Sigurganga Warriors á enda og spennan eykst í efri hluta austursins Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 09:57 DeAaron Fox leggur boltann í körfuna gegn Boston Celtics í nótt. Vísir/Getty Það styttist í að deildakeppninni í NBA ljúki en úrslitakeppnin hefst eftir rúma viku. Mesta spennan er í efri hluta Austurdeildarinnar þar sem aðeins tveimur sigurleikjum munar á liðunum í sætum tvö til fimm. Topplið Austurdeildarinnar Boston Celtics vann nauman sigur á liði Sacramento Kings þar sem risaleikur De´Aaron Fox fyrir lið Kings dugði ekki til. Gestirnir fengu þrjú tækifæri á síðustu sjö sekúndunum til að taka forystuna en nýttu ekki sénsinn. Lokatölur 101-100 fyrir Boston Celtics. Fox skoraði 40 stig fyrir Kings en Kristaps Porzingis skilaði 20 stigum og 11 fráköstum fyrir Celtics sem hefur unnið þrettán af síðustu fimmtán leikjum sínum og er með örugga forystu á toppi Austurdeildarinnar. FOX BANK 3 FOR THE LEAD.TILLMAN TAKES IT BACK WITH 07.4 LEFT.Boston holds on for their 61st win of the season pic.twitter.com/hvRfQ3aqEZ— NBA (@NBA) April 6, 2024 Dallas Mavericks batt enda á sex leikja sigurgöngu Golden State Warriors með 108-106 sigri. Mavericks voru án stórstjörnunnar Luka Doncic en PJ Washington steig upp í fjarveru Doncic og átti stórleik. „Hann var stórskostlegur. Þegar maður sá hvernig hann byrjaði vissi maður að þetta yrði sérstakt kvöld. Þetta er það sem við þurfum, sérstaklega þegar okkur vantar menn í hópinn,“ sagði Kyrie Irving leikmaður Mavericks eftir leik. Washington kláraði leikinn með 32 stig og skoraði sigurkörfuna tæpum fimm sekúndum fyrir leikslok. Step Curry skoraði 28 fyrir Warriors sem eru í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina. P.J. WASHINGTON LAY FOR THE LEAD 4.5 seconds left... https://t.co/oCFYSOdjKD pic.twitter.com/9y0GepVe4u— NBA (@NBA) April 6, 2024 15-0 áhlaup Phoenix Suns í upphafi leiks lagði grunninn að sigri liðsins gegn toppliði Vesturdeildarinnar Minnesota Timberwolves. Þetta er aðeins í fjórða sinn í vetur sem Suns náði ekki að skora 100 stig í leik en í fyrsta skipti sem það gerist en liðið nær sigri. Timberwolves er enn án stjörnuleikmanns síns Karl-Anthony Towns en hann lék síðast með liðinu þann 4. mars. Vonast er til að hann snúi aftur fyrir lok deildakeppninnar um næstu helgi. Kevin Durant var stigahæstur hjá Suns með 22 stig í 97-87 sigri en Devon Booker var rólegri en í síðustu tveimur leikjum þar sem hann hafði skorað annars vegar 40 stig og hins vegar 52 stig gegn New Orleans Pelicans. Þá tapaði Milwaukee Bucks á heimavelli gegn Toronto Raptors en lið Bucks á í harðri baráttu um hemeimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Nú munar aðeins tveimur sigurleikjum á Bucks, Cleveland Cavaliers, Orlando Magic og New York Knicks í sætum tvö til fimm í Austurdeildinni. Úrslitin í NBA í nótt og staðan í deildinni: Washington Wizards - Portland Trai Blazers 102-108Indiana Pacers - Oklahoma City Thunder 126-112Charlotte Hornets - Orlando Magic 124-115Boston Celtics - Sacramento Kings 101-100New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 109-111Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 111-117Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 108-90Houston Rockets - Miami Heat 104-119Chicago Bulls - New York Knics 108-100Dallas Maverics - Golden State Warriors 108-106Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 97-87Los Angeles Clippers - Utah Jazz 131-102 The East:- NYK and ORL tied for #4 seed- CLE 1 GB MIL for #2 seed- PHI 1 GB MIA for #7 seedFor more, download the NBA App https://t.co/oRfhdB8ZfO pic.twitter.com/hJ1mlLypjS— NBA (@NBA) April 6, 2024 NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Topplið Austurdeildarinnar Boston Celtics vann nauman sigur á liði Sacramento Kings þar sem risaleikur De´Aaron Fox fyrir lið Kings dugði ekki til. Gestirnir fengu þrjú tækifæri á síðustu sjö sekúndunum til að taka forystuna en nýttu ekki sénsinn. Lokatölur 101-100 fyrir Boston Celtics. Fox skoraði 40 stig fyrir Kings en Kristaps Porzingis skilaði 20 stigum og 11 fráköstum fyrir Celtics sem hefur unnið þrettán af síðustu fimmtán leikjum sínum og er með örugga forystu á toppi Austurdeildarinnar. FOX BANK 3 FOR THE LEAD.TILLMAN TAKES IT BACK WITH 07.4 LEFT.Boston holds on for their 61st win of the season pic.twitter.com/hvRfQ3aqEZ— NBA (@NBA) April 6, 2024 Dallas Mavericks batt enda á sex leikja sigurgöngu Golden State Warriors með 108-106 sigri. Mavericks voru án stórstjörnunnar Luka Doncic en PJ Washington steig upp í fjarveru Doncic og átti stórleik. „Hann var stórskostlegur. Þegar maður sá hvernig hann byrjaði vissi maður að þetta yrði sérstakt kvöld. Þetta er það sem við þurfum, sérstaklega þegar okkur vantar menn í hópinn,“ sagði Kyrie Irving leikmaður Mavericks eftir leik. Washington kláraði leikinn með 32 stig og skoraði sigurkörfuna tæpum fimm sekúndum fyrir leikslok. Step Curry skoraði 28 fyrir Warriors sem eru í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina. P.J. WASHINGTON LAY FOR THE LEAD 4.5 seconds left... https://t.co/oCFYSOdjKD pic.twitter.com/9y0GepVe4u— NBA (@NBA) April 6, 2024 15-0 áhlaup Phoenix Suns í upphafi leiks lagði grunninn að sigri liðsins gegn toppliði Vesturdeildarinnar Minnesota Timberwolves. Þetta er aðeins í fjórða sinn í vetur sem Suns náði ekki að skora 100 stig í leik en í fyrsta skipti sem það gerist en liðið nær sigri. Timberwolves er enn án stjörnuleikmanns síns Karl-Anthony Towns en hann lék síðast með liðinu þann 4. mars. Vonast er til að hann snúi aftur fyrir lok deildakeppninnar um næstu helgi. Kevin Durant var stigahæstur hjá Suns með 22 stig í 97-87 sigri en Devon Booker var rólegri en í síðustu tveimur leikjum þar sem hann hafði skorað annars vegar 40 stig og hins vegar 52 stig gegn New Orleans Pelicans. Þá tapaði Milwaukee Bucks á heimavelli gegn Toronto Raptors en lið Bucks á í harðri baráttu um hemeimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Nú munar aðeins tveimur sigurleikjum á Bucks, Cleveland Cavaliers, Orlando Magic og New York Knicks í sætum tvö til fimm í Austurdeildinni. Úrslitin í NBA í nótt og staðan í deildinni: Washington Wizards - Portland Trai Blazers 102-108Indiana Pacers - Oklahoma City Thunder 126-112Charlotte Hornets - Orlando Magic 124-115Boston Celtics - Sacramento Kings 101-100New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 109-111Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 111-117Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 108-90Houston Rockets - Miami Heat 104-119Chicago Bulls - New York Knics 108-100Dallas Maverics - Golden State Warriors 108-106Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 97-87Los Angeles Clippers - Utah Jazz 131-102 The East:- NYK and ORL tied for #4 seed- CLE 1 GB MIL for #2 seed- PHI 1 GB MIA for #7 seedFor more, download the NBA App https://t.co/oRfhdB8ZfO pic.twitter.com/hJ1mlLypjS— NBA (@NBA) April 6, 2024
NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira