Lífið

Keyptu 100 ára gamalt timbur­hús: „Ég hljóp út úr húsinu um daginn og hélt fyrir eyrun“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Arnar Dan og Sigga Soffía festu kaup á fallegu timburhúsi í Vestubær Reykjavíkur sem þau ætla að taka í gegn og gera að sínu.
Arnar Dan og Sigga Soffía festu kaup á fallegu timburhúsi í Vestubær Reykjavíkur sem þau ætla að taka í gegn og gera að sínu. Sigga Soffía

Arn­ar Dan Kristjáns­son leik­ari og eiginkona hans Sig­ríður Soffía Hafliðadótt­ir tón­list­ar­kona festu kaup á 118 ára gömlu timburhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur sem þau ætla að taka í gegn og gera að sínu. Hjónin greiddu 125 milljónir fyrir eignina.

Um er að ræða 200 fermetra einbýlishús við Stýrimannastíg 7 sem var reist árið 1906. Fyrri eigandi hússins, Jóhanna Kristjánsdóttir hefur búið í húsinu alla tíð. 

Stórt og spennandi verkefni

Áður bjuggu Sigga Soffía og Arnar Dan í fallegri íbúð við Ránargötu sem þau gerðu upp og tóku meðal ann­ars eld­húsið í gegn. Þau seldu eignina í byrjun árs og eiga nú ansi stórt en spennandi verkefni fyrir höndum.

„Hey hver elskar ekki hús- renovation??? Formlegur afhendingardagur var í dag!

Við Arnar festum kaup á 100 ára gömlu timburhúsi í Vesturbænum. Húsið líkist æskuheimili mínu á Vesturgötunni góðu. Brakandi gólf og góður andi. Jóhanna, sú sem við keyptum af, hefur búið þarna allt sitt líf og var glöð að sjá þrjá krakkaorma hlaupa um í stofunni áðan.

Verkefnin eru ca. 3638378 en sem betur fer er Arnar með orku á við Gullfoss og er þar af leiðandi búinn að rífa veggi, loft og golf. Ég fæ nett kvíðakast við tilhugsunina um verkefnið sem bíður okkar. Ég hljóp út úr húsinu um daginn og hélt fyrir eyrun (veit ekki afhverju fyrir eyrun samt?) vegna áhyggja.

En þetta fer allt vel! Three little birds verður mantran min næstu daga og spilað á stanslausu repeat-i,“ skrifar Sigga Soffía og deilir mynd af þeim hjónum á Instagram fyrir framan húsið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.