Innlent

Hætt við fram­boð og vonast eftir þjóð­hollum og guð­ræknum for­seta

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Margrét Friðriksdóttir rannsakaði undirskriftakerfið á island.is og ákvað að endingu að halda sínu nafni á lista yfir þá sem safna undirskriftum. Nú er hún hins vegar hætt við. 
Margrét Friðriksdóttir rannsakaði undirskriftakerfið á island.is og ákvað að endingu að halda sínu nafni á lista yfir þá sem safna undirskriftum. Nú er hún hins vegar hætt við. 

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar.is, er hætt við forsetaframboð. Hún stofnaði til meðmælalista fyrir fimm dögum síðan, en segir að sér hafi raunar ekki verið alvara með framboðinu.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Margrét birti í dag. Þar útskýrir hún ákvörðun sína. 

„Hef ákveðið að taka út nafnið mitt af framboðslistanum. Nú eru 60 einstaklingar búnir að gefa kost á sér, og mér fer bráðum að líða eins og nál í heystakki. Hins vegar var mér aldrei sérstaklega alvara með „framboð“ mitt nema að því leiti að ég stend áfram á þessum gildum og málefnum og mun halda þeim í heiðri um ókomna tíð,“ skrifar Margrét.

Þá þakkar hún þeim sem mæltu með henni og lögðu á hana traust. Það hafi verið nokkuð sem kom henni á óvart.

„Guð blessi ykkur og gefi ykkur visku til að velja forseta sem hefur það að leiðarljósi að vera sameiningartákn, fullveldissinni og hafi að leiðarljósi að vernda kristin gildi og menningararfleifð.

Ég vil ekki taka atkvæði frá öðrum frambjóðendum og óska öllum góðs gengis, megi þjóðinni hlotnast þjóðhollan og góðan forseta, Amen,“ skrifar Margrét að lokum.

Fylgst er með forsetakosningunum í forsetakosningavaktinni sem má nálgast hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×