Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 12:31 Þrátt fyrir að hafa misst af Gylfa fagnar Arnar komu hans í íslenska boltann og vonast til að sjá hann í Víkinni í kvöld. Samsett/Vísir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. Víkingar voru á meðal þeirra liða sem reyndu að fá Gylfa Þór Sigurðsson í sínar raðir í vetur en Gylfi skrifaði undir samning hjá Val og gæti því mætt Víkingum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30, á Víkingsvelli. „Vonandi spilar kappinn [Gylfi] í kvöld því ég held að allir bíði þess með óþreyju að fá að sjá hann spila alvöru leik á Íslandi. Það væri sterkt að fá að mæta honum í kvöld, og fyrir okkar stráka að mæla sig gagnvart honum,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Æstir í að vinna þennan titil“ Víkingar unnu báða stóru titlana á síðustu leiktíð en til þess að Meistarakeppnin geti farið fram þá mæta þeir liðinu sem varð í 2. sæti Bestu deildarinnar í fyrra, Val. „Við erum fullir eftirvæntingar að hefja tímabilið. Það er búið að ganga á ýmsu en við erum að koma vel undan vetri. Hvað deildina varðar eru líka mörg lið búin að styrkja sig mikið, og vonandi gefur leikurinn í kvöld forsmekkinn að því sem koma skal,“ segir Arnar sem tekur leikinn í kvöld alvarlega: „Já, mjög svo. Það er verið að berjast um titil og þetta bæði setur endapunktinn á veturinn og gefur tóninn fyrir sumarið. Við töpuðum í fyrra á móti Blikum í þessum sama leik þannig að við erum æstir í að vinna þennan titil í kvöld.“ Kæru Víkingar. Hamingjan býður ykkur öll hjartanlega velkomin á leik Víkings og Vals. Í kvöld verða Meistarar Meistaranna krýndir og við viljum sjá þig í stúkunni.Hjaltested borgararnir verða á sínum stað. Ekkert aprílgabb þar á ferð.Sjáumst í Hamingjunni í kvöld. pic.twitter.com/txv5yY525I— Víkingur (@vikingurfc) April 1, 2024 Ný leiktíð í Bestu deildinni hefst svo um helgina þar sem Víkingar spila fyrsta leik mótsins, gegn Stjörnunni, í Fossvoginum á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar komu Gylfa: „Auðvitað reyndum við að fá hann“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfestir að hans menn hafi reynt sitt ítrasta að fá Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins en þurftu að játa sig sigraða í baráttunni við Val. Hann fagnar komu Gylfa í Bestu deildina, þó það sé til mótherja. 15. mars 2024 10:42 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Víkingar voru á meðal þeirra liða sem reyndu að fá Gylfa Þór Sigurðsson í sínar raðir í vetur en Gylfi skrifaði undir samning hjá Val og gæti því mætt Víkingum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30, á Víkingsvelli. „Vonandi spilar kappinn [Gylfi] í kvöld því ég held að allir bíði þess með óþreyju að fá að sjá hann spila alvöru leik á Íslandi. Það væri sterkt að fá að mæta honum í kvöld, og fyrir okkar stráka að mæla sig gagnvart honum,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. „Æstir í að vinna þennan titil“ Víkingar unnu báða stóru titlana á síðustu leiktíð en til þess að Meistarakeppnin geti farið fram þá mæta þeir liðinu sem varð í 2. sæti Bestu deildarinnar í fyrra, Val. „Við erum fullir eftirvæntingar að hefja tímabilið. Það er búið að ganga á ýmsu en við erum að koma vel undan vetri. Hvað deildina varðar eru líka mörg lið búin að styrkja sig mikið, og vonandi gefur leikurinn í kvöld forsmekkinn að því sem koma skal,“ segir Arnar sem tekur leikinn í kvöld alvarlega: „Já, mjög svo. Það er verið að berjast um titil og þetta bæði setur endapunktinn á veturinn og gefur tóninn fyrir sumarið. Við töpuðum í fyrra á móti Blikum í þessum sama leik þannig að við erum æstir í að vinna þennan titil í kvöld.“ Kæru Víkingar. Hamingjan býður ykkur öll hjartanlega velkomin á leik Víkings og Vals. Í kvöld verða Meistarar Meistaranna krýndir og við viljum sjá þig í stúkunni.Hjaltested borgararnir verða á sínum stað. Ekkert aprílgabb þar á ferð.Sjáumst í Hamingjunni í kvöld. pic.twitter.com/txv5yY525I— Víkingur (@vikingurfc) April 1, 2024 Ný leiktíð í Bestu deildinni hefst svo um helgina þar sem Víkingar spila fyrsta leik mótsins, gegn Stjörnunni, í Fossvoginum á laugardagskvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar komu Gylfa: „Auðvitað reyndum við að fá hann“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfestir að hans menn hafi reynt sitt ítrasta að fá Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins en þurftu að játa sig sigraða í baráttunni við Val. Hann fagnar komu Gylfa í Bestu deildina, þó það sé til mótherja. 15. mars 2024 10:42 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Fagnar komu Gylfa: „Auðvitað reyndum við að fá hann“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfestir að hans menn hafi reynt sitt ítrasta að fá Gylfa Þór Sigurðsson til félagsins en þurftu að játa sig sigraða í baráttunni við Val. Hann fagnar komu Gylfa í Bestu deildina, þó það sé til mótherja. 15. mars 2024 10:42