Skoðun

Hver vill vera í því hlut­verki að verð­leggja manns­líf?

Þröstur Ólafsson skrifar

Mikið hefur verið rætt um áfengis og vímuefnavandann og sitt sýnist hverjum og meðan málæðið á sér stað hrynur fólk niður úr sjúkdómnum og ekkert gerist. Nú er nóg komið að handabendingum, ekki benda á mig, við þurfum ekki meira af því það er tímaeyðsla, það er kominn timí framkvæmda, snúum bökum saman ráðamenn sem og aðrir landsmenn.

Hættum að tala niður fólk sem glímir við þennann alvarlega sjúkdóm og leggjumst öll sem eitt á áraranar til þess að hjálpa þeim til bata því á það má benda að fjárfesting í lífi skilar ekki bara heilbrigðum og hamingjusömum einstakling útí lífið, heldur fær íslenskt samfélag fullgildan skattgreiðanda sem skilar sínu margfalt til baka.

Stjórnmálamenn eru sífellt að tala um kostnað við hitt og þetta en að missa allt að hundrað einstaklinga á ári er tap á fjárfestingu í lífi. Hver einstaklingur sem nær heilbrigði skilar því margfalt til baka í ríkiskassann í formi skatta, tökum eitt einfalt dæmi af manni sem borgar c.a þrjár milljónir i skatta og margfaldið svo með hundrað.

Ég er að vinna á þessum vettvangi og hef töluverða mika reynslu af þvi að annast og umgangast þetta fólk og ég hef ekki ennþá kynnst neinum einstakling nema af góðu og allt þetta fólk á það sameiginlegt að vilja hjálp.

Ég vonast til að sjá sem flesta mæta á Austurvelli þann fimmta Apríl frá 16-18 og krefja stjórnvöld um að bæta fjármagni strax inná meðferðastofnannir og Foreldrahús, það er það sem stjórnvöld geta gert strax.

Höfundur er framkvæmdarstjóri Samtaka aðstandenda og fíknisjúklinga, SAOF.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×