Earnie hefur undanfarin þrjátíu ár flogið tvisvar á dag fyrir gesti Warwick-kastala þeim til skemmtunar. Nú er tími til kominn að hann fái sína hvíld.
„Stundum eru allt að tíu þúsund manns hér. Þetta er magnaður staður. Ernie vill eflaust búa við frið og ró í nokkur ár,“ sagði Chris O'Donnell, fuglahirðir í Warwick-kastala.
Ernie sem er af tegund afrískra Verreaux-úfa flaug yfir kastalann í hinsta sinn um helgina áður en hann rétti arftaka sínum, Bernie, keflið.
Milljónir manna hafa séð Ernie hringsóla yfir Warwick á þessum árum, sumir oft. Til að mynda hafði einn gestanna sem sá Ernie fljúga í síðasta sinn í dag séð hann fyrir ellefu árum.
