Þjóðverjinn varð heimsmeistari með Red Bull fjögur ár í röð frá 2010 til 2013. Vettel er enn aðeins 36 ára gamall og gæti því enn átt nokkur góð ár eftir í heimi Formúlu 1.
Nú þegar vitað er að Lewis Hamilton mun færa sig yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil er ljóst að Mercedes-liðið er með laust sæti á næsta tímabili. Það gæti komið af stað löngum kapli og Vettel gerir sér grein fyrir því.
„Það eru ýmsar hugmyndir sem koma upp í hugann á manni og ég hef alveg íhugað að snúa aftur,“ sagði Vettel í samtali við BBC. „Eins og staðan er núna hefur mér samt ekki snúist hugur en þetta fer allt eftir því hvað á eftir að gerast.“
Hann segist þó hafa verið í sambandi við Toto Wolff, liðsstjóra Marcedes.
„Ég fylgist vel með íþróttinni og eins og staðan er núna á mikið eftir að gerast þegar kemur að ökumönnum, hvar þeir enda og allt það. Ég er að sjálfsögðu enn í sambandi við fólk innan íþróttarinnar. Ég spjalla stundum við Toto. Þetta á allt eftir að koma í ljós, en eins og staðan er núna er það ekki í forgangi hjá mér að snúa aftur.“