Fara beint í frístund eftir leikskólaútskrift í júní Lovísa Arnardóttir skrifar 6. apríl 2024 07:01 Helgi segir borgina stækka tilraunaverkefnið þetta sumarið en stefna að því að börn í öllum leikskólum fari þessa leið eftir útskrift. Vísir/Samsett Foreldrum fimm og sex ára barna í sautján leikskólum í Reykjavíkur var tilkynnt í gær að þau fái uppsögn á sínu leikskólaplássi fyrir 30. apríl og að uppsögn taki gildi 10. júní. Börnum þeirra verður í staðinn boðið pláss í frístund í þeim grunnskólum sem þau eiga að hefja grunnskólagöngu sína í næsta haust. Leik- og grunnskólarnir sem erum ræðir eru allir í Norðlingaholti, Grafarvogi og Breiðholti. Gert er ráð fyrir að bjóða upp á sumarfrístund fyrir börnin á tveimur tímabilum, frá 10. júní til 5. júlí og 6. ágúst til 20. ágúst næstkomandi eða í 31 dag. Eftir það er skólasetning og grunnskólaganga barnanna formlega hafin. Opnunartími í sumarstarfi frístundaheimila er kl. 8:30-16:30. Foreldrar geta valið annað hvort tímabilið eða bæði. Verkefnið hefst í júní 2024 og verður að því loknu metið og tekin ákvörðun í borgarráði um framhaldið. „Þetta er tilraunaverkefni sem við höfum verið að útfæra. Við prófuðum þetta fyrst á síðasta ári í sex skólum og það gaf góða raun. Þá byrjuðum við eftir sumarlokun en það kom fram sú tillaga að útfærslu að byrja eftir útskrift í leikskólum sem eru alla jafna að vori,“ segir Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Því byrja þau í júní á þessu ári að þessu sinni. Hann segir þetta gert í sveitarfélögum í kring og hafi gengið vel þar. Börnin tilbúin í þessa breytingu Hann segir mörg barnanna mjög tilbúin í þessa breytingu. Hingað til hafi útskriftir verið að vori eða snemmsumri en svo hafi börnin þurft að halda áfram í leikskólanum og sum jafnvel þurft að fara aftur í leikskólann að sumarlokun lokinni. „Þau eru spennt að fara í breytingar og við erum að horfa til þess að þau verði í frístundaheimilunum og í húsnæði grunnskólanna. Fyrst um sinn verður blanda af starfsfólki leikskóla og frístunda en svo eftir sumarlokun verður blanda af starfsfólki grunnskóla og frístundaheimila,“ segir Helgi. Í tilraunaverkefninu er gert ráð fyrir því að þeir starfsmenn sem hafa fylgt börnum í sérstökum stuðningi fylgi börnunum yfir í frístund. „Viðkvæmustu börnin verða með allan þann stuðning sem þau hafa notið í leikskólanum.“ Engjaskóli, frístundaheimilið Brosbær og leikskólinn Engjaborg taka þátt í þessu tilraunaverkefni. Vísir/Egill Hann segir að með því að stækka tilraunaverkefnið núna fái þau meiri upplýsingar og reynslu en að stefnan sé að þetta verði gert í öllum leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Hann segir að margir leikskólar hafi hingað til verið með einhvers konar uppbrot fyrir þessi elstu börn sumarið fyrir grunnskólagöngu þeirra. Hann nefnir sem dæmi leikskólann Hof í Laugardal sem hafi verið með verkefnið „Flakkarar“. Í því verkefni hafi börnin verið í vettvangsferðum síðasta sumar sitt í leikskóla. „Þetta er mjög tengt því sem við þekkjum úr frístundaheimilunum og rímar því ágætlega við þessar kennsluaðferðir. Krakkarnir eru að stækka og gaman fyrir þau að fara í meira krefjandi aðstæður, sem langflest þeirra þrá á þessum tíma,“ segir Helgi. Tillaga um þetta tilraunaverkefni var samþykkt í skóla- og frístundaráðs þann 12. febrúar og segir í bréfi til foreldra, sem sent var út í gær, að tillagan eigi að svara reglubundinni umræðu um að börn snúi ekki aftur í leikskóla að loknu sumarleyfi, heldur taki þátt í starfi frístundaheimilis fram að skólasetningu. Tillagan sem samþykkt var á fundi skóla- og frístundaráðs hljóðar svo: Lagt er til að hafa framhald á tilraunaverkefninu „fyrr í frístundaheimili“ sem var starfrækt s.l. sumar í þremur frístundaheimilum og bæta við fleiri starfstöðvum sumarið 2024. Auk þess að bæta við starfsstöðvum myndi verkefnið byrja við skólalok grunnskóla í byrjun júní til skólasetningar. Lokað yrði í 3 vikur í júlí og fyrstu viku í ágúst. Verkefnið snýr að börnum sem eru að ljúka leikskóla og hefja grunnskólagöngu í haust 2024. Skrefið ánægjulegra úr leikskóla í grunnskóla Þar kemur einnig fram að í greinargerð með tillögunni sé fjallað um það að með því að opna frístundaheimilin og grunnskólana fyrir þennan hóp nýrra nemenda sé hægt að stuðla betur að því að skrefið úr leikskóla í grunnskóla verði sem ánægjulegast. Starfsfólki frístundaheimila og grunnskóla gefist auk þess rými til að mæta börnum og foreldrum í næði áður en starf grunnskólanna hefst af fullum þunga um haustið. Helgi segir að öllum börnum eigi að vera tryggt pláss í frístund. Það sé ekki háð mönnun. Það hafi ekki verið erfitt að manna frístund að sumri því þá er hægt að bjóða fullt starf. Foreldrar geti því allir gert ráð fyrir því að fá pláss á þeirri frístund sem tilheyrir þeim skóla sem barnið mun ganga í. Hamraskóli, frístundaheimilið Simbað og leikskólinn Klettaborg taka þátt í tilraunaverkefninu. Myndin er tekin við Klettaborg.Mynd/Reykjavíkurborg Helgi segir að þegar börnin fara yfir í frístundina verði unnið að því í leikskólunum að flytja börn á aðrar deildir og svo í kjölfarið verði hægt að hefja aðlögun hjá börnum sem bíða þess að komast inn. „Við vonumst til þess að yngri börn komist fyrr inn í leikskóla,“ segir Helgi. Hann hefur samt sem áður skilning á því að ekki öllum finnist þetta eins spennandi. Skóla- og frístundasvið hafi leitað til foreldraráða leikskólanna og óskað umsagna frá þeim. Hann segir viðbrögð foreldraráðanna að mestu hafa verið jákvæð. Þau hafi auðvitað verið með einhverjar áhyggjur eins og af því að börnin þurfi að koma með nesti, af kostnaði og opnunartíma. Helgi segir þó stuðst við gjaldskrá leikskólanna og að frístundin sé opin klukkutíma styttra en leikskólar, eða frá 8.30 í stað 7.30. Kostnaður verður vegna 20 daga fyrir sumarlokun 31.400 krónur fyrir foreldra í flokki eitt og 20.724 krónur fyrir foreldra í flokki tvö. Fyrir ellefu daga í ágúst greiða þau svo 17.300 krónur í flokki eitt og 11.418 krónur í flokki tvö. Foreldrar ánægðir með leikskólana Helgi hefur skilning á því að fólki gæti þótt þessi breyting erfið. „Menn vita hvað þeir hafa í leikskólunum og foreldrunum í borginni líður svo vel með leikskólana sína. Börnin eru svo alsæl þannig það er eðlilegt að menn séu hikandi en reynslan frá öðrum sveitarfélögum er mjög góð og reynslan af tilraunaverkefninu frá því í fyrra sömuleiðis. Það er mikilvægt að halda áfram að þróa okkar starf og koma til móts við breyttar aðstæður og ákall um að yngri börn komist fyrr inn í leikskólana okkar. Þetta getur verið liður í því að auðvelda það verkefni.“ Helgi segir að eftir að tillagan var samþykkt í skóla- og frístundaráði hafi sviðinu verið falið að velja starfsstöðvar auk þess sem bera þurfti málið undir foreldraráðin. Umsagnarbeiðnir hafi verið sendar fyrir páska og þau hafi þurft tíma til að svara. „Við munum vaka vel yfir þessu og höfum skilning á því að margir séu óöruggir og sáttir með það sem þau hafa. En við erum að reyna að þróa starfið.“ Þeir leik- og grunnskólar sem taka þátt í verkefninu eru: Norðlingaholt: Norðlingaskóli, frístundaheimilið Klapparholt og leikskólinn Rauðhóll. Grafarvogur: Borgaskóli, frístundaheimilið Hvergiland, leikskólinn Hamrar og leikskólinn Hulduheimar. Engjaskóli, frístundaheimilið Brosbær og leikskólinn Engjaborg. Foldaskóli, frístundaheimilið Regnbogaland, leikskólinn Funafold og leikskólinn Sunnufold. Hamraskóli, frístundaheimilið Simbað og leikskólinn Klettaborg. Húsaskóli, frístundaheimilið Kastali og leikskólinn Brekkuborg. Rimaskóli, frístundaheimilið Tígrisbær, leikskólinn Laufskálar, leikskólinn Fífuborg og leikskólinn Lyngheimar. Breiðholt: Breiðholtsskóli, frístundaheimilið Bakkasel, leikskólinn Bakkaborg og leikskólinn Borg. Seljaskóli, frístundaheimilið Vinasel, leikskólinn Hálsaborg og leikskólinn Jöklaborg. Ölduselsskóli, frístundaheimilið Vinaheimar, leikskólinn Seljaborg og leikskólinn Seljakot. Stefnt er að því að opna fyrir skráningu þann 23. apríl næstkomandi og fer hún fram á vefnum http://sumar.fristund.is Veistu meira um málið? Sendu okkur endilega ábendingar á ritstjorn@visir.is eða netfang blaðamanns. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Foreldrar ungra reykvískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á biðlistum Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum. 5. mars 2024 14:29 Fær pláss á leikskóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára afmælið Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára. 14. febrúar 2024 20:50 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Leik- og grunnskólarnir sem erum ræðir eru allir í Norðlingaholti, Grafarvogi og Breiðholti. Gert er ráð fyrir að bjóða upp á sumarfrístund fyrir börnin á tveimur tímabilum, frá 10. júní til 5. júlí og 6. ágúst til 20. ágúst næstkomandi eða í 31 dag. Eftir það er skólasetning og grunnskólaganga barnanna formlega hafin. Opnunartími í sumarstarfi frístundaheimila er kl. 8:30-16:30. Foreldrar geta valið annað hvort tímabilið eða bæði. Verkefnið hefst í júní 2024 og verður að því loknu metið og tekin ákvörðun í borgarráði um framhaldið. „Þetta er tilraunaverkefni sem við höfum verið að útfæra. Við prófuðum þetta fyrst á síðasta ári í sex skólum og það gaf góða raun. Þá byrjuðum við eftir sumarlokun en það kom fram sú tillaga að útfærslu að byrja eftir útskrift í leikskólum sem eru alla jafna að vori,“ segir Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Því byrja þau í júní á þessu ári að þessu sinni. Hann segir þetta gert í sveitarfélögum í kring og hafi gengið vel þar. Börnin tilbúin í þessa breytingu Hann segir mörg barnanna mjög tilbúin í þessa breytingu. Hingað til hafi útskriftir verið að vori eða snemmsumri en svo hafi börnin þurft að halda áfram í leikskólanum og sum jafnvel þurft að fara aftur í leikskólann að sumarlokun lokinni. „Þau eru spennt að fara í breytingar og við erum að horfa til þess að þau verði í frístundaheimilunum og í húsnæði grunnskólanna. Fyrst um sinn verður blanda af starfsfólki leikskóla og frístunda en svo eftir sumarlokun verður blanda af starfsfólki grunnskóla og frístundaheimila,“ segir Helgi. Í tilraunaverkefninu er gert ráð fyrir því að þeir starfsmenn sem hafa fylgt börnum í sérstökum stuðningi fylgi börnunum yfir í frístund. „Viðkvæmustu börnin verða með allan þann stuðning sem þau hafa notið í leikskólanum.“ Engjaskóli, frístundaheimilið Brosbær og leikskólinn Engjaborg taka þátt í þessu tilraunaverkefni. Vísir/Egill Hann segir að með því að stækka tilraunaverkefnið núna fái þau meiri upplýsingar og reynslu en að stefnan sé að þetta verði gert í öllum leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Hann segir að margir leikskólar hafi hingað til verið með einhvers konar uppbrot fyrir þessi elstu börn sumarið fyrir grunnskólagöngu þeirra. Hann nefnir sem dæmi leikskólann Hof í Laugardal sem hafi verið með verkefnið „Flakkarar“. Í því verkefni hafi börnin verið í vettvangsferðum síðasta sumar sitt í leikskóla. „Þetta er mjög tengt því sem við þekkjum úr frístundaheimilunum og rímar því ágætlega við þessar kennsluaðferðir. Krakkarnir eru að stækka og gaman fyrir þau að fara í meira krefjandi aðstæður, sem langflest þeirra þrá á þessum tíma,“ segir Helgi. Tillaga um þetta tilraunaverkefni var samþykkt í skóla- og frístundaráðs þann 12. febrúar og segir í bréfi til foreldra, sem sent var út í gær, að tillagan eigi að svara reglubundinni umræðu um að börn snúi ekki aftur í leikskóla að loknu sumarleyfi, heldur taki þátt í starfi frístundaheimilis fram að skólasetningu. Tillagan sem samþykkt var á fundi skóla- og frístundaráðs hljóðar svo: Lagt er til að hafa framhald á tilraunaverkefninu „fyrr í frístundaheimili“ sem var starfrækt s.l. sumar í þremur frístundaheimilum og bæta við fleiri starfstöðvum sumarið 2024. Auk þess að bæta við starfsstöðvum myndi verkefnið byrja við skólalok grunnskóla í byrjun júní til skólasetningar. Lokað yrði í 3 vikur í júlí og fyrstu viku í ágúst. Verkefnið snýr að börnum sem eru að ljúka leikskóla og hefja grunnskólagöngu í haust 2024. Skrefið ánægjulegra úr leikskóla í grunnskóla Þar kemur einnig fram að í greinargerð með tillögunni sé fjallað um það að með því að opna frístundaheimilin og grunnskólana fyrir þennan hóp nýrra nemenda sé hægt að stuðla betur að því að skrefið úr leikskóla í grunnskóla verði sem ánægjulegast. Starfsfólki frístundaheimila og grunnskóla gefist auk þess rými til að mæta börnum og foreldrum í næði áður en starf grunnskólanna hefst af fullum þunga um haustið. Helgi segir að öllum börnum eigi að vera tryggt pláss í frístund. Það sé ekki háð mönnun. Það hafi ekki verið erfitt að manna frístund að sumri því þá er hægt að bjóða fullt starf. Foreldrar geti því allir gert ráð fyrir því að fá pláss á þeirri frístund sem tilheyrir þeim skóla sem barnið mun ganga í. Hamraskóli, frístundaheimilið Simbað og leikskólinn Klettaborg taka þátt í tilraunaverkefninu. Myndin er tekin við Klettaborg.Mynd/Reykjavíkurborg Helgi segir að þegar börnin fara yfir í frístundina verði unnið að því í leikskólunum að flytja börn á aðrar deildir og svo í kjölfarið verði hægt að hefja aðlögun hjá börnum sem bíða þess að komast inn. „Við vonumst til þess að yngri börn komist fyrr inn í leikskóla,“ segir Helgi. Hann hefur samt sem áður skilning á því að ekki öllum finnist þetta eins spennandi. Skóla- og frístundasvið hafi leitað til foreldraráða leikskólanna og óskað umsagna frá þeim. Hann segir viðbrögð foreldraráðanna að mestu hafa verið jákvæð. Þau hafi auðvitað verið með einhverjar áhyggjur eins og af því að börnin þurfi að koma með nesti, af kostnaði og opnunartíma. Helgi segir þó stuðst við gjaldskrá leikskólanna og að frístundin sé opin klukkutíma styttra en leikskólar, eða frá 8.30 í stað 7.30. Kostnaður verður vegna 20 daga fyrir sumarlokun 31.400 krónur fyrir foreldra í flokki eitt og 20.724 krónur fyrir foreldra í flokki tvö. Fyrir ellefu daga í ágúst greiða þau svo 17.300 krónur í flokki eitt og 11.418 krónur í flokki tvö. Foreldrar ánægðir með leikskólana Helgi hefur skilning á því að fólki gæti þótt þessi breyting erfið. „Menn vita hvað þeir hafa í leikskólunum og foreldrunum í borginni líður svo vel með leikskólana sína. Börnin eru svo alsæl þannig það er eðlilegt að menn séu hikandi en reynslan frá öðrum sveitarfélögum er mjög góð og reynslan af tilraunaverkefninu frá því í fyrra sömuleiðis. Það er mikilvægt að halda áfram að þróa okkar starf og koma til móts við breyttar aðstæður og ákall um að yngri börn komist fyrr inn í leikskólana okkar. Þetta getur verið liður í því að auðvelda það verkefni.“ Helgi segir að eftir að tillagan var samþykkt í skóla- og frístundaráði hafi sviðinu verið falið að velja starfsstöðvar auk þess sem bera þurfti málið undir foreldraráðin. Umsagnarbeiðnir hafi verið sendar fyrir páska og þau hafi þurft tíma til að svara. „Við munum vaka vel yfir þessu og höfum skilning á því að margir séu óöruggir og sáttir með það sem þau hafa. En við erum að reyna að þróa starfið.“ Þeir leik- og grunnskólar sem taka þátt í verkefninu eru: Norðlingaholt: Norðlingaskóli, frístundaheimilið Klapparholt og leikskólinn Rauðhóll. Grafarvogur: Borgaskóli, frístundaheimilið Hvergiland, leikskólinn Hamrar og leikskólinn Hulduheimar. Engjaskóli, frístundaheimilið Brosbær og leikskólinn Engjaborg. Foldaskóli, frístundaheimilið Regnbogaland, leikskólinn Funafold og leikskólinn Sunnufold. Hamraskóli, frístundaheimilið Simbað og leikskólinn Klettaborg. Húsaskóli, frístundaheimilið Kastali og leikskólinn Brekkuborg. Rimaskóli, frístundaheimilið Tígrisbær, leikskólinn Laufskálar, leikskólinn Fífuborg og leikskólinn Lyngheimar. Breiðholt: Breiðholtsskóli, frístundaheimilið Bakkasel, leikskólinn Bakkaborg og leikskólinn Borg. Seljaskóli, frístundaheimilið Vinasel, leikskólinn Hálsaborg og leikskólinn Jöklaborg. Ölduselsskóli, frístundaheimilið Vinaheimar, leikskólinn Seljaborg og leikskólinn Seljakot. Stefnt er að því að opna fyrir skráningu þann 23. apríl næstkomandi og fer hún fram á vefnum http://sumar.fristund.is Veistu meira um málið? Sendu okkur endilega ábendingar á ritstjorn@visir.is eða netfang blaðamanns.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Foreldrar ungra reykvískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á biðlistum Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum. 5. mars 2024 14:29 Fær pláss á leikskóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára afmælið Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára. 14. febrúar 2024 20:50 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Foreldrar ungra reykvískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á biðlistum Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum. 5. mars 2024 14:29
Fær pláss á leikskóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára afmælið Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára. 14. febrúar 2024 20:50