Missti fimmtán kíló á sjö vikum í Taílandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 14:12 Erpur setur tappann á flöskuna í byrjun árs og tekur hann ekki af fyrr en mars er liðinn. vísir Erpur Eyvindarson gengur í bindindi fyrstu þrjá mánuði hvers árs. Í upphafi þessa árs skellti hann sér til Taílands, þar sem lítið annað var að gera en að hreyfa sig og borða hollan og hreinan mat. Erpur mætti til viðtals í Bakaríið á Bylgjunni ásamt Ágústi Bent. Þeir félagar sem skipa vitaskuld rapphljómsveitina XXX Rottweiler hundar og voru heiðraðir með sérstökum verðlaunum á hlustendaverðlaununum 2024 um helgina. Þar tóku þeir sín helstu lög, þar á meðal lagið Allir eru að fá sér með liðsinni barnakórs: „Þetta er smá skellur, að við séum orðnir það gamlir að það sé hægt að segja við okkur bara: „Takk fyrir, þetta er komið gott núna“,“ sagði Bent um verðlaunin. „Við hefðum nú getað fengið þetta bara um tvítugt. Við vorum hættir að muna hvaða afhendingarverðlaun væru næst,“ bætti Erpur við. Þeir halda 25 ára afmælistónleika í Laugardalshöll 17. maí. „Afmæli íslensks rapps, á íslensku,“ segir Erpur. Lítið annað að gera en að hreyfa sig og borða hollt „Ég var bara að lenda að utan. Bent er bara nýkominn úr Árbænum,“ sagði Erpur. „Ekki segja neinum frá því, þetta er bara leyndarmálið okkar, en ég tek alltaf þrjá mánuði ekki í flöskunni. Janúar, febrúar, mars. Þá fer ég og geri eitthvað, ég var bara í sjö vikur í boot-campi.“ Erpur segir lítið annað að gera, þar sem hann dvaldi í Taílandi, en að hreyfa sig og borða hollt. „Þetta var í raun bara ein gata þarna. Svo er allur matur mjög hreinn. Annað en hér á Vesturlöndum þar sem maður er að éta einhverja krabbameinsvaldandi ræpu úr einhverjum sekk eða dós. Þarna er bara nýbúið að slátra dýrinu og skera niður grænmetið. Ég missti fimmtán kíló á minna en þremur mánuðum.“ Lyftir bara þungu Þáttastjórnendur hvöttu Erp til að selja ferðina til Taílands þar sem hann yrði fararstjóri. Bent þyrfti ekki að koma með, segir Erpur. „Það vaxa bara vöðvar án þess að hann hafi neitt fyrir því,“ sagði Erpur. „Ég er bara í World class. Að lyfta þungum lóðum,“ bætti Bent við. Viðtalið við þá félaga hefst þegar tvær mínútur eru liðnar af klippunni: Taíland Tónlist Matur Heilsa Íslendingar erlendis Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Erpur mætti til viðtals í Bakaríið á Bylgjunni ásamt Ágústi Bent. Þeir félagar sem skipa vitaskuld rapphljómsveitina XXX Rottweiler hundar og voru heiðraðir með sérstökum verðlaunum á hlustendaverðlaununum 2024 um helgina. Þar tóku þeir sín helstu lög, þar á meðal lagið Allir eru að fá sér með liðsinni barnakórs: „Þetta er smá skellur, að við séum orðnir það gamlir að það sé hægt að segja við okkur bara: „Takk fyrir, þetta er komið gott núna“,“ sagði Bent um verðlaunin. „Við hefðum nú getað fengið þetta bara um tvítugt. Við vorum hættir að muna hvaða afhendingarverðlaun væru næst,“ bætti Erpur við. Þeir halda 25 ára afmælistónleika í Laugardalshöll 17. maí. „Afmæli íslensks rapps, á íslensku,“ segir Erpur. Lítið annað að gera en að hreyfa sig og borða hollt „Ég var bara að lenda að utan. Bent er bara nýkominn úr Árbænum,“ sagði Erpur. „Ekki segja neinum frá því, þetta er bara leyndarmálið okkar, en ég tek alltaf þrjá mánuði ekki í flöskunni. Janúar, febrúar, mars. Þá fer ég og geri eitthvað, ég var bara í sjö vikur í boot-campi.“ Erpur segir lítið annað að gera, þar sem hann dvaldi í Taílandi, en að hreyfa sig og borða hollt. „Þetta var í raun bara ein gata þarna. Svo er allur matur mjög hreinn. Annað en hér á Vesturlöndum þar sem maður er að éta einhverja krabbameinsvaldandi ræpu úr einhverjum sekk eða dós. Þarna er bara nýbúið að slátra dýrinu og skera niður grænmetið. Ég missti fimmtán kíló á minna en þremur mánuðum.“ Lyftir bara þungu Þáttastjórnendur hvöttu Erp til að selja ferðina til Taílands þar sem hann yrði fararstjóri. Bent þyrfti ekki að koma með, segir Erpur. „Það vaxa bara vöðvar án þess að hann hafi neitt fyrir því,“ sagði Erpur. „Ég er bara í World class. Að lyfta þungum lóðum,“ bætti Bent við. Viðtalið við þá félaga hefst þegar tvær mínútur eru liðnar af klippunni:
Taíland Tónlist Matur Heilsa Íslendingar erlendis Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira