Leið til heillandi kirkju – Guðrúnu sem biskup Toshiki Toma skrifar 6. apríl 2024 07:30 Ég undirritaður styð Guðrúnu Karls Helgudóttur í komandi biskupskjöri. Ég vil taka það fram að ég er ekki tengdur neinum af frambjóðendunum á einhvern hátt, en þekki þau öll í gegnum störf mín sem prestur innflytjenda. Ástæða þess að ég styð Guðrúnu er fyrst og fremst sú að framtíðarsýn hennar fyrir þjóðkirkjuna er mjög lík því sem ég hef í huga mínum. Þetta kemur skýrt fram í því kynningarefni sem tengist biskupsframboði Guðrúnar, en um leið hefur það verið augljóst í starfi hennar og málflutningi hennar lengi vel, þetta er ekki eitthvað sem varð skyndilega til nýlega. Þarna er tvennt sem mér finnst skipta mestu máli. Í fyrsta lagi leggur Guðrún áherslu á að kirkjan þurfi alltaf að vera í samtali við samtímann, og móta hann, um leið og samtíminn mótar kirkjuna. Þetta finnst mér líka mjög mikilvægt, og kirkjan hefur ekki alltaf staðið sig nógu vel í því, t.d. finnst mér kirkjan ekki stíga nógu sterkt fram gegn útlendingahatri og því sem er að gerast á Gaza þessa dagana. Þögn kirkjunnar býr til fjarlægð og það verður að breytast. Guðrún hefur sagt að kirkjan eigi að vera vörður mannréttinda og réttlætis, og það hefur hún lagt áherslu á í störfum sínum sem sóknarprestur og kirkjuþingskona, t.d. varðandi réttindi LBGTQ fólks og ég trúi því að hún muni gera það áfram verði hún biskup. Í öðru lagi hefur Guðrún góðan skilning á þeirri stöðu sem kirkjan hefur í samfélaginu í dag og er tilbúin að nýta þau tækifæri sem slíkt felur í sér. Þjóðkirkjan er ekki lengur í sömu forréttindastöðu og áður og þarf að aðlagast að nýju umhverfi fjölmenningar. En nákvæmilega þarna er nýtt tækifæri fyrir kirkjuna okkar. Tækifæri til að byggja upp nýja starfsemi, safnaðarlíf, víkka sjónarhorn og leita til samvinnu við samfélagið. Núna er tækfæri fyrir kirkjuna að verða heillandi og fjölga félögum sínum. Ef það tekst, þá breytist þjóðkirkjan í ,,nýja" þjóðkirkju á jákvæðan hátt. Þar sem ég er sjálfur innflytjandi þá hef ég ákveðna sýn á þessi mál. Nú eru rúmlega 70.000 útlendingar búsettir á Íslandi og ýmiss konar þjónusta er í boði fyrir íslenska íbúa á öðrum tungumálum, t.d. hjá fjölmiðlum, stofnunum o.fl. Kirkjan á að gera þetta í meiri mæli til að vera samstíga samfélaginu. Ef um 20 prósent íbúa á Íslandi eru af erlendu bergi brotin, þá ætti það að vera markmið Þjóðkirkjunnar að 20 prósent þátttakenda í starfi hennar séu af erlendu bergi brotin. Það er aðeins hægt með því að kirkjan skilji þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu. Það gerir Guðrún. Að lokum, vil ég minna lesendur á það að biskup Íslands er andlit Þjóðkirkjunnar. Í huga flestra er ,,biskup" það sama og ,,kirkja". Þegar biskup segir eitthvað þýðir það kirkjan segir það. Óháð því hvort slíkt viðhorf sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, rétt eða rangt, er það staðreynd. Ég get aðeins ímyndað mér hversu þung ábyrgð er að vera biskup Íslands og ég trúi því að Guðrún Karls Hegudóttir geti borið þennan þunga kross á sér. Guð blessi hana og styrki. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Biskupskjör 2024 Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég undirritaður styð Guðrúnu Karls Helgudóttur í komandi biskupskjöri. Ég vil taka það fram að ég er ekki tengdur neinum af frambjóðendunum á einhvern hátt, en þekki þau öll í gegnum störf mín sem prestur innflytjenda. Ástæða þess að ég styð Guðrúnu er fyrst og fremst sú að framtíðarsýn hennar fyrir þjóðkirkjuna er mjög lík því sem ég hef í huga mínum. Þetta kemur skýrt fram í því kynningarefni sem tengist biskupsframboði Guðrúnar, en um leið hefur það verið augljóst í starfi hennar og málflutningi hennar lengi vel, þetta er ekki eitthvað sem varð skyndilega til nýlega. Þarna er tvennt sem mér finnst skipta mestu máli. Í fyrsta lagi leggur Guðrún áherslu á að kirkjan þurfi alltaf að vera í samtali við samtímann, og móta hann, um leið og samtíminn mótar kirkjuna. Þetta finnst mér líka mjög mikilvægt, og kirkjan hefur ekki alltaf staðið sig nógu vel í því, t.d. finnst mér kirkjan ekki stíga nógu sterkt fram gegn útlendingahatri og því sem er að gerast á Gaza þessa dagana. Þögn kirkjunnar býr til fjarlægð og það verður að breytast. Guðrún hefur sagt að kirkjan eigi að vera vörður mannréttinda og réttlætis, og það hefur hún lagt áherslu á í störfum sínum sem sóknarprestur og kirkjuþingskona, t.d. varðandi réttindi LBGTQ fólks og ég trúi því að hún muni gera það áfram verði hún biskup. Í öðru lagi hefur Guðrún góðan skilning á þeirri stöðu sem kirkjan hefur í samfélaginu í dag og er tilbúin að nýta þau tækifæri sem slíkt felur í sér. Þjóðkirkjan er ekki lengur í sömu forréttindastöðu og áður og þarf að aðlagast að nýju umhverfi fjölmenningar. En nákvæmilega þarna er nýtt tækifæri fyrir kirkjuna okkar. Tækifæri til að byggja upp nýja starfsemi, safnaðarlíf, víkka sjónarhorn og leita til samvinnu við samfélagið. Núna er tækfæri fyrir kirkjuna að verða heillandi og fjölga félögum sínum. Ef það tekst, þá breytist þjóðkirkjan í ,,nýja" þjóðkirkju á jákvæðan hátt. Þar sem ég er sjálfur innflytjandi þá hef ég ákveðna sýn á þessi mál. Nú eru rúmlega 70.000 útlendingar búsettir á Íslandi og ýmiss konar þjónusta er í boði fyrir íslenska íbúa á öðrum tungumálum, t.d. hjá fjölmiðlum, stofnunum o.fl. Kirkjan á að gera þetta í meiri mæli til að vera samstíga samfélaginu. Ef um 20 prósent íbúa á Íslandi eru af erlendu bergi brotin, þá ætti það að vera markmið Þjóðkirkjunnar að 20 prósent þátttakenda í starfi hennar séu af erlendu bergi brotin. Það er aðeins hægt með því að kirkjan skilji þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu. Það gerir Guðrún. Að lokum, vil ég minna lesendur á það að biskup Íslands er andlit Þjóðkirkjunnar. Í huga flestra er ,,biskup" það sama og ,,kirkja". Þegar biskup segir eitthvað þýðir það kirkjan segir það. Óháð því hvort slíkt viðhorf sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, rétt eða rangt, er það staðreynd. Ég get aðeins ímyndað mér hversu þung ábyrgð er að vera biskup Íslands og ég trúi því að Guðrún Karls Hegudóttir geti borið þennan þunga kross á sér. Guð blessi hana og styrki. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun