Meirihluti óánægður með áform Landsbankans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 09:40 Ekki liggur fyrir hvort merki TM verður einnig málað utan á nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, gangi kaupin í gegn. Vísir/Vilhelm Meirihluti þjóðarinnar er óánægður með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Þetta leiðir ný könnun Prósents í ljós. Svarendur voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með áform Landsbankans um kaupin, og sögðust 55 prósent þeirra vera óánægðir. Þrettán prósent sögðus hins vegar ánægð en 32 prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. Þá voru konur að jafnaði óánægðari með áformin en karlar, en 59 prósent kvenna sögðust óánægð en 51 prósent karla. Þá eru aðeins sex prósent kvenna ánægð með áformin, en 18 prósent karla. Konur eru óánægðari með fyrirhuguð áform Landsbankans um kaup á TM en karlar.Prósent Ef litið er á afstöðu með tilliti til aldurs er mesta óánægjan hjá aldurshópnum 35 til 44 ára, eða 66 prósent, á meðan hún er minnst hjá fólki á aldrinum 18 til 24 ára, eða 33 prósent. Í þeim aldursflokki sögðust þó 55 prósent hvorki ánægð né óánægð. Ánægja/óánægja eftir aldri. Prósent Gögnum könnunarinnar var safnað frá 20. febrúar til 27. mars í netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið taldi 1900 manns og var svarhlutfall 51 prósent. Fjármálaráðherra meðal óánægðra Meðal þeirra sem falla myndu í flokk óánægðra með kaupin er sennilega Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra. Hún hefur lýst einarðri andstöðu sinni við að Landsbankinn, sem ríkið fer með 98,2 prósenta eignarhlut í, kaupi tryggingafélag á markaði. Hefur hún meðal annars vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að draga eigi jafnt og þétt úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu. Því séu áform Landsbankans þvert gegn eigendastefnunni. Á sama tíma hefur verið deilt um hvort forsvarsmenn Landsbankans hafi gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, um að óskuldbindandi tilboð í TM hafi verið gert í desember. Formaður bankaráðs bankans fullyrðir að svo hafi verið, en svör bankasýslunnar hafa verið loðin og lengi að berast. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Skoðanakannanir Tryggingar Tengdar fréttir Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. 27. mars 2024 12:51 Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. 27. mars 2024 11:01 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Svarendur voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með áform Landsbankans um kaupin, og sögðust 55 prósent þeirra vera óánægðir. Þrettán prósent sögðus hins vegar ánægð en 32 prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. Þá voru konur að jafnaði óánægðari með áformin en karlar, en 59 prósent kvenna sögðust óánægð en 51 prósent karla. Þá eru aðeins sex prósent kvenna ánægð með áformin, en 18 prósent karla. Konur eru óánægðari með fyrirhuguð áform Landsbankans um kaup á TM en karlar.Prósent Ef litið er á afstöðu með tilliti til aldurs er mesta óánægjan hjá aldurshópnum 35 til 44 ára, eða 66 prósent, á meðan hún er minnst hjá fólki á aldrinum 18 til 24 ára, eða 33 prósent. Í þeim aldursflokki sögðust þó 55 prósent hvorki ánægð né óánægð. Ánægja/óánægja eftir aldri. Prósent Gögnum könnunarinnar var safnað frá 20. febrúar til 27. mars í netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið taldi 1900 manns og var svarhlutfall 51 prósent. Fjármálaráðherra meðal óánægðra Meðal þeirra sem falla myndu í flokk óánægðra með kaupin er sennilega Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra. Hún hefur lýst einarðri andstöðu sinni við að Landsbankinn, sem ríkið fer með 98,2 prósenta eignarhlut í, kaupi tryggingafélag á markaði. Hefur hún meðal annars vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að draga eigi jafnt og þétt úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu. Því séu áform Landsbankans þvert gegn eigendastefnunni. Á sama tíma hefur verið deilt um hvort forsvarsmenn Landsbankans hafi gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, um að óskuldbindandi tilboð í TM hafi verið gert í desember. Formaður bankaráðs bankans fullyrðir að svo hafi verið, en svör bankasýslunnar hafa verið loðin og lengi að berast.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Skoðanakannanir Tryggingar Tengdar fréttir Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. 27. mars 2024 12:51 Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. 27. mars 2024 11:01 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. 27. mars 2024 12:51
Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. 27. mars 2024 11:01
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30