Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Þór Stefánsson skrifar 4. apríl 2024 23:15 „Ef það er eitthvað sem getur sett hana úr jafnvægi og truflað þessa ímynd þá er það þegar hún er borin saman við Jón Gnarr,“ segir Andrés Jónsson um forsetalega ímynd Katrínar Jakobsdóttur. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi Andrés um forsetakapallinn sem nú er í fullum gangi, ásamt Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni og fyrrverandi alþingismanni og Ólafi Þ. Harðarsyni prófessor emeritus í stjórnmálafræði. „Það sem var áhugavert með Jón Gnarr og hans ávarp er að hann ætlar sér greinilega að gera þetta af alvöru. Vegna þess að ávarpið talaði ekkert til unga fólksins eða þeirra sem eru hefðbundnir aðdáendur Jóns Gnarr. Hann var ekki með neina kerskni eða kímni í þessu," sagði Andrés um ávarp Jóns, þar sem hann kynnti forsetaframboð sitt. „Þetta ávarp snerist um það að taka af honum trúðsímyndina og segja: „Heyrðu, ég get verið stofuhæfur á Bessastöðum. Ég get líka verið forseti ykkar sem finnst ég vera of mikil fígúra.“ Hann er að reyna að færa sig, og breikka sig fyrst, svo held ég að hann verði með sína styrkleika í sjónvarpssal og á samfélagsmiðlum.“ Helga Vala tók undir þessi orð Andrésar. „Ávarpið hans kom mér á óvart. Hann sýndi mikla mennsku og hlýju. Hann sýndi virðingu fyrir embættinu án þess að maður fengi það á tilfinninguna að hann væri eitthvað að grínast með það. Mér fannst þetta bara svolítið flott hjá honum.“ Hún segir greinilegt að ávarpið hafi verið úthugsað og minnist á að sér hafi fundist smart að taka myndbandið upp í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Þá hafi Helga heyrt frá fólki sem hafi unnið með Jóni segja að hann megi aldrei vanmeta. „Þegar farið er aðeins út fyrir menntaða kjarnann þá bara talar hann beint inn í hjartað á fólki. Við skulum spyrja að leikslokum.“ Andrés minnist þá, líkt og áður segir, á veikleika ofurhetjunnar Súperman, sem er kryptónít. Hann veltir fyrir sér hvort Jón sé mögulega kryptónít Katrínar. „Katrín er með þessa fullkomnu forsetaímynd. Við erum frá því að við kynntumst henni getað mátað hana við Bessastaði. Ef það er eitthvað sem getur sett hana úr jafnvægi og truflað þessa ímynd þá er það þegar hún er borin saman við Jón Gnarr,“ segir Andrés. „Ég held að hún hafi ekkert endilega fagnað því að hann hafi komið fram. En ég held nú samt að hún sé auðvitað sigurstranglegri.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón komin með 1.500 meðmælendur Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr eru einu forsetaframbjóðendurnir sem komnir eru með tilskilinn fjölda meðmælenda, eftir því sem næst verður komist. 4. apríl 2024 10:52 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi Andrés um forsetakapallinn sem nú er í fullum gangi, ásamt Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni og fyrrverandi alþingismanni og Ólafi Þ. Harðarsyni prófessor emeritus í stjórnmálafræði. „Það sem var áhugavert með Jón Gnarr og hans ávarp er að hann ætlar sér greinilega að gera þetta af alvöru. Vegna þess að ávarpið talaði ekkert til unga fólksins eða þeirra sem eru hefðbundnir aðdáendur Jóns Gnarr. Hann var ekki með neina kerskni eða kímni í þessu," sagði Andrés um ávarp Jóns, þar sem hann kynnti forsetaframboð sitt. „Þetta ávarp snerist um það að taka af honum trúðsímyndina og segja: „Heyrðu, ég get verið stofuhæfur á Bessastöðum. Ég get líka verið forseti ykkar sem finnst ég vera of mikil fígúra.“ Hann er að reyna að færa sig, og breikka sig fyrst, svo held ég að hann verði með sína styrkleika í sjónvarpssal og á samfélagsmiðlum.“ Helga Vala tók undir þessi orð Andrésar. „Ávarpið hans kom mér á óvart. Hann sýndi mikla mennsku og hlýju. Hann sýndi virðingu fyrir embættinu án þess að maður fengi það á tilfinninguna að hann væri eitthvað að grínast með það. Mér fannst þetta bara svolítið flott hjá honum.“ Hún segir greinilegt að ávarpið hafi verið úthugsað og minnist á að sér hafi fundist smart að taka myndbandið upp í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Þá hafi Helga heyrt frá fólki sem hafi unnið með Jóni segja að hann megi aldrei vanmeta. „Þegar farið er aðeins út fyrir menntaða kjarnann þá bara talar hann beint inn í hjartað á fólki. Við skulum spyrja að leikslokum.“ Andrés minnist þá, líkt og áður segir, á veikleika ofurhetjunnar Súperman, sem er kryptónít. Hann veltir fyrir sér hvort Jón sé mögulega kryptónít Katrínar. „Katrín er með þessa fullkomnu forsetaímynd. Við erum frá því að við kynntumst henni getað mátað hana við Bessastaði. Ef það er eitthvað sem getur sett hana úr jafnvægi og truflað þessa ímynd þá er það þegar hún er borin saman við Jón Gnarr,“ segir Andrés. „Ég held að hún hafi ekkert endilega fagnað því að hann hafi komið fram. En ég held nú samt að hún sé auðvitað sigurstranglegri.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón komin með 1.500 meðmælendur Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr eru einu forsetaframbjóðendurnir sem komnir eru með tilskilinn fjölda meðmælenda, eftir því sem næst verður komist. 4. apríl 2024 10:52 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07
Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32
Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón komin með 1.500 meðmælendur Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr eru einu forsetaframbjóðendurnir sem komnir eru með tilskilinn fjölda meðmælenda, eftir því sem næst verður komist. 4. apríl 2024 10:52