„Reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2024 12:01 Rúnar Kristinsson færði sig úr Vesturbænum upp í Úlfarsárdal eftir síðasta tímabil. vísir/sigurjón Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, hefur trú á að koma Rúnars Kristinssonar hafi jákvæð áhrif á lið Fram. Hann er spenntur að sjá hvernig hann verður í nýju starfi. Fram er spáð 9. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Frammarar enduðu í 10. sæti á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið í KR allan sinn þjálfaraferil var Rúnar ráðinn til Fram síðasta haust. Baldur þekkir Rúnar vel eftir að hafa spilað undir hans stjórn og hefur trú á því að hann muni gera góða hluti með Fram. „Við reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð. Við erum með þjálfara sem hefur gríðarlega góðan eiginleika til að leyfa mönnum að blómstra. Þetta er ekkert ósvipað Jóni Sveins [fyrrverandi þjálfara Fram], hann lét leikmenn svo sannarlega blómstra í sóknarleiknum. Menn fengu svolítið að gera það sem þeir vildu sem skilaði sér í mikilli skemmtun fyrir okkur,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að Rúnar sé kannski ekki alveg þar. Hann er frekar einbeittur á taktískan og agaðan varnarleik en á sama tíma vill hann spila skemmtilegan fótbolta og hann er góður í því að leyfa mönnum að njóta, það er að segja ef hann er ekki undir einhverri pressu sem hann tekur með sér frá KR; að hann þurfi að ná árangri, að hann sé ekki að fara út úr karakternum sínum. Ég er spenntastur að sjá hvort hann sé gamli Rúnar eða taugatrekkti Rúnar.“ Atli Viðar Björnsson segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt fyrir Fram að halda sér í Bestu deildinni á síðasta tímabili. „Það var gríðarlega sterkt fyrir Fram að sleppa við fallið í fyrra. Þeir eru að reyna að fóta sig í nýju hverfi og búa til sitt vígi þarna upp frá. Mér finnst þeir vera á ágætis leið með það. Og það að ráða Rúnar, risastóran prófíl í íslenskum fótbolta, inn í þetta verkefni var mikið heillaskref. Þannig ég held og vona að hann komi með pínulítinn slagkraft inn í þetta starf og hjálpi þeim að staðsetja sig og festa sig í sessi sem efstu deildar félag í fótbolta,“ sagði Atli Viðar sem segir vandamál Fram augljóst. „Stóra verkefnið Rúnars verður að fækka mörkum á sig eins og hjá fleirum. Hann er alveg meðvitaður um það en þeir hafa það í liðinu sínu, sem er kannski erfiðast í fótbolta, að gera mörk. Þeir eru með Fred [Saravia], Jannick [Pohl], sem var mikið áfall að missa út í fyrra, og svo Guðmund Magnússon sem var í baráttu um gullskó fyrir tveimur árum. Þetta eru eiginleikar sem eru til staðar. Ef þeir laga varnarleikinn held ég að þeir séu í ágætis málum.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fram Besta sætið Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Fram er spáð 9. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Frammarar enduðu í 10. sæti á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið í KR allan sinn þjálfaraferil var Rúnar ráðinn til Fram síðasta haust. Baldur þekkir Rúnar vel eftir að hafa spilað undir hans stjórn og hefur trú á því að hann muni gera góða hluti með Fram. „Við reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð. Við erum með þjálfara sem hefur gríðarlega góðan eiginleika til að leyfa mönnum að blómstra. Þetta er ekkert ósvipað Jóni Sveins [fyrrverandi þjálfara Fram], hann lét leikmenn svo sannarlega blómstra í sóknarleiknum. Menn fengu svolítið að gera það sem þeir vildu sem skilaði sér í mikilli skemmtun fyrir okkur,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að Rúnar sé kannski ekki alveg þar. Hann er frekar einbeittur á taktískan og agaðan varnarleik en á sama tíma vill hann spila skemmtilegan fótbolta og hann er góður í því að leyfa mönnum að njóta, það er að segja ef hann er ekki undir einhverri pressu sem hann tekur með sér frá KR; að hann þurfi að ná árangri, að hann sé ekki að fara út úr karakternum sínum. Ég er spenntastur að sjá hvort hann sé gamli Rúnar eða taugatrekkti Rúnar.“ Atli Viðar Björnsson segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt fyrir Fram að halda sér í Bestu deildinni á síðasta tímabili. „Það var gríðarlega sterkt fyrir Fram að sleppa við fallið í fyrra. Þeir eru að reyna að fóta sig í nýju hverfi og búa til sitt vígi þarna upp frá. Mér finnst þeir vera á ágætis leið með það. Og það að ráða Rúnar, risastóran prófíl í íslenskum fótbolta, inn í þetta verkefni var mikið heillaskref. Þannig ég held og vona að hann komi með pínulítinn slagkraft inn í þetta starf og hjálpi þeim að staðsetja sig og festa sig í sessi sem efstu deildar félag í fótbolta,“ sagði Atli Viðar sem segir vandamál Fram augljóst. „Stóra verkefnið Rúnars verður að fækka mörkum á sig eins og hjá fleirum. Hann er alveg meðvitaður um það en þeir hafa það í liðinu sínu, sem er kannski erfiðast í fótbolta, að gera mörk. Þeir eru með Fred [Saravia], Jannick [Pohl], sem var mikið áfall að missa út í fyrra, og svo Guðmund Magnússon sem var í baráttu um gullskó fyrir tveimur árum. Þetta eru eiginleikar sem eru til staðar. Ef þeir laga varnarleikinn held ég að þeir séu í ágætis málum.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fram Besta sætið Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira