Er sniðugt að vera með tilgreinda séreign? Guðný Helga Lárusdóttir skrifar 25. mars 2024 15:00 Við höfum eflaust mörg heyrt talað um tilgreinda séreign en ekki almennilega áttað okkur á hvað felst í henni. Þar sem ég starfa við lífeyrismál er ég oft spurð hvort sniðugt sé að vera með tilgreinda séreign. Til þess að geta svarað þeirri spurningu er mikilvægt að skilja grundvallaratriði lífeyriskerfisins. Okkur ber skylda til að greiða af launum í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri til 70 ára aldurs. Framlag okkar er 4% af launum en framlag launagreiðanda að minnsta kosti 11,5%. Í því samhengi er talað um að iðgjöld séu greidd í lífeyrissjóð. Allir lífeyrissjóðir eru að hluta eða heild svokallaðir samtryggingarsjóðir þar sem sjóðfélagar tryggja hver öðrum eftirlaun til æviloka og verja sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts. Lífeyrissjóðir eru samt sem áður eins mismunandi og þeir eru margir. En, hvað meina ég með því? Í fyrsta lagi eru sumir sjóðir með skylduaðild en aðrir ekki. Skylduaðild að lífeyrissjóði felur í sér að samkvæmt mörgum ráðningar- eða kjarasamningum verður þú að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð. Aðrir sjóðir eru opnir og með frjálsa aðild. Í öðru lagi er uppbygging lífeyrissjóða misjöfn. Sumir eru samtryggingarsjóðir að öllu leyti en þó hefur orðið sífellt algengara að þeir bjóði sínum sjóðfélögum að allt að 3,5% iðgjalds fari í tilgreinda séreign. Aðrir sjóðir eru blandaðir og leggja meiri áherslu á séreignarmyndun. Þeir sem eru með sinn skyldulífeyrissparnað í þess háttar sjóðum eru því líklega nú þegar að ráðstafa meira en 3,5% í séreign. Ef sjóðfélagi fellur frá erfist séreign ólíkt því sem á við um iðgjöld og ávöxtun þeirra í samtryggingu. Tilgreind séreign Lífeyrissjóðir sem bjóða sjóðfélögum sínum tilgreinda séreign eru gjarnan sjóðir með skylduaðild. Sjóðfélagarnir geta því almennt ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað en hafa þó val um að ráðstafa 3,5% í tilgreinda séreign. Vilji sjóðfélagi tilgreinda séreign hefur hann frelsi til að velja í hvaða sjóði hún eigi að vera. Vert er að benda á helstu eiginleika tilgreindrar séreignar. Með því að greiða í tilgreinda séreign fer minna í samtryggingu. Samtrygging tryggir þér eftirlaun, maka-, barna- og örorkulífeyri. Því yngri sem þú ert því meiri samtryggingarréttindi færðu almennt fyrir það iðgjald sem þú greiðir í lífeyrissjóð. Tilgreind séreign er þín eign og erfist eins og aðrar séreignartegundir. Fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða stendur til boða fyrir séreignarsparnað. Heimilt er að nýta tilgreinda séreign í skattfrjálsu úrræði fyrstu íbúðar. Ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað nýtist þó tilgreinda séreignin einungis í þeim tilvikum sem hámarksnýtingu er ekki náð með viðbótarlífeyrissparnaðinum. Tilgreind séreign eykur sveigjanleika við útgreiðslur og hægt er að óska eftir mánaðarlegum greiðslum frá 62 til 67 ára aldurs. Frá 67 ára aldri eru útgreiðslur frjálsar. Gott er að hafa í huga að lífeyrissparnaður er alla jafna stærsti sparnaður okkar og því er eðlilegt að hafa skoðun á uppbyggingu hans. Stór hluti landsmanna getur ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað. Ef þú þarft að greiða í ákveðinn sjóð en mátt ráðstafa hluta í tilgreinda séreign þá er um að gera að hafa skoðun á málinu. Er sniðugt að vera með tilgreinda séreign? Hún veitir að minnsta kosti þeim sem almennt geta ekki valið sér lífeyrissjóð einhvers konar frelsi til að hafa áhrif á ráðstöfun síns sparnaðar. Höfundur er sérfræðingur á mörkuðum