Bankasýslan þögul sem gröfin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 10:54 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, (t.v.) hyggst ekki tjá sig um kaup Landsbankans á TM eða misræmi í frásögn hans og formanns bankaráðs Landsbankans af símtali frá því í desember fyrr en nær dregur hluthafafundi. Með honum á myndinni er Lárus Blöndal, fyrrverandi stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísir/Vilhelm Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. Tilkynnt var um það sunnudaginn 17. mars að Kvika banki hafi samþykkt skuldbindandi kauptilboð Landsbankans í allt hlutafé TM trygginga hf. sama dag. Strax í kjölfarið lýsti Bankasýsla ríkisins yfir undrun á þessum fregnum og fullyrti að Bankasýslan, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, hafi ekki verið upplýst formlega um að bankinn hafi gert tilboð í TM. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, lýsti því í bréfi sem hann sendi Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, mánudaginn 18. mars að formaður bankaráðs Landsbankans hafi síðastliðið sumar upplýst Bankasýsluna um áhuga bankans á TM en ekkert hafi orðið úr þeim viðleitunum. Engar frekari upplýsingar hafi borist um þátttöku Landsbankans í söluferlinu, sem hófst formlega hjá Kviku banka 17. nóvember síðastliðinn. „Formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin,“ sagði í bréfi Jóns Gunnars til Þórdísar Kolbrúnar. Síðastliðinn föstudag, 22. mars, svaraði bankaráð Landsbankans Bankasýslunni og sagði upplýsingagjöf við kaupferlið hafa verið fullnægjandi. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist hafa í símtali við Tryggva Pálsson, stjórnarformann Bankasýslunnar, þann 20. desember síðastliðinn upplýst hann um að Landsbankinn hafi lagt fram óskuldbindandi tilboð í TM tryggingar. „Við erum með þetta allt saman skráð. Ég er með símtalið við formann stjórnar Bankasýslunnar í mínum síma. Ég hringdi í hann 20. desember til að upplýsa hann um þetta óskuldbindandi tilboð,“ sagði Helga Björk í viðtali við fréttastofu á föstudag. Innihald þessa símtals er því nokkuð óljóst og Bankasýslan hefur ekki viljað tjá sig, staðfesta eða mótmæla, um hvað fór Tryggva og Helgu Björk á milli. Tryggvi sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki ætla að tjá sig um málið fyrr en í fyrsta lagi eftir að búið er að tilnefna fulltrúa í bankaráð Landsbankans. Frestur til þess rennur út 14. apríl næstkomandi, hluthafafundur Landsbankans fer svo fram fimm dögum síðar, 19. apríl. Jón Gunnar segir í skriflegu svari við fréttastofu í morgun að hann ætli ekki að veita viðtal um málið. Fréttin var uppfærð klukkan 11:41. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Jón Gunnar hafi svarað fréttastofu því að það sama gilti um sig og Tryggva Pálsson, það er að hann ætlaði ekki að tjá sig fyrr en í fyrsta lagi 14. apríl. Jón Gunnar hefur skýrt það að skriflegt svar hans hafi verið rangtúlkað og hann ætli ekki að veita viðtal vegna málsins. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. 25. mars 2024 14:16 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Tilkynnt var um það sunnudaginn 17. mars að Kvika banki hafi samþykkt skuldbindandi kauptilboð Landsbankans í allt hlutafé TM trygginga hf. sama dag. Strax í kjölfarið lýsti Bankasýsla ríkisins yfir undrun á þessum fregnum og fullyrti að Bankasýslan, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, hafi ekki verið upplýst formlega um að bankinn hafi gert tilboð í TM. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, lýsti því í bréfi sem hann sendi Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, mánudaginn 18. mars að formaður bankaráðs Landsbankans hafi síðastliðið sumar upplýst Bankasýsluna um áhuga bankans á TM en ekkert hafi orðið úr þeim viðleitunum. Engar frekari upplýsingar hafi borist um þátttöku Landsbankans í söluferlinu, sem hófst formlega hjá Kviku banka 17. nóvember síðastliðinn. „Formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin,“ sagði í bréfi Jóns Gunnars til Þórdísar Kolbrúnar. Síðastliðinn föstudag, 22. mars, svaraði bankaráð Landsbankans Bankasýslunni og sagði upplýsingagjöf við kaupferlið hafa verið fullnægjandi. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist hafa í símtali við Tryggva Pálsson, stjórnarformann Bankasýslunnar, þann 20. desember síðastliðinn upplýst hann um að Landsbankinn hafi lagt fram óskuldbindandi tilboð í TM tryggingar. „Við erum með þetta allt saman skráð. Ég er með símtalið við formann stjórnar Bankasýslunnar í mínum síma. Ég hringdi í hann 20. desember til að upplýsa hann um þetta óskuldbindandi tilboð,“ sagði Helga Björk í viðtali við fréttastofu á föstudag. Innihald þessa símtals er því nokkuð óljóst og Bankasýslan hefur ekki viljað tjá sig, staðfesta eða mótmæla, um hvað fór Tryggva og Helgu Björk á milli. Tryggvi sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki ætla að tjá sig um málið fyrr en í fyrsta lagi eftir að búið er að tilnefna fulltrúa í bankaráð Landsbankans. Frestur til þess rennur út 14. apríl næstkomandi, hluthafafundur Landsbankans fer svo fram fimm dögum síðar, 19. apríl. Jón Gunnar segir í skriflegu svari við fréttastofu í morgun að hann ætli ekki að veita viðtal um málið. Fréttin var uppfærð klukkan 11:41. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Jón Gunnar hafi svarað fréttastofu því að það sama gilti um sig og Tryggva Pálsson, það er að hann ætlaði ekki að tjá sig fyrr en í fyrsta lagi 14. apríl. Jón Gunnar hefur skýrt það að skriflegt svar hans hafi verið rangtúlkað og hann ætli ekki að veita viðtal vegna málsins.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. 25. mars 2024 14:16 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30
Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. 25. mars 2024 14:16
Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30