Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón komin með 1.500 meðmælendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 10:52 Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón eru þau einu sem hafa gefið út að þau hafi náð tilskildum fjölda meðmælenda. vísir Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr eru einu forsetaframbjóðendurnir sem komnir eru með tilskilinn fjölda meðmælenda, eftir því sem næst verður komist. Rafræn meðmælasöfnun hófst 1. mars síðastaliðinn en til að eiga kost á þátttöku í forsetakosningunum þurfa frambjóðendur að safna að lágmarki 1.500 meðmælendum og að hámarki 3.000. Gerð er krafa um 1.233 meðmælendur í Sunnlendingafjórðungi, 56 í Vestfirðingafjórðungi, 157 í Norðlendingafjórðungi og 54 í Austfirðingafjórðungi. Safna má meðmælum bæði á netinu og skriflega. Hvorki Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, né Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir hafa náð að safna 1.500 undirskriftum, enn sem komið er. Framboð Helgu er þó bjartsýnt á að það náist á næstu dögum og þá segir Harpa B. Hjálmtýsdóttir, samskiptastjóri Sigríðar, nægan tíma til stefnu. Framboðsfresturinn rennur út 26. apríl 2024. Beðið eftir Katrínu Guðmundur Felix Grétarsson, „handhafi“ eins og hann hefur kallað sig, bættist í hóp yfirlýstra frambjóðenda í vikunni og þá hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hafið undirskriftasöfnun. Steinunn hafði áður gefið út að hún myndi bjóða sig fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra færi fram. Ákvörðunar forsætisráðherra er beðið með mikilli eftirvæntingu en mörgum þykir pólitísk atburðarás vikunnar benda sterklega til þess að hún muni sækjast eftir forsetaembættinu. Frambjóðendurnir eru þeir einu sem hafa aðgang að upplýsingum um fjölda meðmælenda. Fjölmiðlar geta þannig ekki fylgst með söfnun undirskrifta nema með því að hafa samband við framboðin. Eins og stendur eru 65 skráðir frambjóðendur á island.is en Vísir hefur áður greint frá því að margir hafi lent í því að stofna undirskriftasöfnun þegar þeir ætluðu að mæla með frambjóðanda. Uppfært: Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í framboð Arnars Þórs Jónssonar. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Rafræn meðmælasöfnun hófst 1. mars síðastaliðinn en til að eiga kost á þátttöku í forsetakosningunum þurfa frambjóðendur að safna að lágmarki 1.500 meðmælendum og að hámarki 3.000. Gerð er krafa um 1.233 meðmælendur í Sunnlendingafjórðungi, 56 í Vestfirðingafjórðungi, 157 í Norðlendingafjórðungi og 54 í Austfirðingafjórðungi. Safna má meðmælum bæði á netinu og skriflega. Hvorki Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, né Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir hafa náð að safna 1.500 undirskriftum, enn sem komið er. Framboð Helgu er þó bjartsýnt á að það náist á næstu dögum og þá segir Harpa B. Hjálmtýsdóttir, samskiptastjóri Sigríðar, nægan tíma til stefnu. Framboðsfresturinn rennur út 26. apríl 2024. Beðið eftir Katrínu Guðmundur Felix Grétarsson, „handhafi“ eins og hann hefur kallað sig, bættist í hóp yfirlýstra frambjóðenda í vikunni og þá hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hafið undirskriftasöfnun. Steinunn hafði áður gefið út að hún myndi bjóða sig fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra færi fram. Ákvörðunar forsætisráðherra er beðið með mikilli eftirvæntingu en mörgum þykir pólitísk atburðarás vikunnar benda sterklega til þess að hún muni sækjast eftir forsetaembættinu. Frambjóðendurnir eru þeir einu sem hafa aðgang að upplýsingum um fjölda meðmælenda. Fjölmiðlar geta þannig ekki fylgst með söfnun undirskrifta nema með því að hafa samband við framboðin. Eins og stendur eru 65 skráðir frambjóðendur á island.is en Vísir hefur áður greint frá því að margir hafi lent í því að stofna undirskriftasöfnun þegar þeir ætluðu að mæla með frambjóðanda. Uppfært: Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í framboð Arnars Þórs Jónssonar.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent