Mala kaffi í Kópavogi og senda um allt land Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2024 08:05 Kaffimeistararnir á Dalvegi 18 í Kópavogi, Guðrún Eik Sveinsdóttir og Hlynur Jónsson með poka fullan af nýmöluðu kaffi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau sitja ekki auðum höndum starfsmennirnir á Hæfingarstöðinni við Dalveg í Kópavogi því þau eru að pakka inn tækifæriskortum, smíða á smíðaverkstæðinu, mála á boli og mala kaffi fyrir kaffiklúbba víðs vegar um landið svo eitthvað sé nefnt. Starfsemin á Dalveginum er mjög fjölbreytt og standa sig allir vel í sínum verkefnum. „Við erum að vinna ýmiskonar verkefni, bæði hér innanhúss og sem við fáum frá öðrum aðilum héðan og þaðan. Við erum til dæmis að setja í umslög í plast og við erum með leirherbergi hérna þar sem við erum að leira og brenna leirinn og við erum með smíðaherbergi þar sem við vinnum allskonar smíðaverkefni,” segir Sigrún Bryndísardóttir, þroskaþjálfi. „Hér koma um 36 fatlaðir starfsmenn eins og við köllum það og við erum svona liðlega 50 allt í allt. Þetta er rosalega gefandi starf, mér finnst mjög gott að vinna við þetta, þetta er æðislegt,” segir Þórður Guðmundsson, yfirþroskaþjálfi. Starfsendurhæfingarstöðin fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og verður haldið upp á tímamótin með markaði á opnunartíma stöðvarinnar fyrstu dagana í apríl. Sýningarskápurinn þar sem má sjá hluta af því handverki, sem unnið er á Dalvegi 18.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er duglegur að vinna og mest gaman að vinna,“ segir Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar er mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að mála á boli, það er mjög skemmtilegt,“ segir Eiríka Ýr Sigurðardóttir, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Eiríka Ýr Sigurðardóttir er líka mjög ánægð í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það kaffikvörnin, sem Hlynur Jónsson hefur yfirumsjón með, með aðstoð Guðrúnar Eikar starfsmanns. „Við erum við með þessa fínu græju, sem að mylur kaffið fyrir okkur og svo getum við vigtað það í poka til að senda fólkinu. Allir geta verið í áskrift þannig að það fær poka í hverjum mánuði af kaffi og við græjum allt hérna og setjum í poka og svona.Þetta er skemmtilegt verkefni að vinna, það er alltaf nóg að gera í kaffinu,” segja þau Hlynur og Guðrún Eik. Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira
Starfsemin á Dalveginum er mjög fjölbreytt og standa sig allir vel í sínum verkefnum. „Við erum að vinna ýmiskonar verkefni, bæði hér innanhúss og sem við fáum frá öðrum aðilum héðan og þaðan. Við erum til dæmis að setja í umslög í plast og við erum með leirherbergi hérna þar sem við erum að leira og brenna leirinn og við erum með smíðaherbergi þar sem við vinnum allskonar smíðaverkefni,” segir Sigrún Bryndísardóttir, þroskaþjálfi. „Hér koma um 36 fatlaðir starfsmenn eins og við köllum það og við erum svona liðlega 50 allt í allt. Þetta er rosalega gefandi starf, mér finnst mjög gott að vinna við þetta, þetta er æðislegt,” segir Þórður Guðmundsson, yfirþroskaþjálfi. Starfsendurhæfingarstöðin fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og verður haldið upp á tímamótin með markaði á opnunartíma stöðvarinnar fyrstu dagana í apríl. Sýningarskápurinn þar sem má sjá hluta af því handverki, sem unnið er á Dalvegi 18.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er duglegur að vinna og mest gaman að vinna,“ segir Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar er mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að mála á boli, það er mjög skemmtilegt,“ segir Eiríka Ýr Sigurðardóttir, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Eiríka Ýr Sigurðardóttir er líka mjög ánægð í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það kaffikvörnin, sem Hlynur Jónsson hefur yfirumsjón með, með aðstoð Guðrúnar Eikar starfsmanns. „Við erum við með þessa fínu græju, sem að mylur kaffið fyrir okkur og svo getum við vigtað það í poka til að senda fólkinu. Allir geta verið í áskrift þannig að það fær poka í hverjum mánuði af kaffi og við græjum allt hérna og setjum í poka og svona.Þetta er skemmtilegt verkefni að vinna, það er alltaf nóg að gera í kaffinu,” segja þau Hlynur og Guðrún Eik.
Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira