Telur fara betur á að forseti sé kosinn í tveimur umferðum Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 23:39 Helga Vala Helgadóttir segir það betri tilfinningu fyrir forseta að hafa verið kosinn með meirihluta atkvæða. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi þingmaður segir betri brag á því að hafa tvær umferðir í forsetakosningum svo forseti hafi meirihluta kjósenda á bak við sig. Aðeins einu sinni hefur forseti náð kjöri í fyrsta skipti með hreinum meirihluta atkvæða. Forseti Íslands er kjörinn einfaldri meirihlutakosningu á Íslandi. Fjöldi forsetaframbjóðenda í ár gerir afar líklegt að forseti verði enn einu sinni kjörinn með innan við helming greiddra atkvæða. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun sinni að heppilegra væri að forseti væri kosinn með að minnsta kosti helmingi atkvæða og að forsetakosningar færu þannig fram í tveimur umferðum líkt og tíðkast víða um lönd. „Mér finnst bara betri bragur á því þó að það skipti ekkert öllu máli þegar viðkomandi er kominn í embætti. Það er bara góð tilfinning fyrir þann sem situr í þessu embætti,“ sagði Helga Vala í Pallborðinu á Vísi í gær. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, benti á að enginn forseti hafi fengið hreinan meirihluta atkvæða þegar hann var fyrst kjörinn nema Kristján Eldjárn árið 1968 en þá hafi frambjóðendurnir enda aðeins verið tveir. Fram að þessu hafi það verið talið heldur viðurhlutamikið að hafa tvær umferðar í kosningum fyrir tiltölulega valdalítið embætti þó að vissulega skipti máli að hæfur einstaklingur sæti á Bessastöðum í þeim sjaldgæfu tilfellum þegar erfið mál kæmu upp. Vigdís hefði ekki náð kjöri í írska kerfinu Katrín Jakobsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt í dag, lagði fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá árið 2021 sem hefði meðal annars breytt því hvernig forseti er kjörinn. Það gerði ráð fyrir að tekið yrði upp svonefnt írskt kerfi þar sem kjósendur geta raðað frambjóðendum upp í sæti. Fái enginn frambjóðandi hreinan meirihluta er tekið tillit til annars vals kjósenda þeirra frambjóðenda sem fá fæst atkvæði. Ólafur sagði að á þetta hafi reynt í forsetakosningum á Írlandi árið 1990 þar sem Mary Robinson náði kjöri, fyrst kvenna. Hún hafi verið í öðru sæti þriggja frambjóðenda eftir fyrstu tölur en hún hafi unnið á því að nær allir kjósendur þriðja frambjóðandans hafi sett hana í annað sætið. Robinson hefði aldrei náð kjöri ef íslenska kosningakerfið hefði verið við lýði þar. Ólafur Þ. Harðarson og Helga Vala Helgadóttir ræddu meðal annars um fyrirkomulag forsetakosninga í Pallborðinu á Vísi í gær.Vísir/Vilhelm Á hinn bóginn hefði Vigdís Finnbogadóttir líklega ekki orðið forseti ef írska fyrirkomulagið hefði verið í gildi í kosningunum árið 1980. „Það eru engar líkur á því að Vigdís hefði verið kosin út á þann þriðjung atkvæða sem hún fékk því að það er líklegast að atkvæði hinna karlanna hefðu farið á Guðlaug Þorvaldsson,“ sagði Ólafur kíminn. Ekkert erindi geti þeir ekki safnað fleiri undirskriftum Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um hversu lágur þröskuldur er fyrir framboði til forseta hér á landi. Aðeins þarf 1.500 undirskriftir til þess að framboð teljist gilt. Sigríður Hrund Pétursdóttir, einn frambjóðendanna í ár, gagnrýndi hugmyndir um að herða þessar kröfur á dögunum þar sem það gæti útilokað fólk eins og hana frá því að bjóða sig fram. Ólafur sagði að ef Sigríður Hrund gæti ekki safnað sex þúsund undirskriftum með rafrænum hætti þá ætti hún ekkert erindi í forsetaframboð. „Það eru ekki mannréttindi að fá að vera í framboði þó að maður sé algjörlega fylgislaus. Það eru ekki mannréttindi að almannamiðlar eigi að gefa manni færi á að halda langar og innblásnar ræður þegar maður er algerlega fylgislaus,“ sagði hann. Á þessum nótum hvatti Helga Vala frambjóðendur til þess að íhuga hvaða erindi þeir eigi í embætti forseta. „Þetta er mikilvægt embætti þó að við vitum kannski ekkert endilega öll hvert hlutverk forsetans er, hvað hann má og hvað ekki. Það hefur verið svolítið svona fljótandi oft, meira að segja í miðri kosningabaráttu þegar fólk fer að lýsa hvað það ætli að gera. Það skiptir máli að við berum virðingu fyrir þessu embætti fyrst við erum með það,“ sagði hún. Pallborðið Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Pallborðið: Forsetakapallinn og ríkisstjórn án Katrínar Talið er næsta víst að Katrín Jakobsdóttir muni áður en vikan er úti gefa kost á sér til embætti forseta Íslands og um leið biðjast lausnar sem forsætisráðherra landsins. 4. apríl 2024 10:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Forseti Íslands er kjörinn einfaldri meirihlutakosningu á Íslandi. Fjöldi forsetaframbjóðenda í ár gerir afar líklegt að forseti verði enn einu sinni kjörinn með innan við helming greiddra atkvæða. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun sinni að heppilegra væri að forseti væri kosinn með að minnsta kosti helmingi atkvæða og að forsetakosningar færu þannig fram í tveimur umferðum líkt og tíðkast víða um lönd. „Mér finnst bara betri bragur á því þó að það skipti ekkert öllu máli þegar viðkomandi er kominn í embætti. Það er bara góð tilfinning fyrir þann sem situr í þessu embætti,“ sagði Helga Vala í Pallborðinu á Vísi í gær. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, benti á að enginn forseti hafi fengið hreinan meirihluta atkvæða þegar hann var fyrst kjörinn nema Kristján Eldjárn árið 1968 en þá hafi frambjóðendurnir enda aðeins verið tveir. Fram að þessu hafi það verið talið heldur viðurhlutamikið að hafa tvær umferðar í kosningum fyrir tiltölulega valdalítið embætti þó að vissulega skipti máli að hæfur einstaklingur sæti á Bessastöðum í þeim sjaldgæfu tilfellum þegar erfið mál kæmu upp. Vigdís hefði ekki náð kjöri í írska kerfinu Katrín Jakobsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt í dag, lagði fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá árið 2021 sem hefði meðal annars breytt því hvernig forseti er kjörinn. Það gerði ráð fyrir að tekið yrði upp svonefnt írskt kerfi þar sem kjósendur geta raðað frambjóðendum upp í sæti. Fái enginn frambjóðandi hreinan meirihluta er tekið tillit til annars vals kjósenda þeirra frambjóðenda sem fá fæst atkvæði. Ólafur sagði að á þetta hafi reynt í forsetakosningum á Írlandi árið 1990 þar sem Mary Robinson náði kjöri, fyrst kvenna. Hún hafi verið í öðru sæti þriggja frambjóðenda eftir fyrstu tölur en hún hafi unnið á því að nær allir kjósendur þriðja frambjóðandans hafi sett hana í annað sætið. Robinson hefði aldrei náð kjöri ef íslenska kosningakerfið hefði verið við lýði þar. Ólafur Þ. Harðarson og Helga Vala Helgadóttir ræddu meðal annars um fyrirkomulag forsetakosninga í Pallborðinu á Vísi í gær.Vísir/Vilhelm Á hinn bóginn hefði Vigdís Finnbogadóttir líklega ekki orðið forseti ef írska fyrirkomulagið hefði verið í gildi í kosningunum árið 1980. „Það eru engar líkur á því að Vigdís hefði verið kosin út á þann þriðjung atkvæða sem hún fékk því að það er líklegast að atkvæði hinna karlanna hefðu farið á Guðlaug Þorvaldsson,“ sagði Ólafur kíminn. Ekkert erindi geti þeir ekki safnað fleiri undirskriftum Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um hversu lágur þröskuldur er fyrir framboði til forseta hér á landi. Aðeins þarf 1.500 undirskriftir til þess að framboð teljist gilt. Sigríður Hrund Pétursdóttir, einn frambjóðendanna í ár, gagnrýndi hugmyndir um að herða þessar kröfur á dögunum þar sem það gæti útilokað fólk eins og hana frá því að bjóða sig fram. Ólafur sagði að ef Sigríður Hrund gæti ekki safnað sex þúsund undirskriftum með rafrænum hætti þá ætti hún ekkert erindi í forsetaframboð. „Það eru ekki mannréttindi að fá að vera í framboði þó að maður sé algjörlega fylgislaus. Það eru ekki mannréttindi að almannamiðlar eigi að gefa manni færi á að halda langar og innblásnar ræður þegar maður er algerlega fylgislaus,“ sagði hann. Á þessum nótum hvatti Helga Vala frambjóðendur til þess að íhuga hvaða erindi þeir eigi í embætti forseta. „Þetta er mikilvægt embætti þó að við vitum kannski ekkert endilega öll hvert hlutverk forsetans er, hvað hann má og hvað ekki. Það hefur verið svolítið svona fljótandi oft, meira að segja í miðri kosningabaráttu þegar fólk fer að lýsa hvað það ætli að gera. Það skiptir máli að við berum virðingu fyrir þessu embætti fyrst við erum með það,“ sagði hún.
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Pallborðið: Forsetakapallinn og ríkisstjórn án Katrínar Talið er næsta víst að Katrín Jakobsdóttir muni áður en vikan er úti gefa kost á sér til embætti forseta Íslands og um leið biðjast lausnar sem forsætisráðherra landsins. 4. apríl 2024 10:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
„Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07
Pallborðið: Forsetakapallinn og ríkisstjórn án Katrínar Talið er næsta víst að Katrín Jakobsdóttir muni áður en vikan er úti gefa kost á sér til embætti forseta Íslands og um leið biðjast lausnar sem forsætisráðherra landsins. 4. apríl 2024 10:21