Langur föstudagur Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 25. mars 2024 09:01 Nú í dymbilviku undirbúum við okkar páskahátíð sem framundan er. Hún er margvísleg og má vera öðruvísi. Sum okkar fara í frí, á skíði, til Tene eða aldrei suður og hlusta á tónlist. En það þurfa líka margir að vinna um þessa hátíð og sinna mikilvægum störfum sem halda samfélaginu gangandi. En af hverju höldum við pàskahàtið það er góð spurning? Á páskum minnumst við píslargöngu Krist og sigri lífsins yfir dauðanum. Við vitum að Kristur var krossfestur á föstudaginn langa en á páskadag var hann upprisinn. En því miður vitum við ekki öll að lærisveinar hans voru ekki 13 eins og jólasveinarnir. En við vitum að á páskum borðum við flest okkar páskaegg, sem hafa í raun ekkert með páskahátíðina að gera. Nýverið hef ég dvalið á Balí í Indónesíu þar sem jarðskjàlftar og eldgos eru tíð. Þar eru hindúar í meirihluta og hef ég fengið að fylgjast með þeirra helgisiðum. Daglega færa þeir fórnir sem eru bornar fram í körfum úr bananablöðum sem innihalda reykleysi, vatn, blóm og mat sem er ávöxtur jarðar. Allt þetta sett niður við hverja vistarveru og farið með bænir þeim til handa. Þegar stórar helgisiða hátíðir eru eins og á fullu tungli, ferðast þeir langt að, heilu fjölskyldurnar, klæðast hvítum fallegum fatnaði og færa fórnir í hofum sínum. Allir eru brosandi með mikla útgeislun sama hvaða stétt og stöðu þeir tilheyra og leyfa okkur ferðamanninum að skyggnast inn í þeirra trúar hefðir. Allir fá blessun frá æðsta prestinum og hrísgrjón á ennið sem táknar fræ jarðar áður en þeir ganga frá hofinu. Mögnuð upplifun að fá að fylgjast með og margt sem við Íslendingar getum lært af. Í minni bernsku var það siður hjá ömmusystur minni að hlusta á lestur Passíusálmana á föstunni einn sàlm á dag á hverju kvöldi í útvarpinu. Margir hafa eflaust fengið þessa sálma í fermingargjöf í fínni bók en líklega ekki allir lesið þá. Hallgrímur Péturson orti þessa mögnuðu sálma eftir að hann missti dóttur sína Steinunni en legstein hennar er að finna í Hvalsneskirkju en þar þjónaði hann og er það einstök kirkja í mínum huga. Líklegt er að hann hafi samið eitthvað af sálmunum 50 á Suðurnesjum. Hallgrímur færði Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskupsdóttur í Skálholti fyrsta eintakið af sàlmunum. Í Passíusálmunum fer hann ekki bara með píslargöngu Krists í bundnu máli, heldur fjallar um sinn eigin vanmátt og veikleika auk þess að gefa lýðnum von og trú og ráðleggingar um hvernig við megum breyta betur. Það er hverjum manni hollt að kannast við uppruna sinn og siði og rækta sína trú. Sú trú má vera alls konar en við eigum að virða okkar hefðir og kunna skil á þeim. Þess vegna langar mig nú á löngum föstudegi að lesa alla sálma séra Hallgríms Péturssonar í Fríkirkjunni í Reykjavík og þannig rækta mínar trúar rætur og leita sjálf innàvið. Öllum er frjálst að líta við að vild. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Páskar Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Nú í dymbilviku undirbúum við okkar páskahátíð sem framundan er. Hún er margvísleg og má vera öðruvísi. Sum okkar fara í frí, á skíði, til Tene eða aldrei suður og hlusta á tónlist. En það þurfa líka margir að vinna um þessa hátíð og sinna mikilvægum störfum sem halda samfélaginu gangandi. En af hverju höldum við pàskahàtið það er góð spurning? Á páskum minnumst við píslargöngu Krist og sigri lífsins yfir dauðanum. Við vitum að Kristur var krossfestur á föstudaginn langa en á páskadag var hann upprisinn. En því miður vitum við ekki öll að lærisveinar hans voru ekki 13 eins og jólasveinarnir. En við vitum að á páskum borðum við flest okkar páskaegg, sem hafa í raun ekkert með páskahátíðina að gera. Nýverið hef ég dvalið á Balí í Indónesíu þar sem jarðskjàlftar og eldgos eru tíð. Þar eru hindúar í meirihluta og hef ég fengið að fylgjast með þeirra helgisiðum. Daglega færa þeir fórnir sem eru bornar fram í körfum úr bananablöðum sem innihalda reykleysi, vatn, blóm og mat sem er ávöxtur jarðar. Allt þetta sett niður við hverja vistarveru og farið með bænir þeim til handa. Þegar stórar helgisiða hátíðir eru eins og á fullu tungli, ferðast þeir langt að, heilu fjölskyldurnar, klæðast hvítum fallegum fatnaði og færa fórnir í hofum sínum. Allir eru brosandi með mikla útgeislun sama hvaða stétt og stöðu þeir tilheyra og leyfa okkur ferðamanninum að skyggnast inn í þeirra trúar hefðir. Allir fá blessun frá æðsta prestinum og hrísgrjón á ennið sem táknar fræ jarðar áður en þeir ganga frá hofinu. Mögnuð upplifun að fá að fylgjast með og margt sem við Íslendingar getum lært af. Í minni bernsku var það siður hjá ömmusystur minni að hlusta á lestur Passíusálmana á föstunni einn sàlm á dag á hverju kvöldi í útvarpinu. Margir hafa eflaust fengið þessa sálma í fermingargjöf í fínni bók en líklega ekki allir lesið þá. Hallgrímur Péturson orti þessa mögnuðu sálma eftir að hann missti dóttur sína Steinunni en legstein hennar er að finna í Hvalsneskirkju en þar þjónaði hann og er það einstök kirkja í mínum huga. Líklegt er að hann hafi samið eitthvað af sálmunum 50 á Suðurnesjum. Hallgrímur færði Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskupsdóttur í Skálholti fyrsta eintakið af sàlmunum. Í Passíusálmunum fer hann ekki bara með píslargöngu Krists í bundnu máli, heldur fjallar um sinn eigin vanmátt og veikleika auk þess að gefa lýðnum von og trú og ráðleggingar um hvernig við megum breyta betur. Það er hverjum manni hollt að kannast við uppruna sinn og siði og rækta sína trú. Sú trú má vera alls konar en við eigum að virða okkar hefðir og kunna skil á þeim. Þess vegna langar mig nú á löngum föstudegi að lesa alla sálma séra Hallgríms Péturssonar í Fríkirkjunni í Reykjavík og þannig rækta mínar trúar rætur og leita sjálf innàvið. Öllum er frjálst að líta við að vild. Höfundur er læknir.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun