Var búinn að hlaupa af sér hornin ólíkt öðrum undrabörnum Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2024 10:32 Víkingur Heiðar er einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður landsins. Víkingur Heiðar Ólafsson hefur fyrir löngu skipað sér í flokk fremstu píanista heims og hefur á síðustu árum haft mikil áhrif á tónlistarheiminn. Edda Andrésdóttir settist niður með Víkingi á öðrum degi páska og ræddi við hann við flygilinn í Hörpunni. Víkingur var aðeins átján ára þegar hann byrjaði nám við Julliard skóla í New York og síðan þá hefur hann verið áberandi í sinni tónlistarsenu um allan heim. Edda fer yfir ferilinn í einlægu spjalli við Víking en í þættinum kom til að mynda fram að þegar hann byrjaði í listaháskólanum Julliard í New York hafi hann snögglega gert sér grein fyrir því að hann væri ekki á sama stað og samnemendur sínir. Jafnaldrar hans víðs vegar um heiminn hafi flestallir komið út til New York af nokkuð ströngu heimili og í raun aðeins einbeitt sér að tónlistinni alla sína ævi. Víkingur lýsti því að hafa sjálfur fengið nokkuð eðlilegt uppeldi og verið búinn að hlaupa af sér hornin þegar hann mætti út til náms. Aðrir hafi fljótlega keypt sér Playstation tölvu og farið mikið út á lífið. Hann hafi nú þegar fengið útrás fyrir öllu slíku heima í Hlíðunum í Reykjavík. Hann var kominn á þann stað að vera tilbúinn að einbeita sér algjörlega að tónlistinni. Hættur að lesa dóma Edda spurði Víking hvernig gagnrýni færi í hann. „Ég les ekki dómana sjálfur. Það er svo mikið af þeim og í hverri einustu viku koma nýir fram. Níutíu prósent af þeim eru svakalega jákvæðir. Svo eru kannski fimm prósent mitt á milli og svo eru kannski fimm prósent sem eru alls ekki jákvæðir. Og sumir bara þola mig ekki,“ segir Víkingur og heldur áfram. „Það fyndna við þetta er að þegar ég fæ svona frábæra dóma þá gleður það mig örstutt en síðan er það búið hálftíma síðar, jafnvel mínútu síðar. En ef einhver segir að ég sé algjörlega ömurlegur og ofmetin píanisti, eitthvað sem þeir segja í Danmörku til dæmis. Þar hata þeir mig og tala alltaf um mig sem „Islændingen“. Ef þetta kemur til manns þá einhvern veginn lifir það með manni. Við erum einhvern veginn þannig dýrategund að við þráum það að vera elskuð. Málið er það að ég er sjaldan ánægður sjálfur eftir tónleika, ég er svo mikill gagnrýnandi á sjálfan mig.“ Hann segist þó vera mikill stuðningsmaður gagnrýnenda, skilja mikilvægi þeirra - jafnvel þeirra sem gefi ekki mikið fyrir spilamennsku hans. Klippa: Hættur að lesa dóma um sjálfan sig Tónlist Menning Víkingur Heiðar Tónlistarnám Tengdar fréttir Víkingur Heiðar á smáskrifborðstónleikum Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er nýjasti gestur Tiny Desk Concert tónleikaþáttaraðarinnar, þar sem hann spilar ekki á stóran flygil fyrir fullri tónleikahöll, heldur á lítið píanó bak við lítið skrifborð. 29. mars 2024 10:05 Víkingur tryllti og stillti Ég sá brandara á Facebook nýlega. Tveir gamlir karlar standa þétt saman og annar þeirra heldur á mótmælaskilti. Undir myndinni má lesa: „Verkfall sembalstillingamanna.“ Og á skiltinu stendur: „Við höfum verið samningslausir frá 1782.“ 20. febrúar 2024 07:01 Draumur Víkings Heiðars rættist í Carnegie Hall Víkingur Heiðar Ólafsson átti sannkallaða draumaendurkomu til New York þegar áhorfendur risu úr sætum að loknum uppseldum tónleikum hans í Carnegie Hall. 8. febrúar 2024 17:19 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Edda Andrésdóttir settist niður með Víkingi á öðrum degi páska og ræddi við hann við flygilinn í Hörpunni. Víkingur var aðeins átján ára þegar hann byrjaði nám við Julliard skóla í New York og síðan þá hefur hann verið áberandi í sinni tónlistarsenu um allan heim. Edda fer yfir ferilinn í einlægu spjalli við Víking en í þættinum kom til að mynda fram að þegar hann byrjaði í listaháskólanum Julliard í New York hafi hann snögglega gert sér grein fyrir því að hann væri ekki á sama stað og samnemendur sínir. Jafnaldrar hans víðs vegar um heiminn hafi flestallir komið út til New York af nokkuð ströngu heimili og í raun aðeins einbeitt sér að tónlistinni alla sína ævi. Víkingur lýsti því að hafa sjálfur fengið nokkuð eðlilegt uppeldi og verið búinn að hlaupa af sér hornin þegar hann mætti út til náms. Aðrir hafi fljótlega keypt sér Playstation tölvu og farið mikið út á lífið. Hann hafi nú þegar fengið útrás fyrir öllu slíku heima í Hlíðunum í Reykjavík. Hann var kominn á þann stað að vera tilbúinn að einbeita sér algjörlega að tónlistinni. Hættur að lesa dóma Edda spurði Víking hvernig gagnrýni færi í hann. „Ég les ekki dómana sjálfur. Það er svo mikið af þeim og í hverri einustu viku koma nýir fram. Níutíu prósent af þeim eru svakalega jákvæðir. Svo eru kannski fimm prósent mitt á milli og svo eru kannski fimm prósent sem eru alls ekki jákvæðir. Og sumir bara þola mig ekki,“ segir Víkingur og heldur áfram. „Það fyndna við þetta er að þegar ég fæ svona frábæra dóma þá gleður það mig örstutt en síðan er það búið hálftíma síðar, jafnvel mínútu síðar. En ef einhver segir að ég sé algjörlega ömurlegur og ofmetin píanisti, eitthvað sem þeir segja í Danmörku til dæmis. Þar hata þeir mig og tala alltaf um mig sem „Islændingen“. Ef þetta kemur til manns þá einhvern veginn lifir það með manni. Við erum einhvern veginn þannig dýrategund að við þráum það að vera elskuð. Málið er það að ég er sjaldan ánægður sjálfur eftir tónleika, ég er svo mikill gagnrýnandi á sjálfan mig.“ Hann segist þó vera mikill stuðningsmaður gagnrýnenda, skilja mikilvægi þeirra - jafnvel þeirra sem gefi ekki mikið fyrir spilamennsku hans. Klippa: Hættur að lesa dóma um sjálfan sig
Tónlist Menning Víkingur Heiðar Tónlistarnám Tengdar fréttir Víkingur Heiðar á smáskrifborðstónleikum Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er nýjasti gestur Tiny Desk Concert tónleikaþáttaraðarinnar, þar sem hann spilar ekki á stóran flygil fyrir fullri tónleikahöll, heldur á lítið píanó bak við lítið skrifborð. 29. mars 2024 10:05 Víkingur tryllti og stillti Ég sá brandara á Facebook nýlega. Tveir gamlir karlar standa þétt saman og annar þeirra heldur á mótmælaskilti. Undir myndinni má lesa: „Verkfall sembalstillingamanna.“ Og á skiltinu stendur: „Við höfum verið samningslausir frá 1782.“ 20. febrúar 2024 07:01 Draumur Víkings Heiðars rættist í Carnegie Hall Víkingur Heiðar Ólafsson átti sannkallaða draumaendurkomu til New York þegar áhorfendur risu úr sætum að loknum uppseldum tónleikum hans í Carnegie Hall. 8. febrúar 2024 17:19 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Víkingur Heiðar á smáskrifborðstónleikum Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er nýjasti gestur Tiny Desk Concert tónleikaþáttaraðarinnar, þar sem hann spilar ekki á stóran flygil fyrir fullri tónleikahöll, heldur á lítið píanó bak við lítið skrifborð. 29. mars 2024 10:05
Víkingur tryllti og stillti Ég sá brandara á Facebook nýlega. Tveir gamlir karlar standa þétt saman og annar þeirra heldur á mótmælaskilti. Undir myndinni má lesa: „Verkfall sembalstillingamanna.“ Og á skiltinu stendur: „Við höfum verið samningslausir frá 1782.“ 20. febrúar 2024 07:01
Draumur Víkings Heiðars rættist í Carnegie Hall Víkingur Heiðar Ólafsson átti sannkallaða draumaendurkomu til New York þegar áhorfendur risu úr sætum að loknum uppseldum tónleikum hans í Carnegie Hall. 8. febrúar 2024 17:19