Blóð, sviti, tár og andvökunætur Guðmundar Aron Guðmundsson skrifar 27. mars 2024 10:31 Guðmundur Guðmundsson hefur verið að gera frábæra hluti með lið Fredericia í Danmörku Mynd: Fredericia Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur verið að ná sögulegum árangri með lið Fredericia í efstu deild Danmerkur. Liðið hefur nú þegar tryggt sér annað sætið í deildarkeppninni og mun á næsta tímabili, í fyrsta sinn í sögunni, taka þátt í Evrópukeppni. Síðasta tímabil var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Guðmundar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Það tímabil vann Fredericia sína fyrstu medalíu í langan tíma eftir að hafa komist í undanúrslit dönsku deildarinnar í fyrsta sinn í fjörutíu og þrjú ár. Var þá haft á orði að Guðmundur hafi vakið sofandi björn og það virðist hafa verið rétt metið. Gengi Fredericia á yfirstandandi tímabili hefur verið afbragðs gott. Liðið horfir nú fram á úrslitakeppni dönsku deildarinnar. Þegar að kallið kom frá Fredericia á sínum tíma var Guðmundur starfandi þjálfari íslenska landsliðsins, og sinnti um gott skeið báðum störfum. Verkefnið í Danmörku heillaði. Það var af þeim toga sem Guðmundur hafði tekist á við nokkrum sinnum á sínum ferli. „Minn ferill hefur einkennst mjög mikið af því að ég hef fengið það hlutverk að byggja upp lið,“ segir Guðmundur í Besta sætinu, hlaðvarpi Íþróttadeildar Sýnar. „Ég hef verið að taka við liðum sem hafa kannski ekki verið að gera neitt sérstaka hluti. Ég hef margoft gert þetta og kann þetta. Ég get alveg sagt það. Ég held að það sé ein stærsta ástæðan fyrir því að forráðamenn Fredericia fengu mig hingað. Ég er að gera það sem ég kann mjög vel. Að taka við liði, byggja það upp og taka það áfram á næsta stig. Ég hef gert þetta bæði með landslið og félagslið mörgum sinnum. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér.“ Guðmundur hefur mikið dálæti á slíkum verkefnum. Þetta eru hins vegar ekki auðveld verkefni að taka að sér. „Mér finnst þetta gríðarlega skemmtilegt verkefni. En auðvitað er þetta á sama tíma mjög krefjandi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Bakvið þetta eru blóð, sviti og tár. Andvökunætur og svo framvegis. Sem betur fer er það enn þá hjá mér sem þjálfari að ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég er að gera. Hef orkuna í þetta, viljann og væntanlega getuna. Þess vegna er þetta stórskemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Síðasta tímabil var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Guðmundar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Það tímabil vann Fredericia sína fyrstu medalíu í langan tíma eftir að hafa komist í undanúrslit dönsku deildarinnar í fyrsta sinn í fjörutíu og þrjú ár. Var þá haft á orði að Guðmundur hafi vakið sofandi björn og það virðist hafa verið rétt metið. Gengi Fredericia á yfirstandandi tímabili hefur verið afbragðs gott. Liðið horfir nú fram á úrslitakeppni dönsku deildarinnar. Þegar að kallið kom frá Fredericia á sínum tíma var Guðmundur starfandi þjálfari íslenska landsliðsins, og sinnti um gott skeið báðum störfum. Verkefnið í Danmörku heillaði. Það var af þeim toga sem Guðmundur hafði tekist á við nokkrum sinnum á sínum ferli. „Minn ferill hefur einkennst mjög mikið af því að ég hef fengið það hlutverk að byggja upp lið,“ segir Guðmundur í Besta sætinu, hlaðvarpi Íþróttadeildar Sýnar. „Ég hef verið að taka við liðum sem hafa kannski ekki verið að gera neitt sérstaka hluti. Ég hef margoft gert þetta og kann þetta. Ég get alveg sagt það. Ég held að það sé ein stærsta ástæðan fyrir því að forráðamenn Fredericia fengu mig hingað. Ég er að gera það sem ég kann mjög vel. Að taka við liði, byggja það upp og taka það áfram á næsta stig. Ég hef gert þetta bæði með landslið og félagslið mörgum sinnum. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér.“ Guðmundur hefur mikið dálæti á slíkum verkefnum. Þetta eru hins vegar ekki auðveld verkefni að taka að sér. „Mér finnst þetta gríðarlega skemmtilegt verkefni. En auðvitað er þetta á sama tíma mjög krefjandi. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Bakvið þetta eru blóð, sviti og tár. Andvökunætur og svo framvegis. Sem betur fer er það enn þá hjá mér sem þjálfari að ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég er að gera. Hef orkuna í þetta, viljann og væntanlega getuna. Þess vegna er þetta stórskemmtilegt.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25. mars 2024 08:01