hjá Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Við höfum eflaust mörg heyrt talað um tilgreinda séreign en ekki almennilega áttað okkur á hvað felst í henni. Þar sem ég starfa við lífeyrismál er ég oft spurð hvort sniðugt sé að vera með tilgreinda séreign. Til þess að geta svarað þeirri spurningu er mikilvægt að skilja grundvallaratriði lífeyriskerfisins. Okkur ber skylda til að greiða af launum í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri til 70 ára aldurs. Framlag okkar er 4% af launum en framlag launagreiðanda að minnsta kosti 11,5%. Í því samhengi er talað um að iðgjöld séu greidd í lífeyrissjóð. Allir lífeyrissjóðir eru að hluta eða heild svokallaðir samtryggingarsjóðir þar sem sjóðfélagar tryggja hver öðrum eftirlaun til æviloka og verja sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts. Lífeyrissjóðir eru samt sem áður eins mismunandi og þeir eru margir. En, hvað meina ég með því? Í fyrsta lagi eru sumir sjóðir með skylduaðild en aðrir ekki. Skylduaðild að lífeyrissjóði felur í sér að samkvæmt mörgum ráðningar- eða kjarasamningum verður þú að greiða í ákveðinn lífeyrissjóð. Aðrir sjóðir eru opnir og með frjálsa aðild. Í öðru lagi er uppbygging lífeyrissjóða misjöfn. Sumir eru samtryggingarsjóðir að öllu leyti en þó hefur orðið sífellt algengara að þeir bjóði sínum sjóðfélögum að allt að 3,5% iðgjalds fari í tilgreinda séreign. Aðrir sjóðir eru blandaðir og leggja meiri áherslu á séreignarmyndun. Þeir sem eru með sinn skyldulífeyrissparnað í þess háttar sjóðum eru því líklega nú þegar að ráðstafa meira en 3,5% í séreign. Ef sjóðfélagi fellur frá erfist séreign ólíkt því sem á við um iðgjöld og ávöxtun þeirra í samtryggingu. Tilgreind séreign Lífeyrissjóðir sem bjóða sjóðfélögum sínum tilgreinda séreign eru gjarnan sjóðir með skylduaðild. Sjóðfélagarnir geta því almennt ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað en hafa þó val um að ráðstafa 3,5% í tilgreinda séreign. Vilji sjóðfélagi tilgreinda séreign hefur hann frelsi til að velja í hvaða sjóði hún eigi að vera. Vert er að benda á helstu eiginleika tilgreindrar séreignar. Með því að greiða í tilgreinda séreign fer minna í samtryggingu. Samtrygging tryggir þér eftirlaun, maka-, barna- og örorkulífeyri. Því yngri sem þú ert því meiri samtryggingarréttindi færðu almennt fyrir það iðgjald sem þú greiðir í lífeyrissjóð. Tilgreind séreign er þín eign og erfist eins og aðrar séreignartegundir. Fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða stendur til boða fyrir séreignarsparnað. Heimilt er að nýta tilgreinda séreign í skattfrjálsu úrræði fyrstu íbúðar. Ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað nýtist þó tilgreinda séreignin einungis í þeim tilvikum sem hámarksnýtingu er ekki náð með viðbótarlífeyrissparnaðinum. Tilgreind séreign eykur sveigjanleika við útgreiðslur og hægt er að óska eftir mánaðarlegum greiðslum frá 62 til 67 ára aldurs. Frá 67 ára aldri eru útgreiðslur frjálsar. Gott er að hafa í huga að lífeyrissparnaður er alla jafna stærsti sparnaður okkar og því er eðlilegt að hafa skoðun á uppbyggingu hans. Stór hluti landsmanna getur ekki valið sér lífeyrissjóð fyrir sinn skyldulífeyrissparnað. Ef þú þarft að greiða í ákveðinn sjóð en mátt ráðstafa hluta í tilgreinda séreign þá er um að gera að hafa skoðun á málinu. Er sniðugt að vera með tilgreinda séreign? Hún veitir að minnsta kosti þeim sem almennt geta ekki valið sér lífeyrissjóð einhvers konar frelsi til að hafa áhrif á ráðstöfun síns sparnaðar. Höfundur er sérfræðingur á mörkuðum hjá Arion banka.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun