Aron: Hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil Þorsteinn Hjálmsson skrifar 2. apríl 2024 21:46 Aron var sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla í kvöld. Varð það ljóst eftir að liðið sigraði Gróttu, 22-29, og að Valur tapaði gegn KA, 34-29. Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var sáttur með andann og drifkraftinn í liðsfélögum sínum í kvöld en liðið hafði tapað síðustu tveimur leikjum. „Ég var ánægður með attitude-ið sem við sýndum eftir erfiða síðustu viku. Komum bara vel stemmdir, gíraðir, spiluðum vel. Mér finnst það hafa verið smá lægð yfir okkur í síðustu tveimur, jafnvel þremur leikjum. Við bara mættum hundrað prósent. Töluðum mikið saman um þetta og við þurftum að mæta eins og meistarar í þennan leik og mér fannst við gera það. Við hefðum kannski getað spilað aðeins betur. Klikkum svolítið af færum og svona, aðallega ég þar, en bara mjög sáttur.“ Aron hafði ekki hugmynd um að liðið ætti möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn í kvöld með hagstæðum úrslitum úr leik KA og Vals. Fókusinn hjá FH-ingum var greinilega eingöngu á leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. „Í rauninni ekki. Það talaði enginn um það og það hvarflaði ekki einu sinni að mér verð ég að viðurkenna. Ég pældi ekki einu sinni í því að Valur væri að spila í kvöld. En svo þegar við komum út af vellinum þá fáum við stöðuna að þeir séu að tapa með fimm og lítið eftir. Þá þurfti maður að gíra sig upp og bara yndislegt að sigla þessu heim núna.“ Er titilinn sætari fyrir vikið? „Já. Eins og ég segi, ég pældi ekkert í þessu. Auðvitað hefði verið fínt ef að þeirra leikur hefði klárast á undan og við hefðum fengið að vita þetta. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil.“ „Engin krísa“ Aron segir liðið hafa sýnt andlegan styrk sinn með frammistöðu sinni í kvöld og að engin krísa sé í Kaplakrika. Ekkert annað mun komast að hjá Aroni næstu tæpu tvo mánuði á meðan úrslitakeppnin verður í gangi. „Miðað við andann sem við sýndum í dag, ef þú berð það saman við síðustu tvær vikur. Við vitum að úrslitakeppnin er allt annað skrímsli og mér fannst við sýna það í dag að það er engin krísa. Við vorum ekkert búnir að grafa neina holu. Við bar ræddum og æfðum hlutina sem var búið að fara úrskeiðis og nú þarf bara að leggja allt í þessar átta vikur sem úrslitakeppnin er og það er ekkert annað sem kemst efst í huga manns,“ sagði Aron að lokum. Handbolti Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
„Ég var ánægður með attitude-ið sem við sýndum eftir erfiða síðustu viku. Komum bara vel stemmdir, gíraðir, spiluðum vel. Mér finnst það hafa verið smá lægð yfir okkur í síðustu tveimur, jafnvel þremur leikjum. Við bara mættum hundrað prósent. Töluðum mikið saman um þetta og við þurftum að mæta eins og meistarar í þennan leik og mér fannst við gera það. Við hefðum kannski getað spilað aðeins betur. Klikkum svolítið af færum og svona, aðallega ég þar, en bara mjög sáttur.“ Aron hafði ekki hugmynd um að liðið ætti möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn í kvöld með hagstæðum úrslitum úr leik KA og Vals. Fókusinn hjá FH-ingum var greinilega eingöngu á leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. „Í rauninni ekki. Það talaði enginn um það og það hvarflaði ekki einu sinni að mér verð ég að viðurkenna. Ég pældi ekki einu sinni í því að Valur væri að spila í kvöld. En svo þegar við komum út af vellinum þá fáum við stöðuna að þeir séu að tapa með fimm og lítið eftir. Þá þurfti maður að gíra sig upp og bara yndislegt að sigla þessu heim núna.“ Er titilinn sætari fyrir vikið? „Já. Eins og ég segi, ég pældi ekkert í þessu. Auðvitað hefði verið fínt ef að þeirra leikur hefði klárast á undan og við hefðum fengið að vita þetta. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil.“ „Engin krísa“ Aron segir liðið hafa sýnt andlegan styrk sinn með frammistöðu sinni í kvöld og að engin krísa sé í Kaplakrika. Ekkert annað mun komast að hjá Aroni næstu tæpu tvo mánuði á meðan úrslitakeppnin verður í gangi. „Miðað við andann sem við sýndum í dag, ef þú berð það saman við síðustu tvær vikur. Við vitum að úrslitakeppnin er allt annað skrímsli og mér fannst við sýna það í dag að það er engin krísa. Við vorum ekkert búnir að grafa neina holu. Við bar ræddum og æfðum hlutina sem var búið að fara úrskeiðis og nú þarf bara að leggja allt í þessar átta vikur sem úrslitakeppnin er og það er ekkert annað sem kemst efst í huga manns,“ sagði Aron að lokum.
Handbolti Olís-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Leik lokið: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Gróttu í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. apríl 2024 20:55