Norðmenn líta til dróna og geimferða Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 16:05 Síðustu kafbátaleitarvélinni af gerðinni P-3 Orion var flogið frá flugstöðinni í Andøya síðasta sumar. Nú á að nota flugstöðina fyrir dróna og geimferðir. Norski herinn/Onar Digernes Aase Ríkisstjórn Noregs hefur tilkynnt ætlanir um að hætta eigi við að loka herstöðinni í Andøya, eins og til stóð. Þess í stað á að fara í umfangsmikla fjárfestingu þar og þróa herstöðina sérstaklega fyrir notkun langdrægra dróna í samstarfi við geimferðastöð sem verið er að setja á laggirnar þar. Herstöðin á að vera mikilvægur partur í ætlunum norska hersins í geimnum. Þá á einnig að halda herstöðinni og flugbrautum hennar við fyrir flugmenn bandalagsríkja Noregs, bæði á friðartímum og mögulegum stríðstímum. Í tilkynningu á vef varnarmálaráðuneytis Noregs segir að keyptir verði langdrægir drónar með háþróuðum skynjurum, sem muni gera Norðmönnum kleift að vakta og stjórna hafsvæði þeirra í norðri. Regjeringen har store ambisjoner for Andøya, og foreslår å omgjøre vedtaket om nedleggelse av Andøya , som nå skal utvikles til base for langtrekkende droner, og blir sentral i understøttelsen og utviklingen av Forsvarets romvirksomhet.Les mer:https://t.co/CnM8iz4wiR— Forsvarsdepartement (@Forsvarsdep) April 3, 2024 Dróna þessa á að nota með P8 Poseidon flugvélum frá Evenes. Þær flugvélar eru meðal annars notaðir til kafbátaleitar og rafræns eftirlits. Slíkum flugvélum er einnig flogið frá Keflavíkurflugvelli. Sjá einnig: Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Haft er eftir Bjørn Arild Gram, varnarmálaráðherra, í tilkynningunni að ríkisstjórn Noregs hafi skýr markmið varðandi það að auka mikilvægi Noregs varðandi eftirlit á Norðurslóðum. Herstöðin á að verða helsta þjálfunarstöðin í Noregi varðandi notkun dróna og er hún sögð mikilvæg Atlantshafsbandalaginu. Norðmenn vonast einnig til þess að geimferðastöð sem verið er að koma á laggirnar í Andøya muni styðja við ætlanir norska hersins og bandamanna þeirra í geimnum. Til stendur að vinna með bandamönnum Noregs að því að því að byggja upp getu til að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu frá geimferðastöðinni. Noregur NATO Hernaður Geimurinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Herstöðin á að vera mikilvægur partur í ætlunum norska hersins í geimnum. Þá á einnig að halda herstöðinni og flugbrautum hennar við fyrir flugmenn bandalagsríkja Noregs, bæði á friðartímum og mögulegum stríðstímum. Í tilkynningu á vef varnarmálaráðuneytis Noregs segir að keyptir verði langdrægir drónar með háþróuðum skynjurum, sem muni gera Norðmönnum kleift að vakta og stjórna hafsvæði þeirra í norðri. Regjeringen har store ambisjoner for Andøya, og foreslår å omgjøre vedtaket om nedleggelse av Andøya , som nå skal utvikles til base for langtrekkende droner, og blir sentral i understøttelsen og utviklingen av Forsvarets romvirksomhet.Les mer:https://t.co/CnM8iz4wiR— Forsvarsdepartement (@Forsvarsdep) April 3, 2024 Dróna þessa á að nota með P8 Poseidon flugvélum frá Evenes. Þær flugvélar eru meðal annars notaðir til kafbátaleitar og rafræns eftirlits. Slíkum flugvélum er einnig flogið frá Keflavíkurflugvelli. Sjá einnig: Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Haft er eftir Bjørn Arild Gram, varnarmálaráðherra, í tilkynningunni að ríkisstjórn Noregs hafi skýr markmið varðandi það að auka mikilvægi Noregs varðandi eftirlit á Norðurslóðum. Herstöðin á að verða helsta þjálfunarstöðin í Noregi varðandi notkun dróna og er hún sögð mikilvæg Atlantshafsbandalaginu. Norðmenn vonast einnig til þess að geimferðastöð sem verið er að koma á laggirnar í Andøya muni styðja við ætlanir norska hersins og bandamanna þeirra í geimnum. Til stendur að vinna með bandamönnum Noregs að því að því að byggja upp getu til að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu frá geimferðastöðinni.
Noregur NATO Hernaður Geimurinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira