Sport

Þjálfari Eriku Nóttar merkti sig með húð­flúri henni til heiðurs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erika Nótt Einarsdóttir og Davíð Rúnar Bjarnason fagna gullverðlaunum á verðlaunapallinum.
Erika Nótt Einarsdóttir og Davíð Rúnar Bjarnason fagna gullverðlaunum á verðlaunapallinum. Samsett/@erika_nott_/@thugfather

Norðurlandameistarinn Erika Nótt Einarsdóttir á ekki aðeins bikar og gullpening til minningar um sögulegan sigur sinn heldur sér hún minningu um hann á hverjum degi á þjálfara sínum.

Nýja húðflúrið hjá þjálfaranum.@thugfather

Davíð Rúnar Bjarnason er þjálfari íslenska landsliðsins í hnefaleikum og er nýkominn heim af Norðurlandamótinu þar sem íslenskir hnefaleikar eignuðust sinn fyrsta Norðurlandameistara.

Erika Nótt vann glæsilegan sigur á sænskri stelpu í úrslitabardaganum. Ísland hefur keppt oft á Norðurlandamótinu áður en aldrei hlotið gull.

Erika hreif marga með sér eins og sást þegar var komið að því að veita verðlaunin fyrir besta “Youth” boxara kvenna á mótinu. Þar var valið á milli allra kvenboxara undir nítján ára og Eirka var kölluð fram til að taka við verðlaununum.

Þjálfarinn sýndi frá því á samfélagsmiðlum að hann var kominn í heimsókn á húðflúrstofu. Seinna birtist líka mynd af útkomunni.

„Stend við mitt,“ skrifaði Davíð Rúnar við mynd af nýja húðflúrinu. Hann lofaði Eriku greinilega að húðflúra sig ef hún kláraði gullið.

Húðflúrið er teikning af bikar sem er merkur „E.N.E.“ annars vegar og „NM 24,“ hins vegar.

E.N.E. stendur auðvitað sem skammstöfun á nafni Norðurlandameistarans Eriku Nóttar Einarsdóttur og NM 24 fyrir Norðurlandameistari 2024.

Box

Tengdar fréttir

Erika Nótt með tímamótasigur fyrir Ísland

Hin 17 ára gamla Erika Nótt Einarsdóttir varð í dag fyrst Íslendinga til þess að vinna Norðurlandameistaratitil í hnefaleikum, á Norðurlandamótinu sem var að ljúka í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×