ÍBV Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira