Leiðin frá Skógarhlíð að Eggertsgötu er ekki löng og var fyrsti bíll fljótur á vettvang. Tilkynning hafði hljóðað upp á reyk úr íbúð og reykskynjari á fullu.
Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að aðrir bílar hafi fljótlega verið kallaðir aftur heim í hús þar sem hætta reyndist mun minni en talið var í fyrstu. Líklega hafi verið um að ræða pott sem hafi gleymst á eldavél.