Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2024 10:18 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. Utanríkisráðuneytið staðfesti fjarveru Bjarna við fréttastofu RÚV. Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands í NATO, situr fundinn fyrir hönd Bjarna. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel, birtir mynd af þátttakendum fundarins þar sem sjá má mynd af Bjarna sem bendir til þess að hann hafi ætlað að sitja fundinn. Á dagskrá fundarins er meðal annars langtímastuðningur NATO við Úkraínu og fyrirhugaður leiðtogafundur NATO í Washington í júlí. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi klukkan 13 í dag þar sem umræðuefnið er mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til embættis forseta Íslands. Katrín hefur ekkert tjáð sig um mögulegt framboð sitt undanfarna daga og hefur fjölmiðlum sömuleiðis reynst erfiðara en áður að ná tali af henni á síðustu ríkisstjórnarfundum. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ sagði Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokksins í samtali við Vísi í gær. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarna né Hersi Aroni Ólafssyni aðstoðarmanni hans það sem af er degi. Ægir Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagðist í samtali við fréttastofu ætla að afla upplýsinga um ástæður fyrir fjarveru Bjarna í Brussel. Uppfært klukkan 10:48 Hersir Aron Ólafssyni, aðstoðarmaður Bjarna, segir í skriflegu svari til fréttastofu að Bjarni hafi forfallast vegna „annarra verkefna“ hér heima. Ekki fengust svör við því hvaða verkefni trompuðu fund NATO en á dagskrá Bjarna í dag er meðal annars fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins klukkan 13 vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta. Ægir Þór Eysteinsson segir í skriflegu svari: Utanríkisráðherra forfallaðist á fundinn með skömmum fyrirvara sökum annarra verkefna. Fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu sækir utanríkisráðherrafundinn í hans stað. Utanríkismál NATO Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Utanríkisráðuneytið staðfesti fjarveru Bjarna við fréttastofu RÚV. Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands í NATO, situr fundinn fyrir hönd Bjarna. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel, birtir mynd af þátttakendum fundarins þar sem sjá má mynd af Bjarna sem bendir til þess að hann hafi ætlað að sitja fundinn. Á dagskrá fundarins er meðal annars langtímastuðningur NATO við Úkraínu og fyrirhugaður leiðtogafundur NATO í Washington í júlí. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi klukkan 13 í dag þar sem umræðuefnið er mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til embættis forseta Íslands. Katrín hefur ekkert tjáð sig um mögulegt framboð sitt undanfarna daga og hefur fjölmiðlum sömuleiðis reynst erfiðara en áður að ná tali af henni á síðustu ríkisstjórnarfundum. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ sagði Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokksins í samtali við Vísi í gær. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarna né Hersi Aroni Ólafssyni aðstoðarmanni hans það sem af er degi. Ægir Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagðist í samtali við fréttastofu ætla að afla upplýsinga um ástæður fyrir fjarveru Bjarna í Brussel. Uppfært klukkan 10:48 Hersir Aron Ólafssyni, aðstoðarmaður Bjarna, segir í skriflegu svari til fréttastofu að Bjarni hafi forfallast vegna „annarra verkefna“ hér heima. Ekki fengust svör við því hvaða verkefni trompuðu fund NATO en á dagskrá Bjarna í dag er meðal annars fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins klukkan 13 vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta. Ægir Þór Eysteinsson segir í skriflegu svari: Utanríkisráðherra forfallaðist á fundinn með skömmum fyrirvara sökum annarra verkefna. Fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu sækir utanríkisráðherrafundinn í hans stað.
Utanríkismál NATO Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira