Ingibjörg hreinskilin eftir erfiða mánuði: „Búið að vera mjög strembið“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 15:00 Ingibjörg Sigurðardóttir á hóteli landsliðsins í Reykjavík. vísir/Sigurjón „Þetta er búið að vera mjög strembið, ég viðurkenni það alveg. Það er gott að koma heim,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, sem hefur átt afar erfiða tíma eftir að hún flutti frá Noregi til Þýskalands í vetur. Ingibjörg er mætt til landsins því hún á fyrir höndum fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2025. Liðið mætir Póllandi á Kópavogsvelli á föstudaginn, og Þýskalandi ytra næsta þriðjudag. Ingibjörg var orðin fyrirliði Vålerenga í Noregi áður en hún kvaddi félagið í vetur, og upplifði mikla velgengni með liðinu sem hún varð tvívegis meistari með. Allt annað er hins vegar uppi á teningnum hjá Duisburg í Þýskalandi þar sem Ingibjörg á enn eftir að fagna sigri. Þar hefur hún tapað fimm leikjum með liðinu og gert tvö jafntefli. Duisburg er langneðst í þýsku 1. deildinni, án sigurs eftir sautján umferðir og með aðeins fjögur stig. „Síðustu mánuðir hafa verið frekar strembnir,“ viðurkennir Ingibjörg en Duisburg er tíu stigum frá næsta örugga sæti í deildinni, þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. „Það er ekki mikil von innan félagsins, sem gerir þetta svolítið erfiðara þegar maður er mikil keppnismanneskja. En ég held áfram að vinna vinnuna mína og gera mitt besta, og nýta þessa mánuði vel,“ segir Ingibjörg. Klippa: Ingibjörg í viðtali fyrir leik við Pólland Mjög spennt fyrir föstudeginum Ingibjörg er því farin að sakna sigurtilfinningarinnar en finnur hana vonandi á föstudaginn, á Kópavogsvelli: „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég held að þessir leikir muni gefa okkur mjög mikið – reynslu og vonandi einhver stig líka,“ segir Ingibjörg um leikina við Pólland og Þýskaland. Aðalstjarna Póllands er markamaskínan Ewa Pajor: „Ég hef spilað á móti henni áður. Hún er mjög góður leikmaður og við þurfum að passa upp á hana. Það eru margar í pólska liðinu sem að spila í Þýskalandi þannig að þetta er frekar svipaður stíll hjá þessum liðum. En auðvitað viljum við fá þrjú stig á föstudaginn, byrja á því alla vega, og svo vitum við að leikurinn við Þýskaland verður mjög erfitt verkefni,“ segir Ingibjörg. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn EM í Sviss 2025 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Ingibjörg er mætt til landsins því hún á fyrir höndum fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2025. Liðið mætir Póllandi á Kópavogsvelli á föstudaginn, og Þýskalandi ytra næsta þriðjudag. Ingibjörg var orðin fyrirliði Vålerenga í Noregi áður en hún kvaddi félagið í vetur, og upplifði mikla velgengni með liðinu sem hún varð tvívegis meistari með. Allt annað er hins vegar uppi á teningnum hjá Duisburg í Þýskalandi þar sem Ingibjörg á enn eftir að fagna sigri. Þar hefur hún tapað fimm leikjum með liðinu og gert tvö jafntefli. Duisburg er langneðst í þýsku 1. deildinni, án sigurs eftir sautján umferðir og með aðeins fjögur stig. „Síðustu mánuðir hafa verið frekar strembnir,“ viðurkennir Ingibjörg en Duisburg er tíu stigum frá næsta örugga sæti í deildinni, þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. „Það er ekki mikil von innan félagsins, sem gerir þetta svolítið erfiðara þegar maður er mikil keppnismanneskja. En ég held áfram að vinna vinnuna mína og gera mitt besta, og nýta þessa mánuði vel,“ segir Ingibjörg. Klippa: Ingibjörg í viðtali fyrir leik við Pólland Mjög spennt fyrir föstudeginum Ingibjörg er því farin að sakna sigurtilfinningarinnar en finnur hana vonandi á föstudaginn, á Kópavogsvelli: „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég held að þessir leikir muni gefa okkur mjög mikið – reynslu og vonandi einhver stig líka,“ segir Ingibjörg um leikina við Pólland og Þýskaland. Aðalstjarna Póllands er markamaskínan Ewa Pajor: „Ég hef spilað á móti henni áður. Hún er mjög góður leikmaður og við þurfum að passa upp á hana. Það eru margar í pólska liðinu sem að spila í Þýskalandi þannig að þetta er frekar svipaður stíll hjá þessum liðum. En auðvitað viljum við fá þrjú stig á föstudaginn, byrja á því alla vega, og svo vitum við að leikurinn við Þýskaland verður mjög erfitt verkefni,“ segir Ingibjörg.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn EM í Sviss 2025 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira