Golgata er víða Elínborg Sturludóttir skrifar 24. mars 2024 14:01 Með pálmasunnudegi er dymbilvikan gengin í garð þegar við minnumst þess er Jesú var fagnað sem hetju þegar hann reið inn í Jerúsalem. En fljótt skipast veður í lofti. Fimm dögum síðar var hann tekinn af lífi með hræðilegustu aftökuaðferð Rómverja, krossfestingu – fyrir upplognar sakir. Á föstudaginn langa minnist kristin kirkja pyntinganna sem Jesús þurfti að þola og dauða hans á krossi. Í skemmtiþætti á RÚV var „tekið forskot á sæluna“ síðast liðið föstudagskvöld þar sem þáttastjórnendur höfðu þjáningu Jesú og dauða að háði og spotti og máluðu þá mynd af íslensku samfélagi að þekking fólks á atburðum páskanna væri nánast engin og þar með – undir rós – að kristin trú og siður væri einskis virði fyrir Íslendinga nútímans. En að hverju var í raun hæðst? Golgata er ekki aðeins staðurinn þar sem Kristur var krossfestur, heldur er Golgata hvar sem þjáning hinna valdalausu á sér stað. Golgata er því miður alltof víða.Golgata er alls staðar þar sem fólk sveltur, þar sem níðst er á börnum, þar sem fólk er beitt ofbeldi og því nauðgað; Golgata blasir við okkur um þessar mundir í stríðinu í Úkraínu, í Súdan, í Ísrael og á Gasa,– og svo mætti telja út í hið óendanlega. Hver sem sér þjáningu Krists, sér jafnframt þjáningar annarra. Hver sem hæðist að píslum Krists hæðist að þjáningu annarra – og að trú kristins fólks um allan heim. Það getur verið varnarviðbragð okkar mannanna í heimi sem er fullur að illsku og þjáningu að ýta þjáningunni frá okkur eða gera jafnvel grín að henni. Það er ekki sjálfgefið að fólk finni til samkenndar með þeim sem þjást. Hver kannast ekki við það að sitja við kvöldmatarborðið og finnast það ögrandi að loknum löngum vinnudegi að horfa í fréttunum upp á á þjáningu og hörmungar einhvers staðar langt út í heimi og finna fyrir vanmáttarkennd yfir því að geta svo lítið gert? Það er eftirtektarvert að það er ekki að finna stafkrók um það að Jesús hafi hvatt til valdbeitingar. Veldi hans er ekki reist á áróðri, eitri eða vopnum. Samt er veldi hans öflugra en nokkurt annað í þessum heimi. Í dymbilvikunni höfum við val: Við getum valið að virða þjáningu og dauða Krists að vettugi eða jafnvel haft það að háði og spotti og þannig lítilsvirt þjáningu og trú annarra. Eða við getum hugleitt og lifað okkur inn í píslargöngu Krists svo við getum af einlægri gleði tekið við ástarjátningu Guðs sem birtist í sigri kærleikans yfir illskunni á páskadagsmorgunn. Höfundur er dómkirkjuprestur og frambjóðandi í biskupskjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Páskar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Með pálmasunnudegi er dymbilvikan gengin í garð þegar við minnumst þess er Jesú var fagnað sem hetju þegar hann reið inn í Jerúsalem. En fljótt skipast veður í lofti. Fimm dögum síðar var hann tekinn af lífi með hræðilegustu aftökuaðferð Rómverja, krossfestingu – fyrir upplognar sakir. Á föstudaginn langa minnist kristin kirkja pyntinganna sem Jesús þurfti að þola og dauða hans á krossi. Í skemmtiþætti á RÚV var „tekið forskot á sæluna“ síðast liðið föstudagskvöld þar sem þáttastjórnendur höfðu þjáningu Jesú og dauða að háði og spotti og máluðu þá mynd af íslensku samfélagi að þekking fólks á atburðum páskanna væri nánast engin og þar með – undir rós – að kristin trú og siður væri einskis virði fyrir Íslendinga nútímans. En að hverju var í raun hæðst? Golgata er ekki aðeins staðurinn þar sem Kristur var krossfestur, heldur er Golgata hvar sem þjáning hinna valdalausu á sér stað. Golgata er því miður alltof víða.Golgata er alls staðar þar sem fólk sveltur, þar sem níðst er á börnum, þar sem fólk er beitt ofbeldi og því nauðgað; Golgata blasir við okkur um þessar mundir í stríðinu í Úkraínu, í Súdan, í Ísrael og á Gasa,– og svo mætti telja út í hið óendanlega. Hver sem sér þjáningu Krists, sér jafnframt þjáningar annarra. Hver sem hæðist að píslum Krists hæðist að þjáningu annarra – og að trú kristins fólks um allan heim. Það getur verið varnarviðbragð okkar mannanna í heimi sem er fullur að illsku og þjáningu að ýta þjáningunni frá okkur eða gera jafnvel grín að henni. Það er ekki sjálfgefið að fólk finni til samkenndar með þeim sem þjást. Hver kannast ekki við það að sitja við kvöldmatarborðið og finnast það ögrandi að loknum löngum vinnudegi að horfa í fréttunum upp á á þjáningu og hörmungar einhvers staðar langt út í heimi og finna fyrir vanmáttarkennd yfir því að geta svo lítið gert? Það er eftirtektarvert að það er ekki að finna stafkrók um það að Jesús hafi hvatt til valdbeitingar. Veldi hans er ekki reist á áróðri, eitri eða vopnum. Samt er veldi hans öflugra en nokkurt annað í þessum heimi. Í dymbilvikunni höfum við val: Við getum valið að virða þjáningu og dauða Krists að vettugi eða jafnvel haft það að háði og spotti og þannig lítilsvirt þjáningu og trú annarra. Eða við getum hugleitt og lifað okkur inn í píslargöngu Krists svo við getum af einlægri gleði tekið við ástarjátningu Guðs sem birtist í sigri kærleikans yfir illskunni á páskadagsmorgunn. Höfundur er dómkirkjuprestur og frambjóðandi í biskupskjöri.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun