Fótbolti

Á­kærður og horfir fram á fangelsis­dóm fyrir kossinn ó­um­beðna

Aron Guðmundsson skrifar
Atvikið sem um ræðir eftir glæstan sigur spænska kvennalandsliðsins í fótbolta á HM árið 2023. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, smellti þá óumbeðnum kossi á Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins.
Atvikið sem um ræðir eftir glæstan sigur spænska kvennalandsliðsins í fótbolta á HM árið 2023. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, smellti þá óumbeðnum kossi á Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins. Vísir/Getty

Luis Ru­bi­a­­les, fyrr­verandi for­seti spænska knatt­­spyrnu­­sam­bandsins, gæti verið að horfa fram á allt að þrjá­tíu mánaða fangelsis­­dóm eftir að hafa verið á­kærður í tveimur mis­munandi liðum tengdum at­hæfi sínu í kjöl­far sigurs spænska kvenna­lands­liðsins í knatt­­spyrnu á HM á síðasta ári.

Ru­bi­a­les smellti ó­um­beðnum kossi á varir Jenni Her­mos­o, leik­manns spænska lands­liðsins er liðið fagnaði glæstum sigri á HM í fyrra. Mál sem vakti mikla at­hygli á sínum tíma og í kjöl­farið komu upp úr kófinu fleiri á­sakanir á hendur Ru­bi­a­les um ó­við­eig­andi hegðun.

Dóm­stólar á Spáni haft málið á sínu borði og hefur Ru­bi­a­les nú verið á­kærður í tveimur mis­munandi liðum. Annar þeirra snýr að kyn­ferðis­broti og hinn að stjórnandi hegðun hans í kjöl­far hins ó­um­beðna koss.

Verði Ru­bi­a­les sak­felldur í báðum liðum gæti hann verið að horfa fram á 30 mánaða fangelsis­dóm auk hárrar sektar, 50 þúsund evrur eða því sem nemur um sjö og hálfri milljón ís­lenskra króna.

Þá hefur spænski sak­sóknarinn einnig sakað fyrr­verandi lands­liðs­þjálfara spænska kvenna­lands­liðsins, Jor­ge Vilda auk yfir­mann knatt­spyrnu­mála og markaðs­mála­full­trúa spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins um að hafa þvingað Her­mos­o í að greina frá því opin­ber­lega að kossinn ó­um­beðni hafi í raun átt sér stað með sam­þykki beggja aðila.

Jorge Vilda, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, er einnig harðlega gagnrýndur af saksóknara á Spáni. Hér er hann með téðum Luis Rubiales Vísir/Getty

Ru­bi­a­les hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá öllum af­skiptum af fót­bolta. Þá hefur hann verið leystur undan störfum sem for­seti spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins og verið, úr ýmsum áttum, harð­lega gagn­rýndur fyrir hegðun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×