Ráðherra sakar þýska sambandið um skort á föðurlandsást Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2024 13:00 Þýska landsliðið hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla í Adidas síðast árið 2010. AP/Martin Meissner Það er óhætt að segja að sú ákvörðun þýska knattspyrnusambandsins að hætta samstarfi sínu við Adidas hafi farið illa í suma ráðamenn þjóðarinnar. Þýsku landsliðin munu hætta að spila í Adidas árið 2026 og skipta í staðinn yfir í Nike frá árinu 2027. Þýsku landsliðin hafa spilað í Adidas í sjötíu ár. Fjármálaráðherra Þýskalands heitir Robert Habeck og hann er mjög ósáttur með þess ákvörðun. „Þetta er skortur á föðurlandsást. Ég get ekki ímyndað mér þýska landsliðsbúninginn án þess að vera með rendurnar þrjár á sér,“ sagði Robert Habeck í yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar. After decades of working with Adidas, the German Football Association said the national team will soon be wearing Nikes. But Vice Chancellor Robert Habeck is not pleased with the move. https://t.co/Lp8Cusela8— DW News (@dwnews) March 24, 2024 Heilbrigðisráðherrann Karl Lauterbach tjáði sig líka á samfélagmiðlum. „Þeir leyfa sér að eyðileggja mikla hefð,“ skrifaði Lauterbach. Adidas er náttúrulega þýskt merki og það sáu fáir fyrir sér að Þjóðverjar gætu einhvern tímann spilað í bandarísku merki. Þýska knattspyrnusambandið segir að þessi ákvörðun hafi verið mjög erfið fyrir alla. Þýska fjármálablaðið Handelsblatt hefur heimildir fyrir því að tilboð Adidas hafi verið á milli 50 og 65 milljón evrur á ári en tilboð Nike hafi aftur á móti verið meira en hundrað milljónir evra á ári. Þýska sambandið fær því fjörutíu milljónir evra meira á hverju ári frá Nike en það er meira en 5,9 milljarðar í íslenskum krónum. Rekstur Adidas gengur ekki vel og fyrirtækið skilaði tapi á síðasta rekstrarári sem hafði ekki gerst í þrjá áratugi. Why Germany dropping Adidas for Nike is such a big deal. And no, it's not just about the money! pic.twitter.com/Y2vfnoBqB1— DW Sports (@dw_sports) March 23, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira
Þýsku landsliðin munu hætta að spila í Adidas árið 2026 og skipta í staðinn yfir í Nike frá árinu 2027. Þýsku landsliðin hafa spilað í Adidas í sjötíu ár. Fjármálaráðherra Þýskalands heitir Robert Habeck og hann er mjög ósáttur með þess ákvörðun. „Þetta er skortur á föðurlandsást. Ég get ekki ímyndað mér þýska landsliðsbúninginn án þess að vera með rendurnar þrjár á sér,“ sagði Robert Habeck í yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar. After decades of working with Adidas, the German Football Association said the national team will soon be wearing Nikes. But Vice Chancellor Robert Habeck is not pleased with the move. https://t.co/Lp8Cusela8— DW News (@dwnews) March 24, 2024 Heilbrigðisráðherrann Karl Lauterbach tjáði sig líka á samfélagmiðlum. „Þeir leyfa sér að eyðileggja mikla hefð,“ skrifaði Lauterbach. Adidas er náttúrulega þýskt merki og það sáu fáir fyrir sér að Þjóðverjar gætu einhvern tímann spilað í bandarísku merki. Þýska knattspyrnusambandið segir að þessi ákvörðun hafi verið mjög erfið fyrir alla. Þýska fjármálablaðið Handelsblatt hefur heimildir fyrir því að tilboð Adidas hafi verið á milli 50 og 65 milljón evrur á ári en tilboð Nike hafi aftur á móti verið meira en hundrað milljónir evra á ári. Þýska sambandið fær því fjörutíu milljónir evra meira á hverju ári frá Nike en það er meira en 5,9 milljarðar í íslenskum krónum. Rekstur Adidas gengur ekki vel og fyrirtækið skilaði tapi á síðasta rekstrarári sem hafði ekki gerst í þrjá áratugi. Why Germany dropping Adidas for Nike is such a big deal. And no, it's not just about the money! pic.twitter.com/Y2vfnoBqB1— DW Sports (@dw_sports) March 23, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira