Lokuðu þorpi í leit að svörum um hvarf tveggja ára drengs Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2024 23:24 Þetta er ekki Haut-Vernet heldur annað þopr í frönsku Ölpunum. Getty Lögregluþjónar lokuðu í gær smáu þorpi í frönsku Ölpunum. Sautján manns, auk lögregluþjóna, hafa verið í þorpinu til að reyna að finan einhver svör um hvað kom fyrir hinn tveggja ára gamla Emile sem hvarf þaðan sporlaust síðasta sumar. Emile var að gista hjá ömmu sinni og afa í þorpinu Haut-Vernet, þar sem 25 manns búa, í júlí í fyrra þegar hann hvarf á fyrsta degi sumarfrís. Nágrannar sáu hann ganga einan um þorpið seinni part dags þann 8. júlí og hefur ekkert sést til hans síðan. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var Emile, sem er tæpir níutíu sentímetrar á hæð, í gönguskóm, bol og stuttbuxum. Enginn veit hvert hann var að fara eða hvað varð um hann. Fjölmargir lögregluþjónar og hermenn leituðu Emile og var notast við bæði þyrlur og leitarhunda en án árangurs. Leitinni var hætt eftir nokkra daga en rannsakendur grunar að Emile hafi verið rænt. Slys er þó talið koma til greina. Leitað var eftir aðstoð almennings og bárust um níu hundruð ábendingar. Engin þeirra leiddi rannsakendur þó áfram í málinu og það gerði ítarleg yfirferð yfir símagögn úr þorpinu ekki heldur. AFP segir rannsakendur hafa kallað sautján manns til þorpsins. Þar á meðal eru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og vilja þeir reyna að endurskapa hvað gerðist þann 8. júlí í fyrra. Nágrannar eru sagðir hafa gefið misvísandi upplýsingar um hvað þau sáu og vonast rannsakendur til að geta greitt úr þeim hnút. Eins og áður segir var þorpinu lokað i gærmorgun og verður það lokað þar til í fyrramálið. Um tuttugu lögregluþjónar hafa stýrt endursköpuninni og hafa drónar verið notaðir til að taka upp það sem gerist á jörðu niðri. AFP hefur eftir lögmanni afa Emile að fjölskyldan voni að drengurinn sé enn á lífi en sú von minnki dag frá degi. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Emile var að gista hjá ömmu sinni og afa í þorpinu Haut-Vernet, þar sem 25 manns búa, í júlí í fyrra þegar hann hvarf á fyrsta degi sumarfrís. Nágrannar sáu hann ganga einan um þorpið seinni part dags þann 8. júlí og hefur ekkert sést til hans síðan. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var Emile, sem er tæpir níutíu sentímetrar á hæð, í gönguskóm, bol og stuttbuxum. Enginn veit hvert hann var að fara eða hvað varð um hann. Fjölmargir lögregluþjónar og hermenn leituðu Emile og var notast við bæði þyrlur og leitarhunda en án árangurs. Leitinni var hætt eftir nokkra daga en rannsakendur grunar að Emile hafi verið rænt. Slys er þó talið koma til greina. Leitað var eftir aðstoð almennings og bárust um níu hundruð ábendingar. Engin þeirra leiddi rannsakendur þó áfram í málinu og það gerði ítarleg yfirferð yfir símagögn úr þorpinu ekki heldur. AFP segir rannsakendur hafa kallað sautján manns til þorpsins. Þar á meðal eru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og vilja þeir reyna að endurskapa hvað gerðist þann 8. júlí í fyrra. Nágrannar eru sagðir hafa gefið misvísandi upplýsingar um hvað þau sáu og vonast rannsakendur til að geta greitt úr þeim hnút. Eins og áður segir var þorpinu lokað i gærmorgun og verður það lokað þar til í fyrramálið. Um tuttugu lögregluþjónar hafa stýrt endursköpuninni og hafa drónar verið notaðir til að taka upp það sem gerist á jörðu niðri. AFP hefur eftir lögmanni afa Emile að fjölskyldan voni að drengurinn sé enn á lífi en sú von minnki dag frá degi.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira