Gerum það sem við getum: Sniðgöngum Rapyd og vörur frá Ísrael Auður Styrkársdóttir skrifar 5. apríl 2024 07:30 Ísraelsríki var stofnað þann 14. maí árið 1948 með stuðningi alþjóðasamfélagsins, og óþarfi að rifja upp þá sögu. Margir vita ekki, að þann 15. maí ár hvert er sorgardagur Palestínumanna, kallaður Nakba. Hörmungar. Þann dag árið 1948 og næstu daga og vikur voru 750.000 menn, konur og börn hrakin úr 500 bæjum og þorpum, og þeim ýmist eytt eða gyðingar settust þar að og gáfu öllu nýtt nafn. Eitt þessara þorpa hét Tantura og var friðsælt fiskiþorp. Nú er þar vinsæll baðstaður gyðinga. Þar hafa fundist fjöldagrafir. Um þetta má lesa á netinu. Ofbeldið hefur dunið á Palestínumönnum æ síðan. Nú eru um sex milljón uppflosnungar í eigin landi, og Ísraelsher sýnist ætla að útrýma þeim sem flestum. Nokkrir þjóðarleiðtogar eru farnir að ókyrrast. Flestir standa þó hjá. Aðgerðarlausir. Við, almenningur, getum hins vegar gert heilmargt. Við getum forðast vörur frá Ísrael, strikamerki sem byrjar á 729. Við getum forðast að okkar aurar renni úr landi og til ísraelska fyrirtækisins Rapyd og sýnt þannig forstjóra þess, sem er opinber stuðningsmaður og samverkamaður ísraelska hersins, að við látum ekki bjóða okkur þetta. Við getum notað greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka eða Kviku. Við getum verslað við Krónuna, Fjarðarkaup eða Melabúðina, ef hægt er. Við getum spurt um greiðsluhirði áður en við borgum með korti, eða flett upp greiðsluhirði búðarinnar á www.hirdir.is Við getum krafist þess að Ríkiskaup segi þegar í stað upp samningi sínum við Rapyd svo íslenska ríkið láti af þeim óbeina stuðningi sínum við þjóðarmorð. Og við getum krafist þess að íslensk stjórnvöld komi hér upp innlendu greiðslukortafyrirtæki, og láti ekki örfáa fjársterka hagsmunaaðila stöðva þau áform. Þjóðaröryggi krefst þess. Siðferðisvitundin krefst þess. Og þá myndu ekki 20 milljarðar renna árlega úr landi til erlendra fyrirtækja. Dirfist einhver stjórnmálamaður að slá hendinni móti því fé? Okkar skattfé. Höfundur er pensjónisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ísraelsríki var stofnað þann 14. maí árið 1948 með stuðningi alþjóðasamfélagsins, og óþarfi að rifja upp þá sögu. Margir vita ekki, að þann 15. maí ár hvert er sorgardagur Palestínumanna, kallaður Nakba. Hörmungar. Þann dag árið 1948 og næstu daga og vikur voru 750.000 menn, konur og börn hrakin úr 500 bæjum og þorpum, og þeim ýmist eytt eða gyðingar settust þar að og gáfu öllu nýtt nafn. Eitt þessara þorpa hét Tantura og var friðsælt fiskiþorp. Nú er þar vinsæll baðstaður gyðinga. Þar hafa fundist fjöldagrafir. Um þetta má lesa á netinu. Ofbeldið hefur dunið á Palestínumönnum æ síðan. Nú eru um sex milljón uppflosnungar í eigin landi, og Ísraelsher sýnist ætla að útrýma þeim sem flestum. Nokkrir þjóðarleiðtogar eru farnir að ókyrrast. Flestir standa þó hjá. Aðgerðarlausir. Við, almenningur, getum hins vegar gert heilmargt. Við getum forðast vörur frá Ísrael, strikamerki sem byrjar á 729. Við getum forðast að okkar aurar renni úr landi og til ísraelska fyrirtækisins Rapyd og sýnt þannig forstjóra þess, sem er opinber stuðningsmaður og samverkamaður ísraelska hersins, að við látum ekki bjóða okkur þetta. Við getum notað greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka eða Kviku. Við getum verslað við Krónuna, Fjarðarkaup eða Melabúðina, ef hægt er. Við getum spurt um greiðsluhirði áður en við borgum með korti, eða flett upp greiðsluhirði búðarinnar á www.hirdir.is Við getum krafist þess að Ríkiskaup segi þegar í stað upp samningi sínum við Rapyd svo íslenska ríkið láti af þeim óbeina stuðningi sínum við þjóðarmorð. Og við getum krafist þess að íslensk stjórnvöld komi hér upp innlendu greiðslukortafyrirtæki, og láti ekki örfáa fjársterka hagsmunaaðila stöðva þau áform. Þjóðaröryggi krefst þess. Siðferðisvitundin krefst þess. Og þá myndu ekki 20 milljarðar renna árlega úr landi til erlendra fyrirtækja. Dirfist einhver stjórnmálamaður að slá hendinni móti því fé? Okkar skattfé. Höfundur er pensjónisti.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar