Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 18:46 Andrés Jónsson segist hafa heimildir fyrir því að Katrín hafi lengi legið undir framboðsfeldinum. Vísir/Samsett Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. Andrés var gestur í Pallborði dagsins ásamt Ólafi Harðarsyni, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni og fyrrverandi þingkonu. Allir gestir voru einhuga í því að Katrín byði sig og það bráðlega. Aðspurður hvers vegna Katrín hafi ekki þegar tilkynnt framboð sitt formlega segir Andrés að það sé gert til að hámarka líkur á kosningasigri. „Hún er náttúrlega að reyna að gera þetta á þann hátt að hún sé líklegt til að vinna. Svo vill hún skilja vel við. Bæði er það mikilvægt veganesti inn í kosningarnar. Að skilja ekki allt eftir í hönk. Að sama skapi er það líka hennar stíll að skilja vel við,“ segir Andrés. „Hún er aðeins farin að missa stjórn á atburðarásinni. Henni hefur tekist að halda þessu frekar úr umræðunni. Mínar heimildir herma að hún sé búin að vera að hugsa þetta frá því á nýársdag og máta sig við þetta og máta hverjir aðrir færu fram. Og í rauninni finna lausn á því hvernig hún gæti stigið frá borði og gert það vel,“ bætir hann við. Hann segist halda að það sé algjörlega útilokað að Katrín bjóði sig ekki fram og að það verði á morgun. Þurfti að staðfesta orð þingflokksmanns síns Helga Vala segir það helst vera Orra Páli Jóhannssyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, að kenna að Katrín hafi misst stjórn á umræðunni varðandi framboð hennar. „Þingflokksformaður VG er eiginlega búinn að skúbba tvisvar, nú tvö kvöld í röð. Hún byrjaði á því að koma og segja: „Já, jú, hún er að íhuga þetta alvarlega,“ og Katrín kom svo daginn eftir og staðfesti orð þingflokksformannsins síns“ segir hún. „Katrín er búin að vera í stjórnmálum síðan 2002, þegar hún var í borginni. Hún hefur þau völd að vita að einn dagur til eða frá í þessu mun ekki skipta neinu máli um niðurstöðuna. Þannig hún getur ákveðið að gera þetta á sínum hraða. Hún hefur ekkert endalausan tíma en hún getur alveg boðað ykkur með kortersfyrirvara og tilkynnt þetta bara látlaust,“ bætir Helga Vala við. Stjórnarslit ekki gott veganesti inn í kosningar Ólafur Harðarson, prófessor emerítus við stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir jafnframt að hann telji líkurnar á því að Katrín láti sig vanta á kjörseðlunum í sumar hverfandi. „Það eina sem gæti hugsanlega leitt til þess að hún hætti nú á síðustu stundu við er að það væri ljóst að það myndi leiða til fullkomins óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum, stjórnin myndi springa, allt fara í háaloft. Það væri ekki gott veganesti fyrir hana inn í kosningabaráttu,“ segir Ólafur „En ég hef enga trú á því að þetta gerist,“ bætir hann við. Forsetakosningar 2024 Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57 Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Andrés var gestur í Pallborði dagsins ásamt Ólafi Harðarsyni, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni og fyrrverandi þingkonu. Allir gestir voru einhuga í því að Katrín byði sig og það bráðlega. Aðspurður hvers vegna Katrín hafi ekki þegar tilkynnt framboð sitt formlega segir Andrés að það sé gert til að hámarka líkur á kosningasigri. „Hún er náttúrlega að reyna að gera þetta á þann hátt að hún sé líklegt til að vinna. Svo vill hún skilja vel við. Bæði er það mikilvægt veganesti inn í kosningarnar. Að skilja ekki allt eftir í hönk. Að sama skapi er það líka hennar stíll að skilja vel við,“ segir Andrés. „Hún er aðeins farin að missa stjórn á atburðarásinni. Henni hefur tekist að halda þessu frekar úr umræðunni. Mínar heimildir herma að hún sé búin að vera að hugsa þetta frá því á nýársdag og máta sig við þetta og máta hverjir aðrir færu fram. Og í rauninni finna lausn á því hvernig hún gæti stigið frá borði og gert það vel,“ bætir hann við. Hann segist halda að það sé algjörlega útilokað að Katrín bjóði sig ekki fram og að það verði á morgun. Þurfti að staðfesta orð þingflokksmanns síns Helga Vala segir það helst vera Orra Páli Jóhannssyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, að kenna að Katrín hafi misst stjórn á umræðunni varðandi framboð hennar. „Þingflokksformaður VG er eiginlega búinn að skúbba tvisvar, nú tvö kvöld í röð. Hún byrjaði á því að koma og segja: „Já, jú, hún er að íhuga þetta alvarlega,“ og Katrín kom svo daginn eftir og staðfesti orð þingflokksformannsins síns“ segir hún. „Katrín er búin að vera í stjórnmálum síðan 2002, þegar hún var í borginni. Hún hefur þau völd að vita að einn dagur til eða frá í þessu mun ekki skipta neinu máli um niðurstöðuna. Þannig hún getur ákveðið að gera þetta á sínum hraða. Hún hefur ekkert endalausan tíma en hún getur alveg boðað ykkur með kortersfyrirvara og tilkynnt þetta bara látlaust,“ bætir Helga Vala við. Stjórnarslit ekki gott veganesti inn í kosningar Ólafur Harðarson, prófessor emerítus við stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir jafnframt að hann telji líkurnar á því að Katrín láti sig vanta á kjörseðlunum í sumar hverfandi. „Það eina sem gæti hugsanlega leitt til þess að hún hætti nú á síðustu stundu við er að það væri ljóst að það myndi leiða til fullkomins óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum, stjórnin myndi springa, allt fara í háaloft. Það væri ekki gott veganesti fyrir hana inn í kosningabaráttu,“ segir Ólafur „En ég hef enga trú á því að þetta gerist,“ bætir hann við.
Forsetakosningar 2024 Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57 Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
„Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07
Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. 4. apríl 2024 12:57
Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18