Innherji

Vill að bankarnir beri einnig kostnað af á­bata sem fylgir miklum gjald­eyris­forða

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs var um 33 milljarða tap á rekstri Seðlabankans en ársreikningur bankans verður birtur síðar í dag þegar ársfundurinn fer fram.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs var um 33 milljarða tap á rekstri Seðlabankans en ársreikningur bankans verður birtur síðar í dag þegar ársfundurinn fer fram. Stöð 2/Arnar

Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans.


Tengdar fréttir

Unnið með bönkunum í er­lendri fjár­mögnun að hafa tekið yfir í­búða­lánin

Efnahagsreikningur og rekstur viðskiptabankanna hefur tekið stakkaskiptum frá 2019, þegar þeir voru í raun bara „fyrirtækjabankar“ að sögn seðlabankastjóra, og viðskiptalíkanið er orðið mun sterkara eftir að bankarnir tóku nánast yfir íbúðalán heimilanna sem hefur unnið með þeim í erlendri markaðsfjármögnun. Hann segir að hagræðið sem hafi náðst með þeirri breytingu sé komin til vera og öll rök hnígi að því að lífeyrissjóðir einblíni á að kaupa sértryggð bankanna fremur en að standa sjálfur í beinum lánveitingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×