Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 21:37 Einn hinna grunuðu var sýnilega lemstraður í dómssal í dag. AP/Alexander Zemlianichenko Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. Fjölmiðill á vegum Ríkis íslams hefur birt myndbönd af árásinni sem tekin voru upp af árásarmönnunum sjálfum en Khorasan-hópur hryðjuverkasamtakanna segjast hafa borið ábyrgð á árásunum. Pútín hefur sakað Úkraínumenn um að hafa komið að árásunum en þeir þvertaka fyrir það. Þeir tveir sem játað hafa aðild sína heita Saidakrami Murodalii Rachabalizoda og Dalerdjon Barotovich Mirzoyev og verða kærðir fyrir „hryðjuverkaárás framda af hópi einstaklinga sem olli dauða manneskju“ samkvæmt upplýsingum Guardian. Þeir hafa verið úrskurðaðir í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Rússnesk yfirvöld hafa birt myndband sem sýnir mennina vera borna inn í dómssal handjárnaða. Einn hinna grunuðu var leiddur inn með bundið fyrir augun en þegar augnbindið var fjarlægt sást að hann var með stórt glóðurauga. Lýst var yfir þjóðarsorgardegi í dag vegna árásarinnar sem er sú mannskæðasta í landinu í tvo áratugi. Þjóðir heimsins hafa vottað rússnesku þjóðinni samúð sína og sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands og Hollands í Moskvu flögguðu í hálfa stöng. Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn Rússneska sendiráðið í Reykjavík segist vera þakklátt Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni vegna hryðjuverkaárása Ríkis íslams í Moskvu í gær. 133 létust í árásinni og fleiri særðust. 23. mars 2024 20:19 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23. mars 2024 16:53 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi. 22. mars 2024 21:33 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Fjölmiðill á vegum Ríkis íslams hefur birt myndbönd af árásinni sem tekin voru upp af árásarmönnunum sjálfum en Khorasan-hópur hryðjuverkasamtakanna segjast hafa borið ábyrgð á árásunum. Pútín hefur sakað Úkraínumenn um að hafa komið að árásunum en þeir þvertaka fyrir það. Þeir tveir sem játað hafa aðild sína heita Saidakrami Murodalii Rachabalizoda og Dalerdjon Barotovich Mirzoyev og verða kærðir fyrir „hryðjuverkaárás framda af hópi einstaklinga sem olli dauða manneskju“ samkvæmt upplýsingum Guardian. Þeir hafa verið úrskurðaðir í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Rússnesk yfirvöld hafa birt myndband sem sýnir mennina vera borna inn í dómssal handjárnaða. Einn hinna grunuðu var leiddur inn með bundið fyrir augun en þegar augnbindið var fjarlægt sást að hann var með stórt glóðurauga. Lýst var yfir þjóðarsorgardegi í dag vegna árásarinnar sem er sú mannskæðasta í landinu í tvo áratugi. Þjóðir heimsins hafa vottað rússnesku þjóðinni samúð sína og sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands og Hollands í Moskvu flögguðu í hálfa stöng.
Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn Rússneska sendiráðið í Reykjavík segist vera þakklátt Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni vegna hryðjuverkaárása Ríkis íslams í Moskvu í gær. 133 létust í árásinni og fleiri særðust. 23. mars 2024 20:19 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23. mars 2024 16:53 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi. 22. mars 2024 21:33 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Rússneska sendiráðið þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn Rússneska sendiráðið í Reykjavík segist vera þakklátt Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni vegna hryðjuverkaárása Ríkis íslams í Moskvu í gær. 133 létust í árásinni og fleiri særðust. 23. mars 2024 20:19
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02
Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23. mars 2024 16:53
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi. 22. mars 2024 21:33