„Við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. mars 2024 22:37 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Grindavík vann öruggan 78-59 sigur á Keflavík í Smáranum í kvöld í Subway-deild kvenna en þetta var í fyrsta sinn sem heimakonum tókst að leggja Keflavík í vetur og jafnframt aðeins þriðja tap Keflavíkur á tímabilinu. Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum stoltur af sínum konum og var tíðrætt um frammistöðu þeirra varnarmegin á vellinum. „Aðallega vörnin fannst mér. Við vorum góðar varnarlega, búnar að breyta aðeins vörninni hjá okkur og það kom mér skemmtilega á óvart hvað við vorum að spila flotta vörn á móti þeim. Ég held að það hafi gert útslagið.“ Birna Benónýsdóttir fór mikinn í upphafi leiks en skoraði svo aðeins fjögur stig eftir að hafa sett tólf í þeim fyrsta. Það var áberandi hvað leikmenn Grindavíkur spiluðu stífa og kæfandi vörn á hana eftir fyrsta leikhlutann. „Birna er náttúrulega bara ótrúlega góður körfuboltamaður og það þarf að passa hana. Við vorum ekki alveg á tánum í upphafi. Svo kom leikhlé og þá minnti ég þær bara á að hún væri búin að skora tólf stig og við þyrftum að gera svo vel að rífa okkur í gang. Vera nær henni og taka henni alvarlega því hún er bara ógeðslega góð og við gerðum það.“ Þorleifur tók undir fullyrðingu blaðamanns að það væri gott að fá á hreint að Keflavíkurliðið væri ekki ósigrandi. En líkt og í viðtalinu fyrir leik rifjaði hann upp „skituna“ hjá Grindavík í bikarnum og þessi leikur hefði verið gott svar við þeirri frammistöðu. „Klárlega sko. Líka bara eftir skituna í bikarnum er þetta rosalega gott fyrir okkur sem lið að sýna bara og sanna fyrir sjálfum okkur að við getum unnið Keflavík. Hvort þær hafi átt einhvern „off“ dag eða hvað, ég veit það ekki. Þær kannski hittu illa. En mér fannst við standa okkur virkilega vel varnarlega og við vorum sterkar á svellinu þegar þær komu og ætluðu að taka bara „Keflavíkurbrjálæði“ á þetta - sem þær eru ógeðslega góðar í.“ „Við mættum því bara mjög vel, vorum að klikka sóknarlega samt sem áður eitthvað en stóðum vörnina og létum það ekki fara í taugarnar á okkur og ég er mjög ánægður með það. Stoltur af þeim“ Eftir að Grindavík byrjaði 2. leikhluta á 18-2 áhlaupi var í raun öll spenna úr leiknum en Þorleifur sagði að hann hefði varla áttað sig á hversu stórt áhlaupið var þegar það átti sér stað. „Ég vissi ekki einu sinni hvað það var mikið. Við vorum bara allt í einu bara komin rosalega hátt upp. Bara stoltur af þeim yfir höfuð. Þetta var virkilega góður leikur og eitthvað sem klárlega hægt er að byggja á en við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum stoltur af sínum konum og var tíðrætt um frammistöðu þeirra varnarmegin á vellinum. „Aðallega vörnin fannst mér. Við vorum góðar varnarlega, búnar að breyta aðeins vörninni hjá okkur og það kom mér skemmtilega á óvart hvað við vorum að spila flotta vörn á móti þeim. Ég held að það hafi gert útslagið.“ Birna Benónýsdóttir fór mikinn í upphafi leiks en skoraði svo aðeins fjögur stig eftir að hafa sett tólf í þeim fyrsta. Það var áberandi hvað leikmenn Grindavíkur spiluðu stífa og kæfandi vörn á hana eftir fyrsta leikhlutann. „Birna er náttúrulega bara ótrúlega góður körfuboltamaður og það þarf að passa hana. Við vorum ekki alveg á tánum í upphafi. Svo kom leikhlé og þá minnti ég þær bara á að hún væri búin að skora tólf stig og við þyrftum að gera svo vel að rífa okkur í gang. Vera nær henni og taka henni alvarlega því hún er bara ógeðslega góð og við gerðum það.“ Þorleifur tók undir fullyrðingu blaðamanns að það væri gott að fá á hreint að Keflavíkurliðið væri ekki ósigrandi. En líkt og í viðtalinu fyrir leik rifjaði hann upp „skituna“ hjá Grindavík í bikarnum og þessi leikur hefði verið gott svar við þeirri frammistöðu. „Klárlega sko. Líka bara eftir skituna í bikarnum er þetta rosalega gott fyrir okkur sem lið að sýna bara og sanna fyrir sjálfum okkur að við getum unnið Keflavík. Hvort þær hafi átt einhvern „off“ dag eða hvað, ég veit það ekki. Þær kannski hittu illa. En mér fannst við standa okkur virkilega vel varnarlega og við vorum sterkar á svellinu þegar þær komu og ætluðu að taka bara „Keflavíkurbrjálæði“ á þetta - sem þær eru ógeðslega góðar í.“ „Við mættum því bara mjög vel, vorum að klikka sóknarlega samt sem áður eitthvað en stóðum vörnina og létum það ekki fara í taugarnar á okkur og ég er mjög ánægður með það. Stoltur af þeim“ Eftir að Grindavík byrjaði 2. leikhluta á 18-2 áhlaupi var í raun öll spenna úr leiknum en Þorleifur sagði að hann hefði varla áttað sig á hversu stórt áhlaupið var þegar það átti sér stað. „Ég vissi ekki einu sinni hvað það var mikið. Við vorum bara allt í einu bara komin rosalega hátt upp. Bara stoltur af þeim yfir höfuð. Þetta var virkilega góður leikur og eitthvað sem klárlega hægt er að byggja á en við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira