Svar Íslands og Sviss við Forrest Gump mætir á skjáinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2024 07:00 Kristófer segist hafa viljað koma bókinni á skjáinn um leið og hann las hana í fyrsta skiptið. Kalmann Óðinsson sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn mætir bráðum á skjá landsmanna en framleiðslufyrirtækið Kontent hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af skáldsögunum um kappann sem skrifaðar eru af Joachim B. Schmidt. Leikstjóri þáttanna segist hafa haft seríuna í maganum allt frá því hann las bókina í fyrsta sinn. „Um leið og ég las bókina þá sá ég þetta fyrir mér á skjánum,“ segir Kristófer Dignus í samtali við Vísi en hann mun sjá um leikstjórn þáttanna. Fyrsta bókin um Kalmann kom út árið 2020 og vakti gríðarlega athygli. Framhaldsbók kom út í fyrra. Joachim hefur búið hér á landi síðan árið 2007 en er upprunalega frá Sviss þar sem Kalmann hefur slegið í gegn. Kalmann kominn heim „Mér finnst eins og Kalmann sé kominn heim,“ segir Joachim. „Mér finnst líka mjög mikilvægt að þetta sé íslensk framleiðsla og hjá Kontent er Kalmann kominn í mjög góðar hendur, þar sem í sögunni er bæði húmor og spennu, eitthvað sem Kontent skilur mjög vel.“ Serían verður tekin upp á Raufarhöfn sem er sögusvið fyrstu bókarinnar. Bókin fjallar um Kalmann Óðinsson, sjálfskipaðan lögreglustjóra á Raufarhöfn. Honum er líkt við kvikmyndapersónuna Forrest Gump í tilkynningu frá framleiðendum. Hann gengur um með kúrekahatt og Mauser skammbyssu sem amerískur afi hans komst yfir í Kóreustríðinu. Joachim B. Scmidt hefur skrifað fimm skáldsögur sem allar gerast á Íslandi. Kalmann er sérstæður, einfaldur og klókur í senn, sér lífið í kringum sig öðrum augum en annað fólk og er í nánu sambandi við náttúru og umhverfi. En svo hverfur valdamesti maður þorpsins, sem hefur líf þess í hendi sér og virðist flæktur í vafasamt athæfi, Kalmann finnur stærðar blóðpoll við Heimskautsgerðið og allt fyllist af lögreglu og fjölmiðla mönnum sem spyrja óþægilegra spurninga. Joachim hafði áður sent frá sér þrjár skáldsögur. Kalman hlaut frábæra dóma þegar sagan kom út í Sviss 2020, komst á metsölulista Der Spiegel, hlaut Crime Cologne-glæpasagnaverðlaunin og var tilnefnd til Specsavers-verðlaunanna sem besta frumraunin og Petrona-verðlaunanna sem besta þýdda norræna glæpasagan. Íslenskara en allt Kristófer Dignus mun leikstýra þáttaröðinni og skrifar einnig handritið ásamt eiginkonu sinni leikkonunni Maríu Hebu. Kristófer segist þekkja vel til á Raufarhöfn og segir Joachim lesa þjóðarsálina vel í bók sinni. „Glöggt er gests augað, hann sér okkur Íslendingana eitthvað svo vel og persónurnar í Kalman eru svo frábærar útgáfur af því hve skrítin og furðuleg og rugluð og einstök við erum og Kalman auðvitað sérstaklega, hann er svona ólíklegasta hetjan af öllum en bjargar einhvern veginn málunum á sinn einstaka hátt.“ Sjálfur er Kristófer hálfur Breti og grínast hann með að ljóst sé að hér sé á ferðinni alvöru alþjóðlegt verkefni. Hann segir að það hafi aldrei komið til greina annaða en að taka þættina upp á sögusviði bókarinnar. Kristófer leitar nú í óðaönn að réttum manni til að fara með hlutverk Kalmanns. „Hann getur hvergi annars staðar verið. Það var víst á tímabili þýskur leikstjóri sem langaði að gera bíómynd úr bókinni en vildi staðfæra hana til Þýskalands og láta hana gerast í þýskum smábæ. Joachim vildi það aldrei, því að þetta yrði að vera hérna á Íslandi og ég er alveg hjartanlega sammála. Þetta er íslenskara en íslenskt þannig að þetta verður að gerast hér!“ Kristófer segir að sér finnist stundum eins og íslenskar sjónvarpsþáttaseríur séru framleiddar fyrir útlenskan markað. Það besta við Kalmann sé hve vel bókin og þar af leiðandi þáttaröðin geti virkað bæði fyrir Íslendinga og útlendinga. „Ég held að Íslendingar jafnt sem útlendingar eigi eftir að elska þessa sögu. Það þarf ekkert að rembast, þetta er saga sem virkar á báða bóga og út um allt.“ Áskorun að finna réttan leikara Kristófer segir að ein af stærstu áskorununum verði að finna réttan leikara í hlutverk Kalmanns. Serían muni standa og falla með persónunni. „Af því að hann er allt í öllu, aðalsöguhetjan og við sjáum heiminn í gegnum augu hans alla seríuna. Það þar því að vanda vel til verka við að finna rétta leikarann og svo vinna með þeim leikara og þróa og móta persónuna.“ Kristófer segist strax hafa farið að velta fyrir sér hver gæti farið með hlutverkið þegar hann las bókina á sínum tíma. Hann heldur spilunum þétt upp að sér en segir framleiðendur vera farna að líta í kringum sig og vera orðna gríðarlega spennta fyrir því að hefjast handa. Bíó og sjónvarp Bókmenntir Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Um leið og ég las bókina þá sá ég þetta fyrir mér á skjánum,“ segir Kristófer Dignus í samtali við Vísi en hann mun sjá um leikstjórn þáttanna. Fyrsta bókin um Kalmann kom út árið 2020 og vakti gríðarlega athygli. Framhaldsbók kom út í fyrra. Joachim hefur búið hér á landi síðan árið 2007 en er upprunalega frá Sviss þar sem Kalmann hefur slegið í gegn. Kalmann kominn heim „Mér finnst eins og Kalmann sé kominn heim,“ segir Joachim. „Mér finnst líka mjög mikilvægt að þetta sé íslensk framleiðsla og hjá Kontent er Kalmann kominn í mjög góðar hendur, þar sem í sögunni er bæði húmor og spennu, eitthvað sem Kontent skilur mjög vel.“ Serían verður tekin upp á Raufarhöfn sem er sögusvið fyrstu bókarinnar. Bókin fjallar um Kalmann Óðinsson, sjálfskipaðan lögreglustjóra á Raufarhöfn. Honum er líkt við kvikmyndapersónuna Forrest Gump í tilkynningu frá framleiðendum. Hann gengur um með kúrekahatt og Mauser skammbyssu sem amerískur afi hans komst yfir í Kóreustríðinu. Joachim B. Scmidt hefur skrifað fimm skáldsögur sem allar gerast á Íslandi. Kalmann er sérstæður, einfaldur og klókur í senn, sér lífið í kringum sig öðrum augum en annað fólk og er í nánu sambandi við náttúru og umhverfi. En svo hverfur valdamesti maður þorpsins, sem hefur líf þess í hendi sér og virðist flæktur í vafasamt athæfi, Kalmann finnur stærðar blóðpoll við Heimskautsgerðið og allt fyllist af lögreglu og fjölmiðla mönnum sem spyrja óþægilegra spurninga. Joachim hafði áður sent frá sér þrjár skáldsögur. Kalman hlaut frábæra dóma þegar sagan kom út í Sviss 2020, komst á metsölulista Der Spiegel, hlaut Crime Cologne-glæpasagnaverðlaunin og var tilnefnd til Specsavers-verðlaunanna sem besta frumraunin og Petrona-verðlaunanna sem besta þýdda norræna glæpasagan. Íslenskara en allt Kristófer Dignus mun leikstýra þáttaröðinni og skrifar einnig handritið ásamt eiginkonu sinni leikkonunni Maríu Hebu. Kristófer segist þekkja vel til á Raufarhöfn og segir Joachim lesa þjóðarsálina vel í bók sinni. „Glöggt er gests augað, hann sér okkur Íslendingana eitthvað svo vel og persónurnar í Kalman eru svo frábærar útgáfur af því hve skrítin og furðuleg og rugluð og einstök við erum og Kalman auðvitað sérstaklega, hann er svona ólíklegasta hetjan af öllum en bjargar einhvern veginn málunum á sinn einstaka hátt.“ Sjálfur er Kristófer hálfur Breti og grínast hann með að ljóst sé að hér sé á ferðinni alvöru alþjóðlegt verkefni. Hann segir að það hafi aldrei komið til greina annaða en að taka þættina upp á sögusviði bókarinnar. Kristófer leitar nú í óðaönn að réttum manni til að fara með hlutverk Kalmanns. „Hann getur hvergi annars staðar verið. Það var víst á tímabili þýskur leikstjóri sem langaði að gera bíómynd úr bókinni en vildi staðfæra hana til Þýskalands og láta hana gerast í þýskum smábæ. Joachim vildi það aldrei, því að þetta yrði að vera hérna á Íslandi og ég er alveg hjartanlega sammála. Þetta er íslenskara en íslenskt þannig að þetta verður að gerast hér!“ Kristófer segir að sér finnist stundum eins og íslenskar sjónvarpsþáttaseríur séru framleiddar fyrir útlenskan markað. Það besta við Kalmann sé hve vel bókin og þar af leiðandi þáttaröðin geti virkað bæði fyrir Íslendinga og útlendinga. „Ég held að Íslendingar jafnt sem útlendingar eigi eftir að elska þessa sögu. Það þarf ekkert að rembast, þetta er saga sem virkar á báða bóga og út um allt.“ Áskorun að finna réttan leikara Kristófer segir að ein af stærstu áskorununum verði að finna réttan leikara í hlutverk Kalmanns. Serían muni standa og falla með persónunni. „Af því að hann er allt í öllu, aðalsöguhetjan og við sjáum heiminn í gegnum augu hans alla seríuna. Það þar því að vanda vel til verka við að finna rétta leikarann og svo vinna með þeim leikara og þróa og móta persónuna.“ Kristófer segist strax hafa farið að velta fyrir sér hver gæti farið með hlutverkið þegar hann las bókina á sínum tíma. Hann heldur spilunum þétt upp að sér en segir framleiðendur vera farna að líta í kringum sig og vera orðna gríðarlega spennta fyrir því að hefjast handa.
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira