Guðfinnur tekur sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 18:40 Guðfinnur Sigurvinsson Rakarastofan Herramenn Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, mun taka sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum vegna veikinda og öðrum persónulegum ástæðum. Hann segir vinátta þeirra sem eru með honum í bæjarstjórn og nefndarstörfum gera það tilhlökkunarefni að snúa aftur. Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Sjoppunni á Höfðatorgi í Reykjavík og hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ frá árinu 2022. Hann birti í dag færslu á síðu sína á Facebook þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Hann segist taka skyldur sínar sem bæjarfulltrúi alvarlega og að heilsa sín þurfi að vera í forgangi til að hægt sé að gefa áfram af sér til samfélagsins okkar. „Ég tek skyldur mínar sem bæjarfulltrúi ykkar alvarlega og mér þykir vænt um að hugsa til þess að fyrir tveimur árum fór einhver í kápuna og annar í frakkann til að gera sér ferð á kjörstað og styðja mig til þessara starfa. Hvort sem var í prófkjörinu eða sveitarstjórnarkosningunum sjálfum. Það traust vil ég axla af ábyrgð og endurgjalda en í því felst margt,“ skrifar Guðfinnur. Hann segir það sömuleiðis nauðsynlegt að vera á góðum járnum hvað heilsuna varðar því það sé „hvorki viturlegt né sanngjarnt gagnvart samstarfsfólki eða bæjarbúum að mæta haltur til leiks.“ Guðfinnur tekur sérstaklega fram að hann sé ekki með þessu að „klukka sig út“ fyrir fullt og fast, hvorki sem bæjarfulltrúi né í lífinu sjálfu. Hann þurfi einfaldlega að ná fyrri styrk og segist vonast til að snúa aftur ekki mikið síðar en í sumarbyrjun. Það sé eftir ráðleggingum lækna. „Aðalstarfi mínu sem hárskeri sinni ég áfram en meiru anna ég ekki eins og sakir standa og ég reyndi í allra lengstu lög að gera,“ segir Guðfinnur. Hann segir einnig að hann hefði getað haldið þessu fyrir sig sjálfan en að hann vilji koma hreint fram með þetta því fólk vilji beina mörgu að sínum kjörnu fulltrúum. „Fjarveru og svarleysi má svo auðveldlega misskilja.“ Hann þakkar öllum þeim sem með honum eru í bæjarstjórn og nefndarstörfum fyrir mikinn og góðan skilning undanfarið og allan stuðninginn. „Það er nefnilega gott að vera Garðbæingur þegar í harðbakkann slær. Svo sannarlega!“ Sveitarstjórnarmál Heilsa Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Sjoppunni á Höfðatorgi í Reykjavík og hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ frá árinu 2022. Hann birti í dag færslu á síðu sína á Facebook þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Hann segist taka skyldur sínar sem bæjarfulltrúi alvarlega og að heilsa sín þurfi að vera í forgangi til að hægt sé að gefa áfram af sér til samfélagsins okkar. „Ég tek skyldur mínar sem bæjarfulltrúi ykkar alvarlega og mér þykir vænt um að hugsa til þess að fyrir tveimur árum fór einhver í kápuna og annar í frakkann til að gera sér ferð á kjörstað og styðja mig til þessara starfa. Hvort sem var í prófkjörinu eða sveitarstjórnarkosningunum sjálfum. Það traust vil ég axla af ábyrgð og endurgjalda en í því felst margt,“ skrifar Guðfinnur. Hann segir það sömuleiðis nauðsynlegt að vera á góðum járnum hvað heilsuna varðar því það sé „hvorki viturlegt né sanngjarnt gagnvart samstarfsfólki eða bæjarbúum að mæta haltur til leiks.“ Guðfinnur tekur sérstaklega fram að hann sé ekki með þessu að „klukka sig út“ fyrir fullt og fast, hvorki sem bæjarfulltrúi né í lífinu sjálfu. Hann þurfi einfaldlega að ná fyrri styrk og segist vonast til að snúa aftur ekki mikið síðar en í sumarbyrjun. Það sé eftir ráðleggingum lækna. „Aðalstarfi mínu sem hárskeri sinni ég áfram en meiru anna ég ekki eins og sakir standa og ég reyndi í allra lengstu lög að gera,“ segir Guðfinnur. Hann segir einnig að hann hefði getað haldið þessu fyrir sig sjálfan en að hann vilji koma hreint fram með þetta því fólk vilji beina mörgu að sínum kjörnu fulltrúum. „Fjarveru og svarleysi má svo auðveldlega misskilja.“ Hann þakkar öllum þeim sem með honum eru í bæjarstjórn og nefndarstörfum fyrir mikinn og góðan skilning undanfarið og allan stuðninginn. „Það er nefnilega gott að vera Garðbæingur þegar í harðbakkann slær. Svo sannarlega!“
Sveitarstjórnarmál Heilsa Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira