Ljósadýrð á himni í kvöld Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 18:16 Það stefnir í sjónarspil á festingunni í kvöld að sögn Veðurstofunnar. Vísir/Vilhelm Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. „Það var það sem kallast sólgos. Það þýðir að ógurlega mikið af ögnum sem koma af sólinni sem eru að skella á segulsviðinu. Það er það samspil sem býr til norðurljósin. Það er ástæðan fyrir því að búist er við mjög miklum norðurljósum í kvöld,“ segir vakthafandi í samtali við fréttastofu. Samkvæmt sérfræðingunum á Veðurstofunni er spáð frekar mikilli norðurljósavirkni hér á landi en það sem er óvenjulegt í þessu tilfelli er hvað norðurljósin ná sunnarlega. Það gætu til dæmis sést til norðurljósa suður í Póllandi sem vakthafandi segir að komi alveg fyrir en sé ekki daglegt brauð. Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er landsmönnum kunnugur undir nafninu Stjörnu-Sævar, birti í dag færslu á reikning sinn á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þar sem hann brýnir til landsmanna að horfa til himins í kvöld. Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar.Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld. Fylgist með mælum og skýjahulu á nýja norðurljósavefnum, https://t.co/8sS3859BSX @mblfrettir pic.twitter.com/VWrPSk1uAe— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) March 24, 2024 „Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar. Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld,“ segir Stjörnu-Sævar. Hann segir að segulstormur af stærðinni 8 á Kp-skalanum sé í gangi en Kp-skalinn er notaður til að mæla segulvirkni í andrúmslofti Jarðar. Vefur Aurora Forecast lýsir því sjónarspili sem segulstormur af slíkri stærð veldur á Íslandi sem björtum, kvikum og litríkum norðurljósum sem sjást suður að fimmtugustu breiddargráðu. Geimurinn Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
„Það var það sem kallast sólgos. Það þýðir að ógurlega mikið af ögnum sem koma af sólinni sem eru að skella á segulsviðinu. Það er það samspil sem býr til norðurljósin. Það er ástæðan fyrir því að búist er við mjög miklum norðurljósum í kvöld,“ segir vakthafandi í samtali við fréttastofu. Samkvæmt sérfræðingunum á Veðurstofunni er spáð frekar mikilli norðurljósavirkni hér á landi en það sem er óvenjulegt í þessu tilfelli er hvað norðurljósin ná sunnarlega. Það gætu til dæmis sést til norðurljósa suður í Póllandi sem vakthafandi segir að komi alveg fyrir en sé ekki daglegt brauð. Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem er landsmönnum kunnugur undir nafninu Stjörnu-Sævar, birti í dag færslu á reikning sinn á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þar sem hann brýnir til landsmanna að horfa til himins í kvöld. Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar.Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld. Fylgist með mælum og skýjahulu á nýja norðurljósavefnum, https://t.co/8sS3859BSX @mblfrettir pic.twitter.com/VWrPSk1uAe— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) March 24, 2024 „Allir mælar á yfirsnúningi því kröftug kórónuskvetta er mætt og ber kröftuglega á segulsviðinu og andrúmsloftinu okkar. Það þýðir blússandi og litrík norðurljós í kvöld,“ segir Stjörnu-Sævar. Hann segir að segulstormur af stærðinni 8 á Kp-skalanum sé í gangi en Kp-skalinn er notaður til að mæla segulvirkni í andrúmslofti Jarðar. Vefur Aurora Forecast lýsir því sjónarspili sem segulstormur af slíkri stærð veldur á Íslandi sem björtum, kvikum og litríkum norðurljósum sem sjást suður að fimmtugustu breiddargráðu.
Geimurinn Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira