Golgata er víða Elínborg Sturludóttir skrifar 24. mars 2024 14:01 Með pálmasunnudegi er dymbilvikan gengin í garð þegar við minnumst þess er Jesú var fagnað sem hetju þegar hann reið inn í Jerúsalem. En fljótt skipast veður í lofti. Fimm dögum síðar var hann tekinn af lífi með hræðilegustu aftökuaðferð Rómverja, krossfestingu – fyrir upplognar sakir. Á föstudaginn langa minnist kristin kirkja pyntinganna sem Jesús þurfti að þola og dauða hans á krossi. Í skemmtiþætti á RÚV var „tekið forskot á sæluna“ síðast liðið föstudagskvöld þar sem þáttastjórnendur höfðu þjáningu Jesú og dauða að háði og spotti og máluðu þá mynd af íslensku samfélagi að þekking fólks á atburðum páskanna væri nánast engin og þar með – undir rós – að kristin trú og siður væri einskis virði fyrir Íslendinga nútímans. En að hverju var í raun hæðst? Golgata er ekki aðeins staðurinn þar sem Kristur var krossfestur, heldur er Golgata hvar sem þjáning hinna valdalausu á sér stað. Golgata er því miður alltof víða.Golgata er alls staðar þar sem fólk sveltur, þar sem níðst er á börnum, þar sem fólk er beitt ofbeldi og því nauðgað; Golgata blasir við okkur um þessar mundir í stríðinu í Úkraínu, í Súdan, í Ísrael og á Gasa,– og svo mætti telja út í hið óendanlega. Hver sem sér þjáningu Krists, sér jafnframt þjáningar annarra. Hver sem hæðist að píslum Krists hæðist að þjáningu annarra – og að trú kristins fólks um allan heim. Það getur verið varnarviðbragð okkar mannanna í heimi sem er fullur að illsku og þjáningu að ýta þjáningunni frá okkur eða gera jafnvel grín að henni. Það er ekki sjálfgefið að fólk finni til samkenndar með þeim sem þjást. Hver kannast ekki við það að sitja við kvöldmatarborðið og finnast það ögrandi að loknum löngum vinnudegi að horfa í fréttunum upp á á þjáningu og hörmungar einhvers staðar langt út í heimi og finna fyrir vanmáttarkennd yfir því að geta svo lítið gert? Það er eftirtektarvert að það er ekki að finna stafkrók um það að Jesús hafi hvatt til valdbeitingar. Veldi hans er ekki reist á áróðri, eitri eða vopnum. Samt er veldi hans öflugra en nokkurt annað í þessum heimi. Í dymbilvikunni höfum við val: Við getum valið að virða þjáningu og dauða Krists að vettugi eða jafnvel haft það að háði og spotti og þannig lítilsvirt þjáningu og trú annarra. Eða við getum hugleitt og lifað okkur inn í píslargöngu Krists svo við getum af einlægri gleði tekið við ástarjátningu Guðs sem birtist í sigri kærleikans yfir illskunni á páskadagsmorgunn. Höfundur er dómkirkjuprestur og frambjóðandi í biskupskjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Páskar Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Með pálmasunnudegi er dymbilvikan gengin í garð þegar við minnumst þess er Jesú var fagnað sem hetju þegar hann reið inn í Jerúsalem. En fljótt skipast veður í lofti. Fimm dögum síðar var hann tekinn af lífi með hræðilegustu aftökuaðferð Rómverja, krossfestingu – fyrir upplognar sakir. Á föstudaginn langa minnist kristin kirkja pyntinganna sem Jesús þurfti að þola og dauða hans á krossi. Í skemmtiþætti á RÚV var „tekið forskot á sæluna“ síðast liðið föstudagskvöld þar sem þáttastjórnendur höfðu þjáningu Jesú og dauða að háði og spotti og máluðu þá mynd af íslensku samfélagi að þekking fólks á atburðum páskanna væri nánast engin og þar með – undir rós – að kristin trú og siður væri einskis virði fyrir Íslendinga nútímans. En að hverju var í raun hæðst? Golgata er ekki aðeins staðurinn þar sem Kristur var krossfestur, heldur er Golgata hvar sem þjáning hinna valdalausu á sér stað. Golgata er því miður alltof víða.Golgata er alls staðar þar sem fólk sveltur, þar sem níðst er á börnum, þar sem fólk er beitt ofbeldi og því nauðgað; Golgata blasir við okkur um þessar mundir í stríðinu í Úkraínu, í Súdan, í Ísrael og á Gasa,– og svo mætti telja út í hið óendanlega. Hver sem sér þjáningu Krists, sér jafnframt þjáningar annarra. Hver sem hæðist að píslum Krists hæðist að þjáningu annarra – og að trú kristins fólks um allan heim. Það getur verið varnarviðbragð okkar mannanna í heimi sem er fullur að illsku og þjáningu að ýta þjáningunni frá okkur eða gera jafnvel grín að henni. Það er ekki sjálfgefið að fólk finni til samkenndar með þeim sem þjást. Hver kannast ekki við það að sitja við kvöldmatarborðið og finnast það ögrandi að loknum löngum vinnudegi að horfa í fréttunum upp á á þjáningu og hörmungar einhvers staðar langt út í heimi og finna fyrir vanmáttarkennd yfir því að geta svo lítið gert? Það er eftirtektarvert að það er ekki að finna stafkrók um það að Jesús hafi hvatt til valdbeitingar. Veldi hans er ekki reist á áróðri, eitri eða vopnum. Samt er veldi hans öflugra en nokkurt annað í þessum heimi. Í dymbilvikunni höfum við val: Við getum valið að virða þjáningu og dauða Krists að vettugi eða jafnvel haft það að háði og spotti og þannig lítilsvirt þjáningu og trú annarra. Eða við getum hugleitt og lifað okkur inn í píslargöngu Krists svo við getum af einlægri gleði tekið við ástarjátningu Guðs sem birtist í sigri kærleikans yfir illskunni á páskadagsmorgunn. Höfundur er dómkirkjuprestur og frambjóðandi í biskupskjöri.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun