Origo gagnrýnt fyrir enskunotkun: Gæðin eru „insane“ og áferðin „flawless“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. mars 2024 21:27 Benedikt Björgvinsson, sextána ára Stjörnumaður, vakti athygli á auglýsingu Origo á samfélagsmiðlinum X. Andri Snær sagði ábendinguna góða og að fyrirtækið hlyti að taka hana til sín. Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir enskunotkun í auglýsingu þar sem vísað er í áhrifavaldinn Jóhönnu Helgu sem segir myndavél Sony búa yfir „flawless“ áferð og „insane“ og „Netflix approved“ gæðum. Benedikt Björgvinsson, körfuboltakappi og Garðbæingur, deildi auglýsingu Origo í færslu á Twitter í gær og skrifaði við hana „Síðasta vígi íslenskunnar fallið“. Auglýsing Origo er fyrir Sony-myndavélina ZV-1 Vlog og er yfirskrift hennar „Gæði sem valda áhrifum“. Auk myndar af myndavélinni sjálfri er mynd af Jóhönnu Helgu Jensdóttur sem er titluð áhrifavaldur og útvarpskona og þrjár lýsingar hennar á myndavélinni: „Flawless áferð,“ „Netflix approved gæði!“ og „Gæðin eru insane.“ Ungt fólk hefur áhyggjur af íslenskunni Færslan hefur fengið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlinum, um 84 notendur hafa líkað við hana, tíu hafa skrifað ummæli við hana og henni hefur verið deilt fimm sinnum. Það sem vekur einnig athygli er að Benedikt er aðeins sextán ára og gleður það eflaust marga að sjá slíka ástríðu ungs fólks fyrir íslenskri tungu. Meðal þeirra sem bregðast við færslunni eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifa við hana „Góð ábending, Origo hlýtur að taka ábyrgð og vanda sig betur.“ Lögfræðineminn Kjartan Leifur Sigurðsson skrifar ummæli við færsluna þar sem hann rifjar upp herferð menningarráðherra og Neytendastofu þar sem fólk var hvatt til að tilkynna auglýsingar á útlensku til yfirvalda. Auglýsing Origo er fullkomið dæmi um auglýsingu sem hægt væri að tilkynna. Einnig eru nokkrir notendur sem hrósa Benedikt fyrir að vekja athygli á færslunni. Einn notandi telur auglýsinguna merki um áhrifavaldavæðingu og annar furðar sig á því hvað „Netflix approved gæði“ þýða. Þá eru þrír notendur sem merkja Snorra Másson, blaðamann og ritstjóra Ritstjóra, í ummælum við færsluna en hann hefur fjallað mikið um hættuna sem steðjar að íslenskri tungu. „Ég held að hann sé að tala útlensku“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslunni sérstaklega, þ.e. kvótað (e. quote) hana, eru Hafsteinn Árnason, markaðsmaður hjá Vídd. Hann segir auglýsinguna einu skrefi frá „raversontravers“-sketsi Fóstbræðra en lesendur geta séð hann hér fyrir neðan og borið saman við auglýsingu Origo. Annar notandi sem deilir færslunni er Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi Deloitte og formaður stýrihóps um nýja máltækniáætlun. Hann skrifar við færsluna „Íslenskuunglingurinn mættur“ en svo virðist sem Benedikt og Björgvin séu feðgar. Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Benedikt Björgvinsson, körfuboltakappi og Garðbæingur, deildi auglýsingu Origo í færslu á Twitter í gær og skrifaði við hana „Síðasta vígi íslenskunnar fallið“. Auglýsing Origo er fyrir Sony-myndavélina ZV-1 Vlog og er yfirskrift hennar „Gæði sem valda áhrifum“. Auk myndar af myndavélinni sjálfri er mynd af Jóhönnu Helgu Jensdóttur sem er titluð áhrifavaldur og útvarpskona og þrjár lýsingar hennar á myndavélinni: „Flawless áferð,“ „Netflix approved gæði!“ og „Gæðin eru insane.“ Ungt fólk hefur áhyggjur af íslenskunni Færslan hefur fengið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlinum, um 84 notendur hafa líkað við hana, tíu hafa skrifað ummæli við hana og henni hefur verið deilt fimm sinnum. Það sem vekur einnig athygli er að Benedikt er aðeins sextán ára og gleður það eflaust marga að sjá slíka ástríðu ungs fólks fyrir íslenskri tungu. Meðal þeirra sem bregðast við færslunni eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifa við hana „Góð ábending, Origo hlýtur að taka ábyrgð og vanda sig betur.“ Lögfræðineminn Kjartan Leifur Sigurðsson skrifar ummæli við færsluna þar sem hann rifjar upp herferð menningarráðherra og Neytendastofu þar sem fólk var hvatt til að tilkynna auglýsingar á útlensku til yfirvalda. Auglýsing Origo er fullkomið dæmi um auglýsingu sem hægt væri að tilkynna. Einnig eru nokkrir notendur sem hrósa Benedikt fyrir að vekja athygli á færslunni. Einn notandi telur auglýsinguna merki um áhrifavaldavæðingu og annar furðar sig á því hvað „Netflix approved gæði“ þýða. Þá eru þrír notendur sem merkja Snorra Másson, blaðamann og ritstjóra Ritstjóra, í ummælum við færsluna en hann hefur fjallað mikið um hættuna sem steðjar að íslenskri tungu. „Ég held að hann sé að tala útlensku“ Meðal þeirra sem hafa deilt færslunni sérstaklega, þ.e. kvótað (e. quote) hana, eru Hafsteinn Árnason, markaðsmaður hjá Vídd. Hann segir auglýsinguna einu skrefi frá „raversontravers“-sketsi Fóstbræðra en lesendur geta séð hann hér fyrir neðan og borið saman við auglýsingu Origo. Annar notandi sem deilir færslunni er Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi Deloitte og formaður stýrihóps um nýja máltækniáætlun. Hann skrifar við færsluna „Íslenskuunglingurinn mættur“ en svo virðist sem Benedikt og Björgvin séu feðgar.
Íslensk tunga Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira