Heimspekingurinn Heiða Vigdís Sigfúsdóttir skrifar 2. apríl 2024 09:01 „Who do you think is stronger, Pippi Longstocking or Hercules?“ spyr bróðir minn „Ég veit það ekki,“ svara ég. „If you had to answer, what would you say?“ „Kannski Lína.“ „But Hercules could defeat a multi-headed monster.“ Bróðir minn reynir að fela brosið sem birtist á andlitinu. „Veistu, ég bara get ekki svarað þessu.“ „Oh, I see.“ Hann gengur í kringum bílinn minn sem ég hef lagt fyrir framan nýju íbúðina mína. „Why do you say ‘new’ if the apartment is old?“ spyr hann. „Ég veit það ekki.“ „If you had to answer, what would you say?“ „Getum við klárað að flytja dótið?“ „Sure.“ Auðvitað er íbúðin ekki ný, eins og bróðir minn bendir á. Blokkin var byggð á sjöunda áratugnum eins og blokkin þar sem hann býr. Það tekur mig fimmtíu sekúndur að rölta yfir götuna til hans. Út um eldhúsgluggann í íbúð bróður míns á fjórðu hæð er gott útsýni inn í stofuna mína. Hann segist aldrei fylgjast með mér. Mig grunar þó að mamma stelist til þess þegar hún fer í heimsókn til hans. Íbúð bróður míns er í eigu borgarinnar, mín er á blönduðum lánum. „Ætli það sé ekki hending,“ sagði pabbi einu sinni, „hvorum megin götunnar þið lentuð.“ Bróðir minn tekur seinasta pappakassann úr bílnum. Við leggjum búslóðina mína frá okkur á stigaganginn. Hann fer úr skónum. Hann hefur lært að svoleiðis eigi að gera. „But Heiða,“ segir hann og gengur inn, „don’t you think Pippi’s father should focus more on his daughter's upbringing than on being a pirate?“ „Ég veit það ekki,“ svara ég þreytulega. „Settu kassana inn í stofu,“ skipa ég. Hann gerir það. Fer því næst inn í svefnherbergið mitt. „Is it okay if I take a nap now?“ Hann fer úr úlpunni, „I am very tired after all the heavy lifting.“ Hann lokar svefnherbergisdyrunum á eftir sér. Ef ég ætti að greina bróður minn, myndi ég segja að hann væri heimspekingur. En þegar hann var fjögurra ára gamall merkti barnasálfræðingur hann með einhverfu. Tilvera okkar breyttist samstundis. Sama ár og ég leit alheiminn augum í fyrsta sinn var hann skráður sem frávik. Við ólumst upp í Vesturbænum. Ég var þrjátíu sekúndur að ganga í skólann. Bróðir minn prófaði alla grunnskóla í hverfinu. Hann lærði að að taka leið þrjú í Langholtsskóla. Ýtti á stopp-takkann þegar hann sá Hárgreiðslustofu Heiðu. Dag nokkurn tilkynnti bróðir minn heiminum: „I am a YouTuber,“ og breytti nafninu sínu í Blaze the Movie Fan. Það er hentugra fyrir YouTuber að tala ensku. Nógu lengi var hann búinn að reyna að gera sig skiljanlegan íslenskumælandi samfélagi. Hann er nefnilega útsjónasamur, notar internetið sem samgöngumáta þegar einsleitni eyjaskeggja þrengir að. Blaze the Movie Fan er með tæplega 23.000 fylgjendur. Ég stilli oft á stöðina hans. „Hey guys what up,“ segir hann og gagnrýnir kvikmyndir, fjallar um heimsóknir á Árbæjarsafnið og gerir teiknimyndaþætti um Pokémon. Ég gagnrýni bækur á Goodreads, fjalla um heimsóknir til erlendra landa í útvarpinu og skrifa skáldskap um skvísur. Í barnæsku las mamma Pokémon-bækur fyrir okkur, hún las líka Ég heiti Blíðfinnur - þú mátt kalla mig Bóbó og Harry Potter-bækurnar. Ég man eftir Harry Potter og leitinni að viskusteininum eins og ég hefði verið persóna í sögunni. Ég man hve ömurlegt Harry hafði það í upphafi. Hann var talinn skrítinn. Harry var frávik í muggaheimum (muggar er fólk sem er ekki gætt göldrum, munið þið?). Einu sinni fór Harry í dýragarð með muggafjölskyldunni sinni, munið þið? Hann átti í samtali við snák og lét glerið á snákabúrinu hverfa í örskotsstundu. Snákurinn slapp út. Muggarnir misstu vitið. Þeir hlupu í hringi eins og bavíanar, öskruðu úr sér lungun. Harry fylgdist rólegur með. Meira að segja fjölskyldan hans Harrys vissi ekki hvernig hún ætti að haga sér í kringum hann. Harry vakti upp ótta hjá þeim. Þess vegna lokuðu þau hann inni í agnarsmáu herbergi undir stiganum heima hjá sér. Dag nokkurn komst Harry Potter að því að það sem greindi hann frá öðrum voru galdrar. Á augabragði umbreyttist tilvera hans. Harry var gerð grein fyrir því að þau persónueinkenni sem muggarnir litu á sem galla sáu aðrir sem galdra. Harry var frávik. Hann var galdramaður. „So Heiða,“ spyr Blaze the Movie Fan þegar hann vaknar eftir blundinn. „Hvað?“ segi ég. „What do you think was worse, the Holocaust or slavery in 3000 BC Egypt?” „Þú spyrð alltaf svo krefjandi spurninga.“ „Why do you think that?“ „Ég veit það ekki.“ Svo segi ég, „well, if i had to answer…“ Og ég velti því fyrir mér. Ég velti fyrir mér hvers vegna Langsokkur skipstjóri ákvað að verja lífi sínu sem sjóræningi og skilja dóttur sína eina eftir í Svíþjóð. Ég velti líka fyrir mér hvort Lína gæti unnið Herkúles í sjómanni eða lyft blokkinni minni upp þannig að hún væri aðeins nær sólu. Þá myndi ég synda í skýjunum, maka á mig sólarvörn númer fimmtíu og klappa stjörnunum á nóttunni. Ég húkka mér far með bróður mínum, reyni að komast fram hjá þeim takmörkunum sem samfélagið og ég höfum byggt upp í hugmyndaheimi heimi mínum og gef mig á vald galdranna. Ég er viss um að í stóra samhenginu sé gatan, sem skilur blokk bróður míns frá minni, eins og dauft blýantsstrik. Birt á alþjóðlegum degi einhverfu með leyfi bróður míns. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilbrigðismál Einhverfa Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
„Who do you think is stronger, Pippi Longstocking or Hercules?“ spyr bróðir minn „Ég veit það ekki,“ svara ég. „If you had to answer, what would you say?“ „Kannski Lína.“ „But Hercules could defeat a multi-headed monster.“ Bróðir minn reynir að fela brosið sem birtist á andlitinu. „Veistu, ég bara get ekki svarað þessu.“ „Oh, I see.“ Hann gengur í kringum bílinn minn sem ég hef lagt fyrir framan nýju íbúðina mína. „Why do you say ‘new’ if the apartment is old?“ spyr hann. „Ég veit það ekki.“ „If you had to answer, what would you say?“ „Getum við klárað að flytja dótið?“ „Sure.“ Auðvitað er íbúðin ekki ný, eins og bróðir minn bendir á. Blokkin var byggð á sjöunda áratugnum eins og blokkin þar sem hann býr. Það tekur mig fimmtíu sekúndur að rölta yfir götuna til hans. Út um eldhúsgluggann í íbúð bróður míns á fjórðu hæð er gott útsýni inn í stofuna mína. Hann segist aldrei fylgjast með mér. Mig grunar þó að mamma stelist til þess þegar hún fer í heimsókn til hans. Íbúð bróður míns er í eigu borgarinnar, mín er á blönduðum lánum. „Ætli það sé ekki hending,“ sagði pabbi einu sinni, „hvorum megin götunnar þið lentuð.“ Bróðir minn tekur seinasta pappakassann úr bílnum. Við leggjum búslóðina mína frá okkur á stigaganginn. Hann fer úr skónum. Hann hefur lært að svoleiðis eigi að gera. „But Heiða,“ segir hann og gengur inn, „don’t you think Pippi’s father should focus more on his daughter's upbringing than on being a pirate?“ „Ég veit það ekki,“ svara ég þreytulega. „Settu kassana inn í stofu,“ skipa ég. Hann gerir það. Fer því næst inn í svefnherbergið mitt. „Is it okay if I take a nap now?“ Hann fer úr úlpunni, „I am very tired after all the heavy lifting.“ Hann lokar svefnherbergisdyrunum á eftir sér. Ef ég ætti að greina bróður minn, myndi ég segja að hann væri heimspekingur. En þegar hann var fjögurra ára gamall merkti barnasálfræðingur hann með einhverfu. Tilvera okkar breyttist samstundis. Sama ár og ég leit alheiminn augum í fyrsta sinn var hann skráður sem frávik. Við ólumst upp í Vesturbænum. Ég var þrjátíu sekúndur að ganga í skólann. Bróðir minn prófaði alla grunnskóla í hverfinu. Hann lærði að að taka leið þrjú í Langholtsskóla. Ýtti á stopp-takkann þegar hann sá Hárgreiðslustofu Heiðu. Dag nokkurn tilkynnti bróðir minn heiminum: „I am a YouTuber,“ og breytti nafninu sínu í Blaze the Movie Fan. Það er hentugra fyrir YouTuber að tala ensku. Nógu lengi var hann búinn að reyna að gera sig skiljanlegan íslenskumælandi samfélagi. Hann er nefnilega útsjónasamur, notar internetið sem samgöngumáta þegar einsleitni eyjaskeggja þrengir að. Blaze the Movie Fan er með tæplega 23.000 fylgjendur. Ég stilli oft á stöðina hans. „Hey guys what up,“ segir hann og gagnrýnir kvikmyndir, fjallar um heimsóknir á Árbæjarsafnið og gerir teiknimyndaþætti um Pokémon. Ég gagnrýni bækur á Goodreads, fjalla um heimsóknir til erlendra landa í útvarpinu og skrifa skáldskap um skvísur. Í barnæsku las mamma Pokémon-bækur fyrir okkur, hún las líka Ég heiti Blíðfinnur - þú mátt kalla mig Bóbó og Harry Potter-bækurnar. Ég man eftir Harry Potter og leitinni að viskusteininum eins og ég hefði verið persóna í sögunni. Ég man hve ömurlegt Harry hafði það í upphafi. Hann var talinn skrítinn. Harry var frávik í muggaheimum (muggar er fólk sem er ekki gætt göldrum, munið þið?). Einu sinni fór Harry í dýragarð með muggafjölskyldunni sinni, munið þið? Hann átti í samtali við snák og lét glerið á snákabúrinu hverfa í örskotsstundu. Snákurinn slapp út. Muggarnir misstu vitið. Þeir hlupu í hringi eins og bavíanar, öskruðu úr sér lungun. Harry fylgdist rólegur með. Meira að segja fjölskyldan hans Harrys vissi ekki hvernig hún ætti að haga sér í kringum hann. Harry vakti upp ótta hjá þeim. Þess vegna lokuðu þau hann inni í agnarsmáu herbergi undir stiganum heima hjá sér. Dag nokkurn komst Harry Potter að því að það sem greindi hann frá öðrum voru galdrar. Á augabragði umbreyttist tilvera hans. Harry var gerð grein fyrir því að þau persónueinkenni sem muggarnir litu á sem galla sáu aðrir sem galdra. Harry var frávik. Hann var galdramaður. „So Heiða,“ spyr Blaze the Movie Fan þegar hann vaknar eftir blundinn. „Hvað?“ segi ég. „What do you think was worse, the Holocaust or slavery in 3000 BC Egypt?” „Þú spyrð alltaf svo krefjandi spurninga.“ „Why do you think that?“ „Ég veit það ekki.“ Svo segi ég, „well, if i had to answer…“ Og ég velti því fyrir mér. Ég velti fyrir mér hvers vegna Langsokkur skipstjóri ákvað að verja lífi sínu sem sjóræningi og skilja dóttur sína eina eftir í Svíþjóð. Ég velti líka fyrir mér hvort Lína gæti unnið Herkúles í sjómanni eða lyft blokkinni minni upp þannig að hún væri aðeins nær sólu. Þá myndi ég synda í skýjunum, maka á mig sólarvörn númer fimmtíu og klappa stjörnunum á nóttunni. Ég húkka mér far með bróður mínum, reyni að komast fram hjá þeim takmörkunum sem samfélagið og ég höfum byggt upp í hugmyndaheimi heimi mínum og gef mig á vald galdranna. Ég er viss um að í stóra samhenginu sé gatan, sem skilur blokk bróður míns frá minni, eins og dauft blýantsstrik. Birt á alþjóðlegum degi einhverfu með leyfi bróður míns. Höfundur er rithöfundur.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun