Innlent

Svona kynnti Helga fram­boð sitt til for­seta Ís­lands

Árni Sæberg skrifar
Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Íris Dögg Einarsdóttir

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, greinir frá ákvörðun sinni um framboð til forseta Íslands á blaðamannafundi á heimili sínu.

Blaðamannafundurinn hefst klukkan 12 og má sjá í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan:

Í tilkynningu send var fjölmiðlum í aðdraganda fundarins sagði að Helga biði til „ávarps og stutts samtals um embætti forseta Íslands en hún hefur á undanförnum vikum fengið áskoranir til forsetaframboðs úr ýmsum áttum.“

Helga sagði í samtali við Vísi á dögunum að margir hefði komið að máli við hana og að meiri líkur væru en minni á að hún gæfi kost á sér.

Uppfært: Helga hefur gefið kost á sér til forseta Íslands. Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×