Þrátt fyrir ungan aldur hefur hinn 18 ára gamli Skarphéðinn Ívar spilað undanfarin þrjú ár með KA á Akureyri. Eftir tímabilið færir hann sig um set og flytur í Hafnafjörðinn.
„Það er mikil tilhlökkun að sjá Skarphéðin klæðast rauðri treyju á næstu leiktíð þar sem hann mun bætast í öflugan hóp leikmanna,“ segir í tilkynningu Hauka.
Skarphéðinn Ívar leikur í stöðu vinstri skyttu og hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.