Stórum hluthafa í Marel snýst hugur og styður nú yfirtökutilboð JBT

Adam Epstein, sem fer fyrir vogunarsjóði sem er einn stærsti erlendi hluthafi Marels, styður yfirtökutilboð John Bean Technologies (JBT) í núverandi mynd. Þegar bandaríska matvælatæknifyrirtækið lagði fyrst fram tilboð sitt var hann algerlega andvígur því.
Tengdar fréttir

Telur JBT vera eitt þeirra félaga sem „passar best“ til að sameinast Marel
Markaðirnir sem Marel starfar á eru enn afar skiptir og því „nauðsynlegt“ fyrir félagið að taka þátt í þeirri samrunaþróun sem er fyrirsjáanleg, að sögn stjórnarformanns Eyris Invest, sem er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel og hefur stutt áform JBT um sameiningu fyrirtækjanna. Fjárfestingafélagið veitti óafturkallanlegt samþykki sitt við fyrsta tilboði JBT síðasta haust, sem er sagt hafa verið „mun hagfelldara“ en aðrir kostir í stöðunni fyrir Eyri, enda hafi þá verið óvissa um vilja og getu allra hluthafa til þátttöku í stórri hlutafjáraukningu á miklum afslætti af innra virði.