Lífið

Heillandi hæð í Laugar­dalnum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1948 á eftirsóttum stað í Laugardalnum í Reykjavík.
Húsið var byggt árið 1948 á eftirsóttum stað í Laugardalnum í Reykjavík.

Við Sigtún í Reykjavík er að finna afar heillandi sérhæð í húsi frá árinu 1948. Um er að ræða 168 fermetra eign ásamt 31 fermetra bílskúr. Ásett verð er 115,9 milljónir.

Eignin er björt og rúmgóð og telur anddyri, borð- og setustofu, sjónvarpsrými, eldhús, fjögur svefnherbergi, og tvö baðherbergi. Auk þess er herbergi á jarðhæð hússins sem búið er að innrétta til útleigu.

Húsið var byggt árið 1948.Fasteignaljósmyndun

Franskir gluggar, loftlistar, fiskibeinaparket á gólfum og arininn í stofunni gefur heildarmyndinni sjarmerandi yfirbragð og viðheldur gamla tíðaranda hússins. 

Í eldhúsi er hvít og stílhrein innrétting með góðu vinnuplássi. Innst í rýminu er lítill og notalegur borðkrókur. 

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Franskir gluggar, arinninn og fiskibeina-mynstrið í gólfinu er sjarmerandi samsetning.Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.