Að sögn innivarðstjóra voru þrír bílar, tveir úr Reykjavík og einn frá Kjalarnesi, sendir á vettvang og komu fimmtán slökkviliðsmenn að verkefninu.
Slökkviliðsmaður sagði í samtali við Rúv upp úr 21 að búið væri að slökkva stærstan hluta sinueldana þó einhver glóð geti áfram lifað. Unnið væri að því að finna hana og slökkva í.
Slökkviliðsmenn voru nýmættir á svæðið þegar fréttastofa hafði samband en vegna roks er erfitt að eiga fjarskipti á svæðinu