Settu báðar Íslandsmet í íslenskum sleggjubardaga í Texas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 10:01 ÍR-ingarnir Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir eru báðar að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum á þessu tímabili. Frjálsíþróttasamband Íslands Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð i gær fyrsta íslenska konan til að kasta yfir sjötíu metra í sleggjukasti. Tvær íslenskar konur settu Íslandsmet í sömu grein og á sama móti þegar flottasta sleggjukasteinvígi Íslandssögunnar fór fram í Texas í gær. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttur sló fyrst Íslandsmet Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur en Elísabet gaf allt sitt í síðasta kast mótsins og tók Íslandsmetið til baka. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Rut Ru narsdo ttir (@elisabet0) Guðrún Karítas kastaði 69,76 metra í fjórðu umferð en Elísabet hafði bætt Íslandsmetið um tvo metra þegar hún kastaði 69,11 metra 15. mars síðastliðinn. Átti metið í tíu til fimmtán mínútur Guðrún átti Íslandsmetið í svona tíu til fimmtán mínútur eða þar til að Elísabet náði risakasti í lokaumferðinni. Elísabet Rut bætti ekki bara Íslandsmetið í annað skiptið á stuttum tíma heldur braut hún niður mikinn múr í leiðinni. Elísabet Rut kastaði nefnilega 70,33 metra í lokakasti sínu og hún varð þar með fyrsta íslenska konan sem kastar yfir sjötíu metra. Íslandsmetið byrjaði árið í 66,98 metrum en stendur nú í 70,33 metrum. Elísabet er því búin að bæta Íslandsmetið um meira en þrjá metra og þrjátíu sentimetra á þessu tímabili og geri aðrir betur. Guðrún Karítas átti best 65,42 metra kast fyrir þetta ár og er því búin að bæta sig um fjóra metra. Samkeppnin hjá þessum góðvinkonum úr ÍR er líka að kalla fram nýjar hæðir í íslensku sleggjukasti og tímabilið er rétt að byrja. Gaman að vera góða samkeppni „Ég er virkilega sátt með þetta mót og með það að hafa loksins kastað yfir sjötíu metra. Ég er búin að vita lengi að ég eigi þetta inni en það gerðist loksins í dag. Guðrún átti risa kast í fjórðu umferð sem hvatti mig rosalega mikið áfram. Svo kom þetta kast mitt í síðustu umferð. Það var rosalega gaman að vera með svona góða samkeppni og það hjálpaði mér og Guðrúnu báðum að bæta okkur svona mikið,“ sagði Elísabet Rut í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Langt yfir væntingum „Ég er alveg rosalega ánægð með daginn og hvernig tímabilið er að byrja hjá mér. Langt yfir væntingum. Ég var alls ekki að búast við því að bæta mig svona mikið og svona fljótt. Gaman að fá svona góða keppni frá Betu þar sem við getum ýtt hvor annarri áfram eins og í dag. Tímabilið er rétt að byrja og margt hægt að bæta svo ég er bara mjög spennt að sjá hvernig framhaldið verður,“ sagði Guðrún Karítas í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Hér fyrir neðan má þær ræða daginn á fésbókarsíðunni Íslenskt frjálsíþróttafólk í háskólum Bandaríkjanna. Frjálsar íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttur sló fyrst Íslandsmet Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur en Elísabet gaf allt sitt í síðasta kast mótsins og tók Íslandsmetið til baka. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Rut Ru narsdo ttir (@elisabet0) Guðrún Karítas kastaði 69,76 metra í fjórðu umferð en Elísabet hafði bætt Íslandsmetið um tvo metra þegar hún kastaði 69,11 metra 15. mars síðastliðinn. Átti metið í tíu til fimmtán mínútur Guðrún átti Íslandsmetið í svona tíu til fimmtán mínútur eða þar til að Elísabet náði risakasti í lokaumferðinni. Elísabet Rut bætti ekki bara Íslandsmetið í annað skiptið á stuttum tíma heldur braut hún niður mikinn múr í leiðinni. Elísabet Rut kastaði nefnilega 70,33 metra í lokakasti sínu og hún varð þar með fyrsta íslenska konan sem kastar yfir sjötíu metra. Íslandsmetið byrjaði árið í 66,98 metrum en stendur nú í 70,33 metrum. Elísabet er því búin að bæta Íslandsmetið um meira en þrjá metra og þrjátíu sentimetra á þessu tímabili og geri aðrir betur. Guðrún Karítas átti best 65,42 metra kast fyrir þetta ár og er því búin að bæta sig um fjóra metra. Samkeppnin hjá þessum góðvinkonum úr ÍR er líka að kalla fram nýjar hæðir í íslensku sleggjukasti og tímabilið er rétt að byrja. Gaman að vera góða samkeppni „Ég er virkilega sátt með þetta mót og með það að hafa loksins kastað yfir sjötíu metra. Ég er búin að vita lengi að ég eigi þetta inni en það gerðist loksins í dag. Guðrún átti risa kast í fjórðu umferð sem hvatti mig rosalega mikið áfram. Svo kom þetta kast mitt í síðustu umferð. Það var rosalega gaman að vera með svona góða samkeppni og það hjálpaði mér og Guðrúnu báðum að bæta okkur svona mikið,“ sagði Elísabet Rut í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Langt yfir væntingum „Ég er alveg rosalega ánægð með daginn og hvernig tímabilið er að byrja hjá mér. Langt yfir væntingum. Ég var alls ekki að búast við því að bæta mig svona mikið og svona fljótt. Gaman að fá svona góða keppni frá Betu þar sem við getum ýtt hvor annarri áfram eins og í dag. Tímabilið er rétt að byrja og margt hægt að bæta svo ég er bara mjög spennt að sjá hvernig framhaldið verður,“ sagði Guðrún Karítas í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Hér fyrir neðan má þær ræða daginn á fésbókarsíðunni Íslenskt frjálsíþróttafólk í háskólum Bandaríkjanna.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti